Tenglar

22. febrúar 2012 |

Vilja að ríkið styðji áfram veiðar á ref og mink

Tófa með eyrnamerki í Hornvík á Hornströndum. Ljósm. Bengt Westman / vefur Melrakkaseturs.
Tófa með eyrnamerki í Hornvík á Hornströndum. Ljósm. Bengt Westman / vefur Melrakkaseturs.

Full ástæða er til þess að halda áfram stuðningi ríkisins við refa- og minkaveiðar, að mati þingmannanna Einars K. Guðfinnssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Málið var rætt á Alþingi í síðustu viku, en stjórnvöld hafa fellt niður ríkisframlag til niðurgreiðslu á kostnaði við refaveiðar. Einar sagði ljóst að mikil fjölgun refa hafi haft veruleg áhrif á lífríkið, meðal annars fuglalífið. Hann spurði jafnframt Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra hvort ekki ætti að fylgja eftir þeirri stefnu stjórnvalda, að dregið yrði úr tjóni af völdum refs, og taldi að það verði ekki gert nema m.a. með veiði. Ráðherra svaraði því til að það væri stefna yfirvalda að draga úr tjóni af völdum refs en ekki að útrýma honum.

 

Sigmundur Ernir benti á, að fámenn sveitarfélög ættu erfitt um vik í þessum efnum og spurði hvort ríkið vilji koma þessum málaflokki í hendur sveitarfélaganna. Svandís svaraði að ábyrgð á fækkun refs og minks væri á höndum sveitarfélaga samkvæmt núgildandi lögum. Það kæmi samt, að hennar mati, vel til greina að efla stöðu og hlutverk sveitarfélaganna í þessum málum. Hún taldi þó æskilegt að ríkið hafi heildaryfirlit yfir stofnstærð refa og minka á landinu og veiðar á þeim.

 

Í því sambandi benti Svandís á rannsóknir dr. Páls heitins Hersteinssonar og það sem hún nefndi vaxandi hlutverk Melrakkasetursins í Súðavík. Taldi hún setrið skipti miklu máli, bæði frá byggðasjónarmiði og ekki síður vegna staðsetningar í grennd við helstu refaslóðir landsins, til að auka þekkingu á íslenska refastofninum.

 

Melrakkasetrið í Súðavík

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31