Tenglar

3. ágúst 2012 |

Þetta vindur upp á sig

1 af 4

„Sumarið hefur verið mjög gott,“ segir Steinar Pálmason, sem rekur gistiheimilið Álftaland á Reykhólum. „Í júlímánuði vorum við með fullt inni nánast alla daga og á Reykhóladögunum um síðustu helgi voru hátt í tvö hundruð manns hjá okkur í gistingu, bæði í húsinu og á tjaldsvæðinu.“ Steinar segir að velgengni Reykhóladaga síðustu árin hafi leitt til þess að stöðugt fleira fólk komi á svæðið og nýti sér gistingu og þjónustu hjá honum og öðrum. „Þetta vindur upp á sig og sumir koma aftur og aftur og taka einhverja nýja með sér.“

 

Steinar veit um fólk sem kom núna á Reykhóladaga þriðja árið í röð.

 

Sjö ár eru síðan Steinar Pálmason keypti Álftaland. „Það hefur verið stígandi í aðsókninni jafnt og þétt allan tímann þó að það hafi ekki verið í neinum stökkum,“ segir hann.

 

„Aðalsmerkið hjá okkur er að bjóða bæði uppbúin rúm og svefnpokapláss í sömu herbergjum. Hérna getur fólk eldað sjálft. Það hefur mikið að segja bæði fyrir gestina og fyrir starfsmannahaldið hjá okkur.“

 

Síðan í fyrra er Steinar búinn að tvöfalda tjaldsvæðið við Álftaland (tjöld, húsbílar og allt það) eða um fjögur þúsund fermetra. „Það hefur ekki veitt af þeirri viðbót á toppunum í sumar.“

 

 31.05.2011 Gistiheimilið Álftaland: Gott verður betra

 31.07.2012 Glæsiþyrla í útsýnisflugi á Reykhólum

 

 Álftaland - gistihús í sveit

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30