Tenglar

24. nóvember 2012 |

„Verðhrun íbúðarhúsnæðis - algerlega óbætt“

„Þær skipta þúsundum, fjölskyldurnar í sjávarbyggðunum og sveitunum, sem hafa mátt þola milljóna og tugmilljóna króna tap undanfarna tvo áratugi vegna þess eins að hafa keypt eða byggt sér húsnæði á „röngum stöðum“ á landinu. Okkar tap er ekki minna en fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu, það er reyndar miklu meira, og ef það á að bæta tapið á einum stað, þá verður að gera það líka á hinum stöðunum. Það eiga allir að vera jafnir í þessu sem öðru.“

 

Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson í Bolungarvík, fyrrv. alþingismaður og fyrrum stjórnarformaður Byggðastofnunar, í grein sem hann sendi vefnum til birtingar undir ofangreindri fyrirsögn. Einnig segir hann: 

  • Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á Vestfjörðum er um 33 milljarðar króna. Að jafnaði má áætla að fasteignamatið sé aðeins um þriðjungur þess sem er í Reykjavík. Þá blasir við að tap Vestfirðinga er um 66 milljarðar króna. Þá þarf að athuga að húsnæði á Vestfjörðum er líklega að jafnaði eldra og leiðrétta þarf fyrir því, en ég hef ekki upplýsingar til þess að meta þá stærð og læt það því ógert.
  • Eignatap landsbyggðarfólks er mannanna verk, byggt á meðvituðum ákvörðunum um að gera sér mannamun eftir búsetu. Það sem stjórnmálaflokkarnir gera fyrir íbúðareigendur á einum stað verða þeir að gera líka á öðrum stöðum. Verðfall eigna og hækkun skulda í Reykjavík verður ekki bætt nema verðfall eigna á landsbyggðinni og hækkun skulda þeirra vegna verði bætt líka. Annað verður ekki lengur liðið. Það á ekki að skipta máli hvenær verðhrunið varð, það sem gerðist 2008 á höfuðborgarsvæðinu gerðist fyrr annar staðar og varð miklu alvarlegra verðhrun.
  • Allir eiga að fá sömu meðhöndlun. Við eigum að vera ein þjóð í landinu.

 

Grein Kristins í heild má finna hér og jafnframt undir Sjónarmið í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30