Tenglar

30. maí 2011 |

Stykkishólmur hlýtur evrópska ferðaviðurkenningu

Frá hinum gamla og merka bæ Stykkishólmi við Breiðafjörð.
Frá hinum gamla og merka bæ Stykkishólmi við Breiðafjörð.
Bærinn gamli Stykkishólmur við Breiðafjörð hefur verið útnefndur EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu árið 2011 fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni og umhverfishugsun eru í forgrunni.

 

EDEN-gæðaáfangastaðir

„EDEN-gæðaáfangastaðir“ - European Destinations of Excellence - er samevrópskt verkefni sem Ferðamálastofa heldur utan um fyrir Íslands hönd. Markmið þess er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta áfangastaði í Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.

 

Árleg samkeppni

Árlega er haldin samkeppni í hverju aðildarlanda EDEN um gæðaáfangastaði. Að baki liggur nýtt þema á hverju ári. Með því að hafa þau breytileg er leitast við að gefa sem flestum gerðum af stöðum og ferðaþjónustu kost á þátttöku. Þema þessa árs var „Ferðaþjónusta og endurnýjun svæða“ (Tourism and Regeneration of Physical Sites). Athyglinni er beint að svæðum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og fengið nýtt hlutverk sem ferðamannastaðir eftir að hafa áður gegnt einhverju öðru og óskyldu hlutverki.

 

Vestfirðir voru fyrsti EDEN-áfangastaður Íslands

Ísland tók í fyrsta sinn þátt í EDEN-verkefninu á síðasta ári þegar samkeppnin var haldin í fjórða sinn. Þema ársins var „Sjálfbær ferðaþjónusta tengd vatni“ (Sustainable Aquatic Tourism). Vestfirðir voru þá meðal þeirra rúmlega tuttugu evrópsku staða eða svæða sem útnefningu hlutu.

 

Vefur Stykkishólmsbæjar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30