Tenglar

3. mars 2017 | Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Sveinn á Svarfhóli tekinn við vefnum

Sveinn Ragnarsson.
Sveinn Ragnarsson.

Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal hefur tekið við sem vefstjóri Reykhólahrepps. Hann tekur við af Hlyni Þór Magnússyni sagnfræðingi sem sagði starfinu lausu í haust en hefur aðstoðað sveitarstjóra með vefinn allt til þessa dags.

 

Sveinn tekur við vef sem notið hefur vinsælda, þá sérstaklega fyrir vönduð vinnubrögð fyrrum vefstjóra.

 

Heima á Svarfhóli rekur Sveinn verkstæði. Hann er fyrrverandi sveitar-stjórnarmaður, fyrrverandi og núverandi göngugarpur og annálaður áhugaljósmyndari, allavega í heimabyggð og líka þó víðar væri leitað.

 

Eins og sést á fréttinni hér á undan er Sveinn þegar tekinn til starfa. Ég vænti þess að hann verði vefnum til sóma, enda skemmtilegur maður og vel máli farinn eins og hefð er fyrir á þessum vef.

 

Við óskum Sveini velgengni í nýju starfi. Þá eru Hlyni þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins á liðnum árum. Á tvennum tímamótum er honum óskað alls velfarnaðar. Hann verður sjötugur núna á sunnudaginn.

 

- Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31