Tenglar

8. nóvember 2012 |

Villibráðarkvöldin: Farið að sneyðast um gistipláss

Jón Gnarr Kristinsson (ættaður úr héraðinu), Árni hótelstjóri og Pétur Jóhann Sigfússon í Bjarkalundi fyrir nokkrum árum. Mynd © Hlynur Þór.
Jón Gnarr Kristinsson (ættaður úr héraðinu), Árni hótelstjóri og Pétur Jóhann Sigfússon í Bjarkalundi fyrir nokkrum árum. Mynd © Hlynur Þór.

Kolbrún hótelstýra í Bjarkalundi vill minna fólk á að panta borð á jóla- og villibráðarhlaðborðunum sem fyrst. Þó vill hún enn frekar minna þá sem vilja líka gistingu á að panta hana sem allra fyrst því að þar er farið að sneyðast um pláss. Veislustjóri verður Pétur Jóhann Sigfússon leikari (Jásæll) en dúóið Bóbó og Tryggvi úr Keflavík sér um músíkina. Matseðillinn er tilbúinn í stórum dráttum þó að þar sé raunar ekki allt upp talið.

 

 Matseðilinn má skoða hér

 

Hlaðborðin í Bjarkalundi verða þrisvar að þessu sinni eins og í fyrra en nokkur ár þar á undan voru þau tvisvar hverju sinni. Núna verða þau laugardagskvöldin 17. og 24. nóvember og 1. desember.

 

Kolbrún kveðst ánægð með pantanirnar og segir að þar sé mikið um fólk utan héraðsins, ekki síst að sunnan. Þess má geta, að ekki eru nema um 215 km frá Reykjavík og vestur í Bjarkalund. Af Vestfjarðakjálkanum eru pantanir allt norðan frá Ísafjarðardjúpi en þó yfirleitt með fyrirvara um færðina og veðrið, segir hún.

 

Verðið á hlaðborðið og skemmtunina er kr. 7.900. Pakkaverð fyrir hlaðborð og skemmtun og síðan gistingu og morgunmat er kr. 14.900. Pantanir í síma 894 1295.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31