Tenglar

8. maí 2011 |

Verða Vestfirðingar áberandi í Perlunni?

Flatey að baki og farið að kvölda.
Flatey að baki og farið að kvölda.
Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir öflugri ferðasýningu í Perlunni í Reykjavík dagana 20.-22. maí í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda. Markhópurinn er almenningur og ferðaskipuleggjendur. Markaðsstofa Vestfjarða býður öllum ferðaþjónum og sveitarfélögum á Vestfjörðum að fara suður þessa helgi og taka þátt í að kynna Vestfirði og þá fjölbreyttu flóru afþreyingar og náttúru sem finna má á svæðinu. Markaðsstofan mun leggja áherslu á að fá fulltrúa frá matvælaklasanum með á sýninguna til þess að kynna vestfirska matvælaframleiðslu. Þá er vonast til að menningarvitar fari einnig til að kynna menningarlífið á Vestfjörðum.

 

Þau fyrirtæki og sveitarfélög sem vilja taka þátt í sýningunni þurfa að skrá sig með tölvupósti hjá Millu, info@vesturferdir.is, við fyrsta tækifæri. „Við komum til með að setja básinn upp í sameiningu og skiptast á við kynninguna, en það fer alfarið eftir þátttöku og mætingu hvernig við röðum okkur á básinn“, segir Gústaf Gústafsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.

 

Myndin sem hér fylgir er tekin í ferð með Eyjasiglingu á Reykhólum út í Breiðafjarðareyjar. Flatey að baki eftir góðan göngutúr um eyjuna og veitingar á hótelinu. Áður hafði verið komið við í Skáleyjum og gengið þar um undir leiðsögn Björns Samúelssonar á Reykhólum.

 

Athugasemdir

Harpa Eiríksdóttir, sunnudagur 08 ma kl: 12:06

Þetta verður örugglega skemmtileg sýning og hef ég verið í sambandi við flesta ferðaþjónustuaðila í sveitinni til að hvetja þá til að taka þátt og allir hafa tekið vel í þetta.

þetta verður einnig í fyrsta sinn þar sem upplýsingabæklingurinn um Reykhólahrepp verður frammi til að kynna okkar frábæru sveit en hann er núna á lokastigi í hönnun.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30