Tenglar

19. nóvember 2010 |

Svæðisleiðsögunám um Vestfirði og Dali á Reykhólum

Einar Örn Thorlacius.
Einar Örn Thorlacius.
Þessi misserin stendur yfir þriggja anna nám í svæðisleiðsögn hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sem lýkur á næsta vori. Næsta lota fer fram á Reykhólum núna um helgina og mun þá m.a. Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps fræða nemendur um Austur-Barðastrandarsýslu, þ.e. Reykhólahreppinn.

 

Einar á reyndar sjálfur ættir að rekja í sýsluna, því móðuramma hans var fædd í Flatey árið 1889. „Þessi sýsla er afar spennandi svæði og sérstaklega Breiðafjarðareyjarnar. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því að árið 1900 bjuggu 400 manns á sjö pínulitlum eyjum á Breiðafirði, þ.e. í Flateyjarhreppi hinum forna. Þéttbýlið var í raun eitt hið mesta á landinu og samgöngur á sjó miklu auðveldari en að ríða á hestum yfir fjöll og hálsa. Þetta skapaði einstakt menningarsamfélag og því mun ég koma á framfæri í kennslunni“, segir Einar.

 

Umsjón með náminu hefur Kristín Sigurrós Einarsdóttir, verkefnastjóri á Hólmavík. Um 30 manns víða af landinu eru skráðir á námskeiðið. Kennslan fer m.a. fram í helgarlotum víðs vegar um svæðið.

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 20 nvember kl: 08:53

Það er bara frábært að þessi góði mannvinur okkar sem var hér sveitastjóri ...skuli sýna okkur þá virðingu að halda námskeið í ferðamensku....haldið þið íbúar góðir að Einar sé bara að gera þetta af þörf fyrir sinni vinnu og tekjuöflun vinnandi manns? nei hann var búin að kortleggja þetta af sýnum áhuga fyrir margt löngu síðan...sá tækifærin sem eru hérna í hverjum hól og steini...sá tækifæri fyrir okkar litla samfélag að verða að framtíðar stað fyrir ómælda landslags-fegurð....óbeislaða möguleyka á að veita ferðalangnum fræðslu...veita honum aðstöðu til dvalar...og almenns viðurværis. Nei þetta var ekki eftir bók infæddra að hleypa að draumórum fólks ..sem sér með öðrum augum samfélag sem gæti vaxið...samfélag sem tæki á móti nýju fólki með opnum örmum...hlustaði á það...tæki mið af kunnáttu þess...leyfði að það endurnýjaðist hugvit ...kæmu fram nýjar áherslur....nei það má ekki...þá gætu moldarkofarnir hrunið af svoleiðis hamförum. Það er ótrúlegt að standa bráðum frammi fyrir því að verða sextugur..horfandi á sitt gamla og sveitarfélag steinrunnið af áhugaleysi fyrir framförum....Hvað varð um þetta unga fólk sem er fædd um árin 1965 til 70....það kom hér heim eftir skólavist og sagði að samfélagið tæki ekki mark á því né skaffaði því vinnu...jú ég man núna....það er einmitt í sveitastjórn núna:) Horfið svo á..og spyrjið ykkur sjálf góða fólk....afhverju er Einar Örn að segja ykkur í hundraðasta skypti hvaða möguleyka Reykhólahreppsbúar hafa! ...er ekki ráð að fara að hlusta og nema? Ég bara spyr?

Harpa Eiríksdóttir, sunnudagur 21 nvember kl: 12:15

Sammála þér Þorgeir, ég hef alltaf verið að segja að Reykhólasveitin hefur endalaust af möguleikum í ferðaþjónustu sem mun einnig koma með peninga inn í sveitarfélagið. Finnst þetta frábært framtak og vonandi mun þetta halda áfram.
Þar sem ég er komin í ferðamálanám hérna á Englandi hugsa ég alltaf til fallegu sveitarinnar minnar og hvaða möguleika hún getur haft til að byggja upp góða ferðamennsku fyrir Íslendinga eins og útlendinga.

Ferðamannatíminn er ekki bara á sumrinn og held að það þurfi að skoða hvað gæti aukið aðsókn fólks í sveitina á veturnar.

kveðja frá Englandi
Harpa frá Stað

Þorgeir Samúelsson, sunnudagur 21 nvember kl: 15:22

Frábært innlegg Harpa!!! Frábært að heyra rödd frá nemanda í ferðamálum...Jón Sigurðsson talaði til okkar frá Danmörk í denn ....og barði í okkur kjark og þor...kanski þurfum við hér í þessu málausa samfélagi eins og mér fynnst vera Reykhólahreppur...að fá ábendingu frá íslending í framandi landi til að leggja línur og skapa umræðu um þessi óumdeildu hlunnindi fyrir alla..bæði þá sem njóta og þá sem skapa.
Við eigum að vera með opin markað á haustdögum og höndla og selja afurði bæði frá landbúnaði og sjávargagni...tengjast Reykhóladeginum með veglegum hætti...setja upp stefnu og alvöru virkni í sögu okkar...vera með staðbundna fræðslu á okkar samfélagsgerð....hlusta á allar góðar ábendingar án þess að vera með okkar innfæddu fordóma:) Ég hef áður ritað hér athugasemdir við mitt kæra samfélag...og þá um samgöngumál...sem er likill að öllu sem gott samfélag þarf til að lifa og dafna í....öll þau comment og innlit hafa komið frá fólki sem er flutt burtu eða er ekki búsett hér lengur
að undanskyldum einum íbúa á Reykhólum sem hefur svarað...segirt það ekki það sem segja þarf hvers virði það er að vekja máls á breittu samfélagi? Sveitastjórn lítur svo á að um alvarlega heilaskaðaðan mann sé að ræða....allavega svara ekki sýnu kalli sem kjörnir fulltrúar...gott og vel...þeirra verður mynnst með orðum séra Baldurs...um útför ónefnds stjórnmálaflokks:) Vonandi verður hér í framtíðinni til fagfólk sem setur þetta allt saman af stað...verður hér orðið hagabeit fyrir ónýtta möguleyka í ferðamensku....ferðamenskan á að tengjast framleiðslu og framleyðni hvers byggðarlags ....vera viðbót við það sem fyrir er...Hvað sagði könnun eins virtasta fyrirtækis á sviði ferðamála í heiminum fyrir nokkrum dögum???? Jú Vestfirðir á Íslandi eru í 5 sæti yfir áhugaverðustu staði á jörðinni....ok þurfum við eitthvað að pæla meira í því???
Harpa...með góðri kveðju til þín og þynna í landi náms og tækifæra...og takk sérstaklega fyrir þitt comment:)
Kv. Þorgeir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31