Tenglar

28. febrúar 2011 |

Starf Breiðfirðingafélagsins fjölbreytt að venju

1 af 3
Engin ellimörk eru á Breiðfirðingafélaginu þótt komið sé nokkuð á áttræðisaldur, stofnað 17. nóvember 1938. Meðal atriða í fjölbreyttu félagsstarfi má nefna föndurdaga, dansleiki, bridge, bingókvöld, skemmtanir Breiðfirðingakórsins, vorfagnaðinn, dag aldraðra, gróðursetningarferðir og árlega sumarferð, og er þó víst eitthvað ótalið. Á aðalfundi félagsins nú fyrir skömmu, þar sem Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk á Barðaströnd var endurkjörinn formaður eitt árið enn, sá Félag breiðfirskra kvenna um kaffi og meðlæti.

 

Á vef Breiðfirðingafélagsins eru margvíslegar upplýsingar um félagið og fréttir úr starfi þess, auk þess sem þar er urmull ljósmynda. Þaðan eru fengnar meðfylgjandi myndir frá hálfsmánaðarlegu prjónakaffi í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík.

 

Sjá einnig:

08.05.2009  Breiðfirðingakórinn í Bjarkalundi á sunnudag

13.07.2008  Myndir úr sumarferð Breiðfirðingafélagsins

30.06.2008  Breiðfirðingar þrefölduðu fólksfjöldann á Reykhólum

 
P.s.: Fyrir áhugasamt fólk um ættfræði má geta þess hér, að fréttaritarinn og pistlaflytjandinn kjarnyrti hjá Ríkisútvarpinu fjölmörg undanfarin ár, Gísli Kristjánsson í Noregi, fyrrum í Bandaríkjunum, er bróðir Snæbjarnar. Systir þeirra er dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur, en til stórmerkra starfa hennar þekkja allir sem fylgjast á annað borð eitthvað með þeirri grein. Fleiri munu þau vera systkinin frá Breiðalæk.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30