Tenglar

12. mars 2011 |

Um vafasama hagræðingu í mjólkuriðnaði

„Miklar breytingar hafa átt sér stað í innlendum mjólkuriðnaði á síðustu árum“, segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason í grein sem hann sendi vefnum til birtingar. „Undirritaður er sennilega ekki einn um það að finnast ýmsar þær breytingar sem ráðist hefur verið í hjá MS einkennilegar á köflum.“ Líka segir Eyjólfur Ingvi: „Einn partur af skipulagsbreytingunum sem nú standa yfir eru breytingar á mjólkursöfnun hjá bændum á dreifbýlli svæðum skv. heimasíðu Auðhumlu, sem er móðurfélag MS. Mér skilst að breytingarnar séu oft á tíðum gerðar án samráðs við bændur og reynda bílstjóra félagsins. Það eru óásættanleg vinnubrögð.“

 

Eyjólfur Ingvi er Dalamaður og núna í framhaldsnámi við háskólann í Ási í Noregi. Undanfarin sex ár hefur hann unnið sem afleysingamaður hjá starfsstöð MS í Búðardal við mjólkursöfnun og dreifingu mjólkurvara í verslanir. „Ég þekki því til á starfssvæði félagsins á norðvesturhluta landsins“, segir hann.

 

Grein Eyjólfs Ingva í heild er að finna undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30