Tenglar

5. desember 2011 |

Upptökuvél keypt fyrir skóla og áhugasamtök

Rebekka gjaldkeri, Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri sem veitti tækjunum viðtöku á hátíðinni og Eyvindur ritari.
Rebekka gjaldkeri, Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri sem veitti tækjunum viðtöku á hátíðinni og Eyvindur ritari.

Á fullveldishátíð Reykhólaskóla fyrir helgina afhenti foreldrafélag skólans, með stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka, skólanum til afnota og varðveislu Sony-upptökuvél ásamt aukabúnaði, samtals að verðmæti kr. 147.000. Fyrirspurn hvort möguleiki væri á þessu barst félaginu í haust og brást stjórn þess við og sendi fyrirtækjum og félagasamtökum á svæðinu beiðni um stuðning. Nokkur árangur varð af því en ennþá er hægt að styðja þetta mál með því að leggja inn á reikning félagsins, 0153-15-310153, kt. 590673-0489.

 

Foreldrafélag Reykhólaskóla þakkar þeim innilega sem hafa styrkt þetta framtak. Tækin nýtast bæði grunnskólanum og leikskólanum í starfi og leik. Áhugasamtök á svæðinu hafa einnig aðgang að þeim.

 

Stjórn Foreldrafélags Reykhólaskóla skipa Ebba Gunnarsdóttir á Bakka, formaður, Rebekka Eiríksdóttir á Stað, gjaldkeri, og Eyvindur Magnússon á Reykhólum, ritari.

 

Athugasemdir

Ólafía Sig, mnudagur 05 desember kl: 22:52

Frábært framlag hjá foreldrafélagi Reykhólaskóla, félagasamtökum og fyrirtækjum í Reykhólahrepp.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31