Tenglar

24. mars 2011 |

Vill að grenjavinnslu verði haldið áfram

Refur í vestfirskri náttúru. Ljósmynd: Rúnar Óli Karlsson.
Refur í vestfirskri náttúru. Ljósmynd: Rúnar Óli Karlsson.
„Refastofninn hefur augljóslega stækkað mikið síðustu ár þrátt fyrir að töluverð vinna sé lögð í að halda stofninum í skefjum. Það er alveg ljóst að ef grenjavinnsla leggst af verður gríðarleg sprenging í fjölgun refa með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir náttúruna. Menn hafa í aldaraðir haldið þessu í jafnvægi og mikilvægt er að þessu starfi sé haldið áfram“, segir Guðmundur Steinar Björgmundsson, bóndi á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði.

 

„Það eru ekki eingöngu hagsmunir bænda sem skipta hér máli. Innan bæjarmarka Ísafjarðarbæjar er eitt stærsta æðavarp heimsins og mikil fjölgun refa myndi hafa í för með sér mikið fjárhagslegt tjón fyrir þessa atvinnustarfsemi. Þá er fjölskrúðugt fuglalíf ekki eingöngu skemmtileg prýði heldur felast í því sóknarfæri í ferðaþjónustu.“

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30