Tenglar

6. október 2011 |

Vatnavinir Vestfjarða hlutu hvatningarverðlaunin í ár

Úr lauginni í Djúpadal í Gufudalssveit í Reykhólahreppi.
Úr lauginni í Djúpadal í Gufudalssveit í Reykhólahreppi.

Vatnavinir Vestfjarða, sem eru samstarfshópur í heilsutengdri ferðaþjónustu, hlutu hvatningarverðlaun ráðherra ferðamála í ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, sem jafnframt hefur ferðamál á sinni könnu, afhenti verðlaunin á Ferðamálaþingi á Ísafirði í dag. Vatnavinir eru ímyndarverkefni á landsvísu en byrjaði á Vestfjörðum fyrir þremur árum. Á vefsíðu Vatnavina Vestfjarða er fjallað (á ensku) um ellefu laugar og böð af ýmsu tagi, þar á meðal Djúpadalslaug og þaraböðin á Reykhólum.

 

Innan Vatnavina Vestfjarða vinna saman ferðaþjónar, stjórnsýsla og áhugafólk á Vestfjörðum í nánu samstarfi með Vatnavinum og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, sem hlúð hafa að framgangi verkefnisins. Markmiðið er að þróa vestfirskt aðdráttarafl á heimsvísu tengt náttúru, heilsu, baðmenningu og vatni og auka þannig verðmætasköpun innan svæðisins. Sjór, vatn og jarðvarmi eru mikilvæg aðdráttaröfl fyrir ferðamenn sem njóta heitra lauga í leit að nýrri og ógleymanlegri upplifun. Vatnavinir Vestfjarða hvetja til sjálfbærrar nýtingar náttúrulauga á Vestfjörðum og vilja þróa nýjungar í heilsuþjónustu sem stuðla að fjölgun ferðamanna á Vestfjörðum.

 

Vatnavinir Vestfjarða

Vatnavinir

 

20.11.2009  Verða Vestfirðir paradís náttúrulauga?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30