Tenglar

2. júní 2012 |

„... í hæsta máta ósvífið af Landsbankanum“

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

„Ég geri ekki ráð fyrir að það starfsfólk sem samdi þetta bréf sé á Patreksfirði, því þar vita þau ósköp vel að leið mín liggur ekki þangað að sækja þjónustu þó þar sé sjálfsagt hið besta starfsfólk. Bæði er vegalengdin yfir 200 km aðra leið, þannig að ég þyrfti á fimmta hundrað km að aka til að sækja þessa þjónustu, og auk þess eru þarna yfir 50 ára gamlir fjallvegir sem verða ófærir að vetrarlagi og um eyðibyggðir að aka þar sem ekki er völ á aðstoð, komi eitthvað fyrir. Mér finnst því í hæsta máta ósvífið af Landsbankanum að bjóða mér persónulega þjónustu á Patreksfirði.“

 

Þannig kemst Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II í Reykhólasveit, fyrrv. alþingismaður og fyrrv. sveitarstjóri, nú formaður Landssambands eldri borgara, að orði í „Opnu bréfi til bankastjóra Landsbankans“ sem hún sendi vefnum til birtingar. Opna bréfið skrifar hún í tilefni bréfs frá Landsbankanum, sem henni barst í gær, en þar var henni tilkynnt sem viðskiptavini bankans að útibúi hans í Reykhólahreppi myndi verða lokað um síðustu mánaðamót.

 

Einnig segir Jóna Valgerður:

 

Þessar aðgerðir eru sem blaut tuska í andlit þeirra sem verið hafa viðskiptavinir bankans í áratugi og framkoman við starfsfólkið sem fékk að vita þetta 30 mínútum áður en það fór í fjölmiðla er með eindæmum kaldranaleg.

 

Ennfremur:

 

Ég mun að sjálfsögðu flytja öll mín viðskipti og þeirra fyrirtækja og félaga sem ég hef umsjón með til annarra fjármálastofnana, og það er ég viss um að fleiri í sveitarfélaginu munu gera.

 

Bréf Jónu Valgerðar til bankastjórans er að finna í heild undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin og líka hér.

 

Athugasemdir

Solla Magg, sunnudagur 03 jn kl: 17:38

Það er einkennilegt að þetta skuli svo vera kallað Landsbanki allra landsmanna,ég held að þeir ættu að hugleiða það hvaða landsmenn þeir eru að tala um .

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30