Tenglar

31. október 2011 |

Starfsár Lions hafið með sameiginlegum fundi

Sjá myndaskýringar í meginmáli.
Sjá myndaskýringar í meginmáli.
1 af 14

Fyrsti fundur Reykhóladeildar Lions á þessu starfsári var haldinn í Bjarkalundi á föstudagskvöldið ásamt Lionsklúbbi Búðardals, en hefðbundið er að starfið byrji á haustin með sameiginlegum fundi vestan Gilsfjarðar. Félagsfólk í Lions skiptist á að gegna formennsku og öðrum stjórnarstörfum. Að þessu sinni tók Guðmundur Ólafsson á Grund við formennsku Reykhóladeildarinnar af Karli Kristjánssyni á Kambi og varð þar með formaður í annað sinn.

 

Lionsklúbbur Búðardals var stofnaður árið 1963 en Reykhóladeild Lions var stofnuð fyrir nær réttum tólf árum eða 5. nóvember 1999. Hún er deild í Búðardalsklúbbnum en með sjálfstæða stjórn og sjálfstæðan fjárhag.

 

Næsti sameiginlegi fundur Dalafólks og Reykhólafólks í verður í Búðardal í janúar þar sem Lionsfélagar eta þorramat og skemmta sér í anda þorrablótanna. Í byrjun mars verður sameiginleg hefðbundin saltkjötsveisla og skáldakynning á Reykhólum. Starfinu lýkur síðan í endaðan apríl með samkomu sem Dalamenn sjá um.

 

Að öðru leyti starfar Reykhóladeildin sjálfstætt og heldur reglulega fundi út af fyrir sig. Félagar í Reykhóladeildinni eru 17. Andinn í starfi Lionshreyfingarinnar er að bæta og styrkja sitt samfélag, afla fjár til að láta gott af sér leiða og vinna að velferð byggðarlagsins. Og jafnframt, að sjálfsögðu, að hittast í góðra vina hópi sér til upplyftingar.

 

Núverandi stjórn Reykhóladeildar Lionsklúbbs Búðardals er þannig skipuð:

  • Formaður Guðmundur Ólafsson
  • Ritari Þórarinn Ólafsson
  • Gjaldkeri Eyvindur S. Magnússon
  • Siðameistari Matthías Ólason
  • Stallari Guðjón D. Gunnarsson

 

Meðfylgjandi myndir tók einn af félögunum í Reykhóladeildinni, Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi, - og þess vegna er hann af skiljanlegum ástæðum ekki á neinni þeirra. Smellið á myndirnar til að stækka þær. Vegna þess hve sumir myndatextanna eru langir eru þeir allir hér fyrir neðan en ekki undir myndunum sjálfum.

 

Mynd nr. 1

Viðtakandi formaður Reykhóladeildarinnar, Guðmundur á Grund, afhendir fráfarandi formanni, Karli á Kambi, gjöf frá Lionsklúbbnum, áritaðan skjöld í tilefni af fimmtíu ára afmæli hans núna í haust. Vinstra megin á myndinni er Eyvindur gjaldkeri Reykhóladeildarinnar en hægra megin er Jón Egilsson formaður Lionsklúbbs Búðardals.

 

Mynd nr. 2

Svanhildur Sigurðardóttir og Tómas Sigurgeirsson Reykhólabændur ásamt Erlingi Jónssyni á Reykhólum.

 

Mynd nr. 3

Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum, betur þekktur sem Dalli, sæmdur viðurkenningu frá Lionshreyfingunni fyrir góðan árangur við að fjölga Lionsfélögum.

 

Mynd nr. 4

Við háborðið eru Eyvindur viðtakandi gjaldkeri og Guðmundur viðtakandi formaður Reykhóladeildar ásamt Karli fráfarandi formanni og stjórn Lionsklúbbs Búðardals: Jón Egilsson á Sauðhúsum formaður, Sveinn Gestsson á Staðarfelli gjaldkeri og Bogi Kristinsson í Búðardal ritari. Við borðið nær eru Sæmundur Jóhannsson í Búðardal, Hörður á Tindum, Magnús á Seljanesi, Dalli á Reykhólum, Ingvar Bæringsson og Guðmundur í Geirshlíð.

 

Mynd nr. 5

Eyvindur Svanur Magnússon gjaldkeri og Guðmundur Ólafsson formaður Reykhóladeildarinnar.

 

Mynd nr. 6

Sveinn Gestsson og Bogi Kristinsson.

 

Mynd nr. 7

Jón Egilsson formaður Lionsklúbbs Búðardals flytur ræðu.

 

Mynd nr. 8

Jóhannes Haukur Hauksson ostameistari í Búðardal og eigandi að Grímsstöðum á Fjöllum fer með gamanmál, aðallega frumsamið efni í bundnu máli.

 

Mynd nr. 9

Karl Kristjánsson á Kambi flytur ljóð úr bókinni Saltkorn í mold eftir Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli í Hvítársíðu.

 

Mynd nr. 10

Málin rædd með óformlegum hætti.

 

Mynd nr. 11

Þrír gestir sem komu með Tómasi á Reykhólum spjalla við Guðbrand bónda í Sólheimum í Laxárdal.

 

Mynd nr. 12

Jóhannes Haukur Hauksson og Ingvar Bæringsson á barnum.

 

Mynd nr. 13

Sæmundur, Hörður, Maggi, Guðmundur, Ingvar, Dalli og Jóhannes Haukur.

 

Mynd nr. 14

Létt yfir mannskapnum líkt og venja er þegar Lionsfélagar koma saman.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30