Tenglar

17. desember 2011 |

Viltu læra að búa til konfekt?

Belgískt konfekt er heimsfrægt. Myndin lýsir ekki endilega því sem gert verður á námskeiðinu.
Belgískt konfekt er heimsfrægt. Myndin lýsir ekki endilega því sem gert verður á námskeiðinu.

Enn eru örfá pláss laus á námskeið í konfektgerð, sem haldið verður í félagsheimilinu á Hólmavík á mánudagskvöld. Það hefst klukkan 18 og stendur um þrjá tíma. Þar kynnast þátttakendur leyndardómum konfektgerðar, læra að gera 3-4 mismunandi konfektmola og taka afraksturinn með sér heim. Leiðbeinandi er Halldór Karl Valsson matreiðslumeistari í Bolungarvík, sínum heimabæ. Halldór Karl varð Norðurlandameistari í matreiðslu árið 2004 og hefur starfað bæði á Hótel Holti og Hótel Ísafirði.

 

Námskeiðið kostar 10 þúsund krónur. Allur efniskostnaður er innifalinn í verði. Þess má geta að námskeiðsgjald er innheimt með greiðsluseðli sem kemur til greiðslu í janúar.

 

Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Stínu verkefnastjóra Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ströndum í síma 867 3164 í síðasta lagi kl. tíu á mánudagsmorgun.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30