Tenglar

16. mars 2011 |

Styrkur til endurbóta á Gufudalskirkju

Gufudalskirkja. Ljósm. Dorothee Lubecki.
Gufudalskirkja. Ljósm. Dorothee Lubecki.
Húsafriðunarnefnd hefur veitt hálfrar milljónar króna styrk til endurbóta á kirkjunni í Gufudal, sem byggð var árið 1908 og friðlýst er að lögum. Árið áður en þessi kirkja var reist í Gufudal var Gufudalsprestakall lagt niður og sóknin lögð undir Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit. Núna liggur sóknin undir Reykhólaprestakall. Kirkja hefur verið í Gufudal allt frá árdögum kristni á Íslandi.

 

Einnig ákvað Húsafriðunarnefnd að veita 1.700.000 króna styrk til endurbóta á skólahúsinu í Ólafsdal við Gilsfjörð, sem byggt var árið 1896. Sumarið 2007 var Ólafsdalsfélagið stofnað til uppbyggingar á þessu fræga skólasetri. Reykhólahreppur er meðal stofnenda félagsins.

 

Sjá einnig:

Húsafriðunarnefnd - úthlutun styrkja 2011
Vestfjarðavefurinn - Kirkjur í Barðastrandarsýslu
Stöðug uppbygging í Ólafsdal við Gilsfjörð

Vefur Ólafsdalsfélagsins

 

Athugasemdir

Þóra Mjöll, mivikudagur 16 mars kl: 18:45

Vá en hvað þetta er æðislegt :D verður gaman að sjá báðar byggingarnar eftir endurbætur :)

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, mivikudagur 16 mars kl: 19:36

Ef til vill hefði ég átt að nota hér sögnina að smíða frekar en sagnirnar að byggja og reisa. Á fyrri tíð var jafnan tekið þannig til orða. Kirkjusmiður er gamalt og gott orð - sbr. þjóðsöguna um kirkjusmiðinn á Reyni í Mýrdal (Senn kemur hann Finnur / faðir þinn á Reyn / með þinn litla leiksvein). Og vissulega er orðið húsasmiður enn í fullri notkun!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30