Tenglar

25. mars 2011 |

Vestfirsk ferðaskrifstofa með dreifðri eignaraðild?

Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtakanna.
Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtakanna.
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gert kauptilboð í meirihluta hlutafjár í ferðaskrifstofunni Vesturferðum á Ísafirði. Samkvæmt tilkynningu er ætlunin með kaupunum, ef af verður, að tryggja öfluga upplýsinga- og sölugátt með skilvirkri bókunarþjónustu sem allir ferðaþjónar í fjórðungnum hafi aðgang að. Hugmyndin er að opna stóran markað þar sem hægt verður að kaupa beint gistingu, afþreyingu, ferðapakka og annað sem vestfirsk ferðaþjónusta hefur að bjóða. „Eins og staðan er í dag, þá getur verið frekar flókið að átta sig á hvað er raunverulega í boði í fjórðungnum og skilaboð eru oft misvísandi“, segir í tilkynningunni.

 

Ferðamálasamtökin áforma að breið samstaða verði um eignarhald Vesturferða. Í því skyni mun öllum ferðaþjónum á svæðinu gefast kostur á kaupa hlut í skrifstofunni. Þannig mun öllum gefast kostur á að kaupa hluti upp á 50 þúsund til 500 þúsund krónur.

 

Áform Ferðamálasamtakanna er að nýta hagnað af bókunargjöldum til markaðssetningar alls fjórðungsins og stórauka þannig fjármagn til markaðsstarfs fyrir svæðið. Stefnt verður að því að breyta nafninu Vesturferðir / West Tours og nota frekar heiti sem gefur skýrt til kynna á hvaða svæði á Íslandi ferðaskrifstofan starfar, að því er fram kemur í tilkynningu samtakanna til félagsmanna sinna.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30