Tenglar

2. apríl 2011 |

Vegurinn um Reykhólahrepp í gabbfrétt

Þjóðvegurinn í Kjálkafirði.
Þjóðvegurinn í Kjálkafirði.
Þjóðvegurinn um Austur-Barðastrandarsýslu kom við sögu í einni af gabbfréttunum 1. apríl. Fréttavefurinn bb.is á Ísafirði sagði að Vestfirðir væru ekki lengur á lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu áfangastaði heims eftir að hafa komist á hann á síðasta ári. Fréttin var skrifuð í samvinnu við Gústaf Gústafsson, forstöðumann Markaðsstofu Vestfjarða, sem kvaðst hafa leitað skýringa. Hann sagði að Vestfirðir hefðu verið teknir af listanum vegna kvartana ferðafólks eftir að hafa ekið þessa leið.

 

„Mér skilst að Lonely Planet geti ekki tekið ábyrgð á því að fólk leggi sjálft sig og ökutæki í hættu á grundvelli ráðlegginga fyrirtækisins. Þetta er því sjálfsagt tryggingamál í þeirra huga. Vegurinn er einfaldlega ekki almennum ferðamönnum bjóðandi. Þeir munu þó áfram mæla með Vestfjörðum en þá eingöngu sem áfangastað fyrir ævintýrafólk sem kallar ekki allt ömmu sína“, segir Gústaf í fréttinni.

 

Hvað sem Lonely Planet líður munu ummæli Gústafs um veginn standa óhögguð enn um sinn. Einhver gárunginn sagði, að í þessari gabbfrétt hefði enginn verið látinn „hlaupa“ apríl. Ef menn væru hins vegar að flýta sér mikið á leiðinni um vesturhluta Reykhólahrepps væri betra að hlaupa en aka.

En Vestfirðir eru enn á lista ferðavefjarins og mánaðarritsins Lonely Planet yfir áhugaverðustu áfangastaði í heimi - án nokkurra fyrirvara.

 

Meðfylgjandi mynd af veginum um Kjálkafjörð var tekin í fyrra. Þá var sagt frá því í fjölmiðlum, að líknarbelgur í bíl hefði sprungið út vegna djöfulgangsins á þessum vegi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30