Tenglar

23. janúar 2011 |

Þorrablótsannáll Reykhólahrepps 2011

Ein afleiðing mildrar veðráttu er mikill músagangur. Verstur var hann á Skáldstöðum. Húsið fylltist af músum. Engu breytti þó allt væri lokað, þær fóru gegnum heila veggi og hversu mörgum sem Ebbi náði komu „nýir hópar í skörðin“. Allt var reynt og lausnin fannst á endanum: Ebbi meig hringinn í kringum húsið. „Ég komst nú ekki allan hringinn í einni ferð“, sagði hann aðspurður.

 

Ofanritað er úr annál Reykhólahrepps um nýliðið þorrablótsár. Að þessu sinni samdi Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum annálinn og flutti hann á blótinu á Reykhólum í gærkvöldi.

 

Annálinn í heild má lesa undir Gamanmál í valmyndinni hér vinstra megin. Þar er líka nokkra eldri annála að finna.

 

Þeir sem vita um fleiri eldri annála sem kunna að hafa varðveist eru eindregið beðnir um að koma þeim á framfæri til birtingar. Þegar frá líður eru þessir annálar ekki aðeins gamanmál heldur líka til upprifjunar á ýmsu í mannlífinu í héraðinu.

 
Þorrablótsnefndin þakkar öllum þeim sem komu að vinnunni kringum blótið fyrir vel unnin störf. Sérstaklega vill nefndin þakka Friðrik Smára Mánasyni tæknimanni fyrir ómetanlega hjálp.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31