Tenglar

15. nóvember 2018 | Sveinn Ragnarsson

Að fá rýting í bakið

Jóhannes Haraldsson
Jóhannes Haraldsson

 Þó ég búi ekki lengur í Reykhólahreppi en sé þar bara alltaf, þá líður mér þannig að ég verði að biðjast afsökunar. Verst að ég veit varla á hverju eða fyrir hönd hvers. Framkoman við nágranna og samherja nú upp á síðkastið er slík að engu tali tekur.


Eftir 15 ára baráttu við kerfið og utanaðkomandi andstöðu er ein leið tilbúin til framkvæmda. Leiðin sem meðal annara hreppsnefndir Reykhólahrepps hafa barist fyrir öll þessi 15 ár, á öllum vígstöðvum. Allt er rannsakað í þaula, ekkert finnst sem snertir náttúruna og ætti að valda því að óverjandi sé að hefja framkvæmdir. Skóræktarfélögin sjá enga ástæðu til að leggjast gegn lagningu vegar um vestanverðan Þorskafjörð, búið er að rannsaka botndýralíf í Djúpafirði og Gufufirði, og búið er að vefja ofan af mistökum Jónínu Bjartmars að nota orðið „umferðaröryggi“, o.s.fr, o.s.fr.


Ferðin var barátta sem hafðist vegna samstöðu, barátta við utanaðkomandi andstöðu. En svo er ekki lengur. Nú þýðir ekkert framar að ergja sig á höfuðborgarbúum sem berjast gegn innviðauppbyggingu í samfélögum annara á meðan þeir drulla yfir alla náttúru í sínu nærumhverfi.


 Ég get rétt ímyndað mér hvernig íbúum vestan Klettsháls líður. Hvernig ætli okkur íbúum Reykhólahrepps hefði liðið á sínum tíma ef Vegagerðin hefði beðið í startholunum með að hefja framkvæmdir við Gilsfjarðarbrú, en hreppsnefnd Saurbæjarhrepps hefði þá allt í einu stoppað málið af vegna þess að einhverjum fannst Kaldraninn of merkilegur til að leggja um hann veg? Hefði farið út í að láta kanna aðrar leiðir eftir að hafa sjálfir tekið þátt í 10 ára undirbúningi vegar á núverandi stað?


 Hefði skyndilega komist að þeirri niðurstöðu að betra væri fyrir sveitarfélagið Saurbæjarhrepp að fá veg inn í Ólafsdal og brúna þar yfir, og viljað hefja undirbúning aftur frá grunni? Ætli við hefðum þá fagnað 20 ára afmæli Gilsfjarðarbrúar fyrir nokkrum vikum.

 Ætli málið hefði þá ekki verið tekið upp á vettvangi Fjórðungsambands Vestfirðinga, leitað stuðnings nágranna, reynt að auka á slagkraftinn í baráttunni.


Þið fyrirgefið, en ég skammast mín.


 Ég vil allavega koma á framfæri afsökunarbeiðni fyrir mína hönd, þó mig gruni að margir hugsi það sama.


Virðingafyllst


Jóhannes Haraldsson

 

  

Athugasemdir

Jón B G Jonsson, fimmtudagur 15 nvember kl: 21:30

Takk fyrir! Vonandi lætur fleira Reykholafólk i sér heyra. Við getum hreinlega ekki stoppað þessa vegaframkvæmd núna.

Kristján Þór Ebenezersson, fimmtudagur 15 nvember kl: 22:41

Góð grein hjá Jóa.
Í Reykhólahrepp er ekki nein sátt eða samstaða
um R leið. Sveitarstjórn er í furðulegri krossferð sem
við getum ekki annað en beðið nágranna okkar
afsökunar á.

Rúnar G., fimmtudagur 15 nvember kl: 23:20

Takk fyrir þetta Jóhannes.
Það er þyngra en tárum taki að loks þegar hyllir undir farsæla lausn í málinu að fáeinir aðilar í Reykhólahreppi skuli taka nágranna sína í gíslingu. Verst er auðvitað að þetta eru nágrannarrnir en ekki vondu lopatreflarnir úr 101 sem samkvæmt kenningunni skilja ekkert hvað landsbyggðarfólk gengur í gegnum í sínu daglega lífi.
Ég efast reyndar ekki í eitt augnablik að Jóhannes á sér marga skoðunarbræður í hreppnum.

Karl Kristjánsson, fstudagur 16 nvember kl: 08:14

Er það virkilega þannig að menn hafa ekkert lært af nýlegum úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála sem feldi úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækja fyrir vestan, ekki einu sinni sveitarstjórnarfulltrúar á suðurfjörðunum, eru menn virkilega að fara fram á það við sveitarstjórn Reykhólahrepps að fara ekki að lögum við aðalskipulagsbreytingu og útgáfu framkvæmdaleyfis, vinna þannig að málinu að framkvæmdaleyfið verði ógilt af úrskurðarnefndinni eftir 1-1/2 ár. Sveitarfélagið á enga kosti aðra en fara í þessa valkostagreiningu vegna þess að úttekt Vegagerðarinnar á R-leiðinni sem hún hefur haft í vinnslu í allt sumar er svo hlutdræg og illa unnin að það er ekki hægt að nota hana sem grunn að ákvarðanatöku. Það er óútskýrður miljarða munur á kostnaðarmati Vegagerðarinnar og Multiconsult á R-leiðinni. Stjórnsýslulögin 10.gr. leggja þá skyldu á kjörna fulltrúa að upplýsa mál fyrir ákvarðanatöku, ákvörðun þarf að byggja á lögmætum, trúverðugum og traustum grunni. Þess vegna er nauðsynlegt að fá botn í kostnaðarmuninn og eins vafasamar fullyrðingar Vegagerðarinnar um umferðaröryggi og umhverfisþætti á R-leiðinni.
Það er ekki hægt Jói að nálgast þetta mál eins og niðurstaða Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum sé ekki fyrir hendi og nátúruverndarlög séu ekki til. R-leiðin kemur þéttbýlinu á Reykhólum í alfaraleið og er sáttaleið milli sjónarmiða umhverfisverndar og vegagerðar, hún fer að stærstum hluta um núverandi vegstæði meðan Þ-H leiðin fer öll um land þar sem ekki er vegur fyrir og raskar vistkerfum sem njóta sérstakrar verndar samkv. 61.gr. náttúruverndarlaganna margfallt meira en R-leiðin gerir. Vonandi láta menn ekki gengdarlausan áróður fyrir Teigskógsleiðinni, sem mér finnst orðið stappa nærri lýðskrumi og múgsefjun, slá riki í augun á sér.

Arnar Guðmundsson, fstudagur 16 nvember kl: 08:43

Takk fyrir þetta innlegg.
Það er hlálegt við þessa stöðu sem upp er komin að sveitarstjórnin virðist grípa fegins hendi fjarstýringu úr Reykjavík, Skipulagsstofnun. Einhverjir telja að það geti verið svo gott fyrir sjoppurekstur á Reykhólum að fara R-leiðina. Önnur sjoppa er í sama sveitarfélagi sem þá missir bissnissinn, Bjarkalundi.
Það sem virðist týnt og gleymt í öllu þessu er að fyrirhugaðar vegabætur, í hillingarsýn, eru til að bæta samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og suðursvæðisins en ekki til að styrkja sjoppurekstur á Reykhólum. Og í framtíðinni munu Vestfirðingar, allt norður til Bolungarvíkur nota þessa leið, ef af henni þá verður.
Það er sorglegt að samgöngubætur til handa Vestfirðingum séu farnar að snúast um hvað gagnast Reykhólingum í þeim efnum.
Ef Reykhólingar velja R-leiðina, eru þeir að panta veg fyrir sig, ekki Vestfirðinga, veg sem er sjö kílómetrum lengri en Þ-H leiðin, veg sem mun kalla á nokkurra ára bið til viðbótar. Ég á erfitt með að sjá að Vestfirðingar þakki þann gjörning með stoppi í sjoppu á Reykhólum.
Það er skrýtin tilfinning, eftir allt það traust og trú sem ég hef haft á því að ákvörðunarvald færi til dreifbýlisstaðarins Reykhóla, svæðis sem hefur áþreifanlegan skilning á samgöngubótum, að þeir skuli nú verða ógn Vestfjarða.

Elías, fstudagur 16 nvember kl: 11:42

Já það er rétt hjá honum að biðjast afsökunar á þessari arfavitlausu grein.

Johannes Haraldsson, fstudagur 16 nvember kl: 21:09

Þar sem ég hef ekki tíma til að rökræða á lyklaborðið sem stendur held ég sé ekki úr vegi að setja hér inn með einu léttu Copy/Paste 61. grein umhverfislaga. Mér sýnast þá fleiri svæði njóta sérstakrar verndar samkvæmt sömu málsgrein, en birkiskógar.

[61. gr.]1) Sérstök vernd tiltekinna vistkerfa og jarðminja.
Eftirtalin vistkerfi njóta sérstakrar verndar í samræmi við markmið 2. gr., sbr. og c-lið 3. gr.:
a. votlendi, svo sem hallamýrar, flóar, flæðimýrar, rústamýrar, [20.000 m 2] 1) að flatarmáli eða stærri, stöðuvötn og tjarnir, 1.000 m 2 að flatarmáli eða stærri, og sjávarfitjar og leirur,
b. [sérstæðir eða vistfræðilega mikilvægir birkiskógar og leifar þeirra þar sem eru m.a. gömul tré]. 1)
Eftirtaldar jarðminjar njóta sérstakrar verndar í samræmi við markmið 3. gr.:
a. eldvörp, eldhraun, gervigígar og hraunhellar sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma,
b. [fossar og nánasta umhverfi þeirra að því leyti að sýn að þeim spillist ekki, hverir og aðrar heitar uppsprettur ásamt lífríki sem tengist þeim og virkri ummyndun og útfellingum, þar á meðal hrúðri og hrúðurbreiðum], 1)
c. … 1)
[Forðast ber að raska vistkerfum og jarðminjum sem taldar eru upp í 1. og 2. mgr. nema brýna nauðsyn beri til.] 1) Skylt er að afla framkvæmdaleyfis, eða eftir atvikum byggingarleyfis, sbr. skipulagslög og lög um mannvirki, vegna framkvæmda sem hafa í för með sér slíka röskun. Áður en leyfi er veitt skal leyfisveitandi leita umsagnar [Umhverfisstofnunar] 1) og viðkomandi náttúruverndarnefndar nema fyrir liggi staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag þar sem umsagnir skv. 1. og 2. mgr. 68. gr. liggja fyrir. … 1)
Við mat á leyfisumsókn skal líta til verndarmarkmiða 2. og 3. gr. og jafnframt huga að mikilvægi minjanna og sérstöðu í íslensku og alþjóðlegu samhengi.
Ákveði leyfisveitandi að heimila framkvæmd skal hann rökstyðja þá ákvörðun sérstaklega fari hún í bága við [umsagnir] 1) umsagnaraðila. Heimilt er að binda leyfi skilyrðum sem þykja nauðsynleg til að draga úr áhrifum framkvæmdarinnar á þau náttúrufyrirbæri sem verða fyrir röskun.
Senda skal … 1) Umhverfisstofnun afrit af útgefnu leyfi.
Náttúrufræðistofnun Íslands skal halda skrár yfir náttúrufyrirbæri sem talin eru upp í 1. og 2. mgr. önnur en birkiskóga en [Skógræktin] 2) heldur skrá yfir þá. [Stofnanirnar skulu birta skrárnar, auk þess sem þær eru birtar sem viðauki við náttúruminjaskrá.] 1)
1)L. 109/2015, 28. gr. 2)L. 60/2016, 19. gr.

Sveinn Johannesson, fstudagur 16 nvember kl: 21:16

Mál til afgreiðslu

1. 1708019 - Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006 - 2018 vegna vegagerðar um
Vestfjarðarveg 60.
Ákvörðun um leiðarval í aðalskipulagstillögu, niðurstaða samanburðar.
Sveitarfélagið hefur við vandlega skoðun ákveðið að velja leið Þ-H inn á tillögu að breytingu á
aðalskipulagi sveitarfélagsins. Leitað hefur verið leiða til að draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð
umhverfisáhrif leiðar Þ-H, kannað ítarlega hvort unnt sé að draga úr kostnaði við leið D2 og auka
umferðaröryggi þeirrar leiðar til að hún verði a.m.k. sambærileg og leið Þ-H og skoðað
mismunandi útfærslur valkosta. Aflað hefur verið nýrra gagna til að draga úr óvissu um áhrif á
umhverfið og upplýsa betur um samfélagsáhrif tímasetninga samgöngubóta. Jafnframt hefur
verið litið til þeirra athugasemda, umsagna og ábendinga sem komu fram á kynningartíma
vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Reykhólahreppur telur ljóst að leið Þ-H hafi umfangsmeiri neikvæð umhverfisáhrif í för með sér en
leið D2. Hins vegar hafi hún jákvæðari samfélagsáhrif og bætir samgöngur og eykur
umferðaröryggi meira en leið D2. Þá er verulegur munur á kostnaði þessara framkvæmdakosta,
sem er slíkur að hann er líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningar samgöngubóta.
Sveitarfélagið telur brýna þörf fyrir samgöngubætur, sem felst í auknu umferðaröryggi, aukinni
greiðfærni og styttingu leiða. Sú þörf taki til mun fleiri hagsmuna en Reykhólahrepps eingöngu,
þar sem hagsmunir ná til allra Vestfjarða. Óásættanleg bið hefur verið á samgöngubótum.
Upplýsingar frá yfirvöldum um að leið D2, sem hefur minni umhverfisáhrif í för með sér, geti orðið
til þess að seinka framkvæmdum enn frekar, geri það að verkum að Reykhólahreppur telur að
hagsmunir samfélagsins vegna bættra samgangna séu meiri en þau neikvæðu umhverfisáhrif sem
þau hafi í för með sér.
Að teknu tilliti til samfélagsáhrifa, umhverfisáhrifa, samgöngubóta, tímasetninga,
mótvægisaðgerða og vöktunar leggur sveitarfélagið til að setja leið Þ-H í aðalskipulag
sveitarfélagsins með ákveðnum skilmálum.
Við samanburð valkosta um veglínu Vestfjarðavegar í Reykhólahreppi hefur sveitarstjórn litið til
fyrirliggjandi gagna, markmiða og efnisgreina náttúruverndarlaga, ítarlegri rannsókna á
botndýralíf, straum- og rofi, fiskungviði, samfélagsáhrifum, viðbragða Vegagerðarinnar við
spurningum sveitarfélagsins og umsagna og ábendinga hagsmunaaðila, landeiganda og annarra
við aðalskipulagsgögn. Reykhólahreppur mun leggja fram ítarlega skilmála í tillögu að
aðalskipu2. 1708019 - Breyting á aðalskiplagi Reykhólahrepps 2006 - 2018 vegna vegagerðar á
Vestfjarðarvegi 60, skipulagstillaga og efnistökuáætlun.

KK lagði fram eftirfarandi tillögu;
Legg til að afgreiðslu á tillögu að breytingum á aðalskipulagi Reykhólahrepps verði frestað og
fengin verði óháð verkfræðistofa, helst erlend, til að meta og fara yfir valkosti í vegagerð í
Gufudalssveit. Ekki hafa verið fengnir hlutlausir óháðir fagaðilar til að meta hvort draga megi
úr kostnaði og auka umferðaöryggi jarðgangaleiðar undir Hjallaháls t.d. með styttri göngum
og breyttri veglínu í vestanverðum Djúpafirði, eingöngu hefur verið stuðst við upplýsingar frá
framkvæmdaaðila sem vill og ætlar sér að fara leið Þ-H. Einnig liggur fyrir undirskriftarlisti frá
íbúum þar sem farið er fram á að könnuð verði enn frekar leið sem tengir Reykhóla betur við
Vestfjarðaveg 60.
lagi til að tryggja að umhverfisáhrifin verði ekki meiri en nauðsyn er.
2. Skipulags - húsnæðis- og hafnarnefnd 9. apríl 2018.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

2.1 1708019 - Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 vegna vegagerðar á
Vestfjarðarvegi (60).

Sveitarstjórn samþykkir að láta gera óháð mat, eins og fram kemur í bókun skipulagsnefndar, það
verði þó ekki til þess að fresta skipulagsvinnunni, heldur vinnist matið samhliða. Samþykkt með
þremur atkvæðum VÞ, KK og ÁBG gegn tveimur atkvæðum ÁMG og SRB.
ÁMG og SRB vildu láta bóka eftirfarandi.
Það vekur furðu að formaður skipulagsnefndar leggi fram tillögu um öflun frekari gagna á þessum
tímapunkti, eftir að hafa haft málið í nefndinni undanfarna mánuði og eftir að sveitarstjórn hefur
tekið ákvörðun um að velja leið Þ-H.
8. 1710055 - Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006 - 2018, vegna Vestfjarðarvegar 60,
fjármögnun óháðrar rýni.

Fram er lögð tillaga um aukafjárveitingu á fjárhagsáætlun 2018 til verkefnisins kr. 1,2 millj.
Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur SRB og JÖE.
JÖE lét bóka eftirfarandi.
26
Ég harma að þessi óháða úttekt komi eftir hið opinbera ferli á aðalskipulagsbreytingu.
Forsvarsmönnum úttektarinnar átti að vera ljóst mun fyrr í ferlinu að gögn framkvæmdaraðila
væru ófullnægjandi og fara af stað með óháð mat um leið og það lá fyrir. Hafi einkaaðili áhuga á
að láta gera óháð mat, er þeim það heimilt. Einnig er sveitarfélaginu heimilt og jafnvel skylt að
láta gera slíkt mat en að fara í slíka framkvæmd með einkaaðila, getur skapað tortryggni. Á þeim
forsendum get ég ekki samþykkt.


Þetta er samantekt úr fundargerðum hreppsnefndar og skipulagsnefndar
Þarna sést að það er einn maður sem að stendur fyrir þessu
Fyrir hverra hagsmuna er hann að vinna?
Takið eftir að eftir að hreppsnefn hefur samþykkt ÞH leiðina fer hann bakdyramegin í gegnum skipulagsnefnd til að fá hlutlaust mat.
Er það hlutlaust mat þegar fenginn er aðili valin af vinum hans og þei meiga ekki skoða kosti ÞH leiðar heldur að finna eitthvað annað
Þess má geta að þetta átti ekki að kosta hreppinn neitt.
Er engin skítalikt af þessu

Johannes Haraldsson, laugardagur 17 nvember kl: 11:46

Karl Kristjánsson. Ekki hef ég lagt það í vana minn að hvetja fólk til lögbrota og seint mun ég taka upp varnir fyrir Vegagerðina, eins og vinnubrögðin hafa verið þar gegnum tíðina. Líklega var það barnaskapur í okkur báðu að halda að þeir tækju Multiconsult tillögurnar til raunverulegrar athugunnar. Þeirri skoðun deilum við þó allavega. Ég hef að auki alla tíð sagt að mér er nákvæmlega sama hvar framtíðarvegur til sunnanverðra Vestfjarða komi til með að liggja. Ef búið væri að eyða 15 árum í rannsaka, hanna og aðlaga veg í R leiðar vegstæði, þá væri ég nú að nota lyklaborðið til að skammast í Kristjáni Ebba í stað þess að skammast í þér. Ég tek því ummæli um lýðskrum og múgsefjun ekki til mín, enda ekki hörundsár maður.
En málið er ekki svona. Í einn og hálfan áratug er búið að valkostagreina leiðir fyrir veg um Gufudalssveit og ef Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál fellir ákvörðun ykkar úr gildi á sömu rökum og eldisleyfi fiskeldisfyrirtækjanna, þá held ég að tími sé kominn til að biðja guðina að blessa ísland, aftur. Landakortið hefur í tíu ár verið svo út tússað af hugsanlegum leiðum að helst líkist jólatré á aðfangadagskvöldi, þar sem börnin hafa mist sig helst til mikið í músastigaskreytingunum.
Ef ég hef ekki misskilið mikið þá veit ég ekki annað en Skipulagsstofnun hafi jú bent á að umhverfisáhrif ÞH leiðar væru nokkuð mikil en ég veit ekki til þess að sett hafi verið þvert nei við framkvæmdunum. Þá er ég að meina frá þeim sem lögformlega eru aðilar að ferlinu sem samfélagið hefur ákveðið að nota í svona tilfellum, ekki einstklingum sem tjá sig fyrir sig sjálfa. Það verður nefnilega að gilda í báðar áttir það sem þú sagðir við mig fyrir um tveimur árum að ekki gengi bara að beita þvermóðsku og þjösnaskap til að koma ÞH leiðinni í gegn. Það má heldur ekki beita þvermóðsku og þjösnaskap til að koma í veg fyrir hana ef til þess gerðir stjórnsýslu aðilar segja ekki stopp. Látum Skipulagsstofnun þá allavega hafna leiðinni eftir að hafa metið umsagnir allra þeirra sem þeim ber að leita til.
Á vefsvæðinu " landskipulag.is " má lesa sér til um hugtakið "greiningu valkosta". Þetta er ekki sérlega flókið fyrirbæri. En áður en farið er í að vega og meta kosti, þé er nauðsynlgt að fyrir liggi út frá hvaða atriðum meta skuli. Hve þungt á hvert atriði að vega í samanburði við önnur. Hætt er við að annars standi hver þeirra einstaklinga, sem ákvörðunina þurfa að taka, uppi með sýna persónulegu skoðun á málinu eftir sem áður. Svo þarf líka að passa uppá að eingöngu verði metið út frá atriðum sem lög leyfa, að Jónínu Bjartmarz mistökin endurtaki sig ekki og að Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál verði ekki lagðar upp í hendurnar ástæður til að fella niðurstöðuna úr gildi.
Í þessu sambandi langar mig Kalli að spyrja þig einnar spurningar. Svarið gæti slegið verulega á áhyggjur margra þeirra sem barist og beðið hafa eftir vegtengingu við umheiminn, frá sunnanverðum Vestfjörðum.

Ert þú tilbúinn að gefa það út að ef ÞH leiðin kemur best út úr fyrirhugaðri valkostagreiningu, munir þú styðja hana í gegnum skipulagsbreytingaferlið?

Varðandi náttúruverndarlög og 61. grein þeirra þá er nokkuð ljóst að hún tekur til allra þeirra þriggja veglína sem mest eru í umræðunni nú um stundir. Það er jú skógur eða kjarr víðar en í austanverðum Þorkafirði og flóinn frá Reykhólum út að fyrirhuguðum brúarenda við Árbæ flokkast væntanlega undir votlendi, sjávarfitjar og leirur. Það er því algjörlega glórulaust að halda því fram að framkvæmdir á R leið þurfi ekki að fara í umhverfismat. Annað væri algjörlega óverjandi gagnvart náttúrunni. Eins og ég hef sagt þér áður þá finnst mé Ísland allt svo fallegt, ekki bara einstakir hlutar þess.
Um það, hvort ákvörðun hreppsnefndar Reykhólahrepps um að setja ÞH leið inn á aðalskipulag muni duga til að málið væri í höfn, skal ég lítið segja. Ég er ekkert of bjartsýnn. En ég veit bara að það sama gildir um aðrar leiðir sem í skoðun eru. Þar er enn lengra í að málið sé í höfn.

Karl Kristjánsson, laugardagur 17 nvember kl: 14:09

Takk Jói fyrir þessi seinni skrif þín, við erum ekki eins ósammála og ætla mætti. Ég held að orðið" valkostagreining" sé að valda misskilningi hjá mörgum og það að Skipulagsstofnun ráðleggi okkur að hafa allar leiðir undir sé varúðarráðstöfun vegna niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í laxeldismálunum fyrir vestan. Það sem sveitarstjórn verður að gera áður en hún getur tekið ákvörðun um hvaða leið fer inn á aðalskipulag er að fá botn í þann ágreining sem uppi er milli Vegagerðarinnar og Multiconsult um kostnað við R-leiðina, sérstaklega brúarkostnaðinn, um það snýst valkostagreiningin og það er búið að fá virtan samgönguverkfræðing í þá vinnu. Ég er sammála þér um að það var barnaskapur að halda að Vegagerðin tæki tillögur Multiconsult til raunverulegrar athugunar, þar á bæ snýst allt um að verja fyrri gerðir og stöðu sína. Á Íslandi er bara ein opinber skoðun leyfð á þvi hvar vegur getur legið og hvað hann kostar og hvernig brýr er hægt að byggja og hvað þær kosta. Vegagerðin gefur þetta út og er líka framkvæmdaaðilinn og allir sem með skipulagsmál fara eiga að lúta þessu í auðmýkt og þökk.
R-leiðin samnýtir Reykhólasveitarveginn frá Hamarlandi inn að Gjám og því er rask á svæðum sem njóta sérstakrar verndar mun minna en af Þ-H auk þess er talið að þverun svona utarlega yfir álinn sem þar er hafi minni áhrif á firðina. Það er rétt hjá þér að svæðið fyrir neðan túnin á Stað og Árbæ er votlendi sem nýtur verndar, fyrir það þyrftu að koma mótvægisaðgerðir og bætur til landeigenda. Ég skil vel að ábúendur vilji ekki fá veginn um sitt land en mér finnast viðbrögð þeirra og tal um áhrif á búskaparaðstæður mjög ýkt. Um þetta þarf að vera hægt að ræða á yfirvegaðan hátt.
Er ekki vegur til þess að fólk komist á milli staða, er ekki betra að hann liggi um byggðina og þjóni henni en um fjarlæg eyðines þar sem enginn býr lengur.
Er mér nú ekki nokkur vorkunn þó ég noti orðin "lýðskrum og múgsefjun" eftir að lesa skrifin í BB , Vestfirðir og víðar þar sem sveitarstjórn er sökuð um að tefja vegabætur, halda fólki í gíslingu, þar er litið á niðurstöður Vegagerðarinnar eins og guð almáttugur hafi talað, ráðist á allt og alla, Umhverfisráðherrann, forstjóra Skipulagsstofnunar, oddvita Reykhólahrepps hans vinnubrögðum er líkt við Pútín, Erdogan, Trump og mafíuforingjann Sopranó, það er gert lítið úr vinnu Multiconsult og ÚUA. Mér hefur ekki gengið annað til en vilja leita leiða til að komast hjá þeim miklu óafturkræfu og óásættanlegu umhverfisspjöllum sem ég tel Þ-H leiðina hafa á umhverfi og lífríki sveitarinnar

Stefán Skafti Steinólfsson, mnudagur 19 nvember kl: 07:20

Með tilliti til íbúa,umhverfis,snjómoksturs og viðhalds. Þá eiga íbúar Reykhólahrepps og Vestfirðingar allir skilið að fá leið D2. Látið ekki smjörklípur um kostnað og línuna um Ódrjúgsháls glepja. Hugsum í lausnum og völdum ekki óafturkræfum spjöllum. Við verðum ekki til staðar til að biðjast afsökunar á því

Johannes Haraldsson, mnudagur 19 nvember kl: 12:20

Kalli, það hafa jú mörg ljót orð fallið víða en verst að þau eru víst engu til gagns. Ég hef nú reynt að vera ekki að taka þátt í því og mér er engin fró í að gera lítið úr hvorki Multiconsult, Vegagerðinni ( þó ég leyfi mér að gagnrína þá ) né skóginum á austanverðu Hallsteinsnesi. En þeim er líka vorkun sem búa vestan Klettsháls og beðið hafa eftir vegabótum í 15 ár, þó þeir missi út úr sér full ljót orð, því þeir bíða enn.

Á Teigskóg hef ég horft dögum saman og vikum, á nóttinni líka, fylgst heð honum grænka á vorin og fundið birkianganinn í bleitutíðinni. Hann er óskaplega fallegur eins og aðrir hundruðir staða sem ég hef verið svo lánsamur að hafa næði til að njóta víðsvegar um Breiðafjörð, en hann er ekki úr gulli. Eina sérstaða Teigskógs er upptalaður guðdómur síðustu 15 ára. Hver einasti borgari landsins veit hvar Teigskógur er vegna þess að nafnið hefur glumið í fjölmiðlum í einn og hálfan áratug.

Og stjórnsýslan á landsvísu á að sjá um þetta mál. Við megum sem einstaklingar ekki fara í krossferðir til varnar, eða nýtingar, einstakra svæða eða hluta. Þá fyrst verður náttúran í hættu. Það er búið að rannsaka Teigskóg í 15 ár og að láta sér detta í hug að fara bara aðra leið án þess að rannsaka hana til jafns, það er ekki náttúruvernd heldur trúarbrögð. Það er hlutverk Skipulagsstofnunar að vega og meta þessar leiðir á jafningjagrunni annars lendum við í kerfi þar sem tískubylgja hvers tíma verður alltaf ofaná. Vegstæðið um Teigskóg var meira að segja flutt, frá fyrstu hugmyndum, úr fjörunni upp í brekkurnar og kjarrið vegna þess að þá var vernd fjörulífsins aðal tískan.

Á öllum leiðum og auðvitað við alla mannvirkjagerð verður breyting á umhverfi og lífríki. Náttúran sjálf breytir sér líka oft verulega án þess að fara í umhverfismat áður. Skriðan sem lokaði Vatnsdal í Húnavatnssýslu sneri mjög líklega öllu lífríki dalsins á hvolf á sínum tíma. En okkur dettur ekki í hug að fara að reyna að moka henni í burt núna til að endurheimta upprunalegt útlit dalsins. Og við lítum á Vatnsdal sem algjörlega náttúrulegan. Náttúran hefur nefnilega ótrúlega aðlögunarhæfni og það er bara persónubundið hvenar við tölum um umhverfisbreytingar eða umhverfisspjöll.
Allt lífríki í þorskafirði, Djúpafirði og Gufufirði jafnt sem á Hallsteinsnesi, Grónesi og Skálanesi mun laga sig að breyttum aðstæðum, og vonandi er nú þegar búið að koma í veg fyrir að þær verði mikklar með þeirri aðlögun sem gerð hefur verið á veghönnuninni síðustu 15 árin.

Látum Skipulagsstofnun sinna þessu hlutverki.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31