Tenglar

Viðvörun !! æskilegt er að neyta löglegs vímugjafa fyrir lesturinn t.d. 3 - 4 bjóra.


Nú þegar ljóst er að fokið er í öll skjól með þorrablótshald á þessu ári finnst okkur samt nauðsynlegt að gera upp árið 2020 með dálitlum annál, svo það týnist ekki alveg innan um bóluefni og sprautunálar þessa árs !

 

Ekki svo að skilja að við höfum ekki reynt að fá að halda blót. Það er að segja strax síðast liðið haust báðum við um undanþágu til sóttvarnarlæknis og bentum á góðan árangur okkar hér í Reykhólahreppi, en að því við best vitum hefur ekkert smit greinst í hreppnum.

 

Svar barst fyrir jól þar sem sóttvarnarlæknir spurði okkur hvort við gætum ábyrgst

  • að það yrði ekki skafrenningskóf eða kófbylur á þorrablótsdaginn, þó sér í lagi eftir að blótinu lyki  
  • að ekki yrði boðið upp á kófreyktan mat,
  • hvort við gætum passað að enginn yrði kófsveittur
  • hvort við gætum komið í veg fyrir að fólk kófreykti utan húss
  • og síðast en ekki síst mátti enginn verða kófdrukkinn.

 

Ef ekki þá væru þetta allt of mörg kófatriði.

 

Töldum við tæpast hægt að standa við neinn af þessum afarkostum.

 

Við vildum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana og á nýársnótt sendum við sóttvarnarlækni díl eða samning okkar á milli (sumt fólk myndi sjálfsagt kalla þetta mútur), sem sagt við buðum honum gamalt þrátt lýsi og surtarbrandsmola. Bentum honum á að hann gæti notað þetta á stíginn gegnum garðinn bakdyramegin heima hjá sér. Þrátt fyrir góðan vilja og að nýársnótt hefði átt að vera okkur í vil kom neitun með þeim orðum að þetta væri nú líklegast handónýt blanda og stígurinn yrði engin kóngastígur með þessu slitlagi.

 

Mögulega er það nú þessari skollans veiru og sjálfskipaðri sóttkví um að kenna að afskaplega fátt skondið eða stórmerkilegt hafi borist okkur til eyrna, einna helst var það sveitarstjórnin stæði sig í stykkinu framan af ári með hverri „krúsidúllunni“ af annari!

 

Snúum okkur fyrst að ferðalögum, en í byrjun heimsfaraldurs ákváðu nokkrar fjölskyldur að tana sig á sólarströnd, þær ætluðu sér nú bara að gefa þessari veiruskömm puttann, svo stæðist hún varla meðal Íslendingi snúning og yrði einfaldlega drukkin undir borðið. Eitthvað var þetta ferðalag endasleppt og eftir útgöngubann komust þau heim með síðustu rellu.

Okkur barst á sínum tíma upptaka af broti á útgöngubanni á því hóteli sem okkar fólk dvaldi og var okkur tjáð að um væri að ræða einstakling úr hópi okkar fólks. Við eigum eftir að rýna þessa upptöku betur áður en við ákveðum hvort hún verði gerð opinber.

 

Jæja þá er komið að sveitarstjórninni „rammvilltri“ sem hefði nú ekki átt að vera þar sem konur eru í meirihluta, en eins og alþjóð veit er að á bak við flest vel rekin heimili eða bú og samheldnar stórfjölskyldur stendur kona eða konur. Þetta virðist þó hafa lagast við að konum fjölgaði ýmist tímabundið eða varanlega í stjórnsýslunni.

Fyrst og fremst var þessi „villimennska“ í ákvarðanatöku um nýja veglínu í Gufsunni, en þeim var nú nokkur vorkunn þar sem að á síðastliðnum 20 árum var búið að teikna þvílíkan aragrúa af vegamótum, að vísu bættu þau um betur og létu bæta 6 – 8 vegamótum við.

 

Umræðan snerist hring eftir hring og var í raun farin að snúast um hversu mörg hringtorg þyrfti til að tengja öll vegamótin. Þessum umræðum fylgdu ósköpin öll af bókunum og ef bókanirnar væru settar í eina línu væru þær orðnar lengri í kílómetrum talið heldur en vegspottinn sem stendur til að leggja. Þetta mál fékk á endanum lúkningu og er þessari hringavitleysu vonandi lokið.

 

En allur þessi málatilbúningur hafði afleiðingar því annar drengjanna var svo bókunarglaður að hann ætti að vera tilnefndur til Nóbelsverðlauna, alla vega teljum við okkur vera búin að eignast Laxness Reykhólahrepps.

 

Annar böggull fylgdi þessum bókunum, það er að þegar mikið er bókað dragast fundirnir á langinn og þegar heilu bókaseríurnar líta dagsins ljós verða fundirnir óheyrilega langir og fundarmenn yfirleitt ekki með mikinn skrínukost með sér og var farið að gæta næringarskorts í sveitarstjórninni. Var sá drengjanna sem bókaði sínu minna en hinn að taka sér hálfs árs frí og safna kröftum. Sýnir þetta enn og aftur að konur eru harðari af sér en karlar og verða ekki sveltar til hlýðni.

 

Nú voru konurnar orðnar fjórar „kryddin fjögur“ og Nóbelsskáldið taldi sig vera komið í pínu lítinn minnihluta.

 

Talið er að veiruóþverrinn hafi byrjað að grassera í Wuhan í Kína, en einmitt í Wuhan hafði sveitarstjórinn numið kínversku. Eftir að veiran fór á flug brá svo við að sveitarstjórinn fór að mæla á kínversku og öll gögn á fundum voru rituð á kínversku, leið svo og beið, gúggúl orðin útjaskaður og kryddpíurnar alveg hættar að botna í hlutunum, ákváðu í snatri að breyta til, en þá voru góð ráð dýr. Nú var gott að hafa frjóan huga, leituðu þær í minningar barnæskunnar og rifjaðist upp fyrir þeim að í bæjarfélagi einu þurftu heimilismenn að koma skikki á heimilisreksturinn og rændu frænku sinni. Þar með var Inga Birna komin aftur í sveitarstjórastólinn. Hefur nú færst ró yfir sveitarstjórnina og engin kippir sér upp við það þó ein og ein bókun hrynji inn. 

 

Hreppararnir eru nú alveg kapituli út af fyrir sig, en á sínum tíma var þetta svona tveir fyrir einn tilboð, við fengum sem sagt tvo yfirmenn í staðin fyrir einn. Er það ekki ávísun á helmingi meira rugl? í það minnsta er af ýmsu að taka, nefnum eitt dæmi: þeir hentu kjörklefunum fyrir forsetakosningarnar. Hvers vegna?  jú, þeir höfðu báðir búið um hríð á höfuðborgarsvæðinu og þekktu það á eigin skinni hversu sárt það er að vera hálfdrættingur á við landsbyggðina og ætluðu þeir að jafna vægi atkvæðanna með því að koma í veg fyrir að íbúar Reykhólahrepps gætu kosið! Að vísu hefði það nú tæpast dugað til þó það hefðu verið alþingiskosningar í fyrra en í forsetakosningum eru atkvæði jöfn, á því flöskuðu þeir.

 

Hólabúð og veitingastaðurinn 380 Restaurant lögðu upp laupana síðast liðið haust. Það er óþægilegt að vera án búðar og mikil eftirsjá í frábærum veitingastað. Nú átti allt að seljast, gamalt sem nýtt, jafnvel paprikurnar í kælinum sem litu út eins og rúsínur fóru á útsölu.

 

Formaður fjallskilanefndar var með sóttvarnirnar á hreinu fyrir allar skilaréttirnar í hreppnum í haust, eða hvað? Þegar formaðurinn kynnti í sveitarstjórn þær sóttvarnir og það atferlismynstur, sem smalar og fjáreigendur áttu að fara eftir var búið að rétta í Eyrarrétt í Kollafirði. Úbbs! Ó, NÆR SVEITARFÉLAGIÐ SVONA LANGT VESTUR. Verð ég ekki samt örugglega áfram formaður fjallskilanefndar?

 

Svona pár eins og um sveitarstjórnina virkar frekar þurrt og leiðinlegt þegar söngtexta og sprell vantar með, sem ráð var fyrir gert. Árinu verða ekki gerð frekari skil að sinni, næsta víst er að rykið verður dustað af einhverju að ári, hver veit.

 

Þrátt fyrir veirufárið hefur samfélagið gengið mjög vel, stofnanir sveitarfélagsins hafa farið eftir settum reglum og starfsfólk staðið sig með eindæmum vel, ásamt öðrum fyrirtækjum og starfsfólki þeirra hér í Reykhólahreppi.

 

Allt of margir hafa flutt frá okkur, það er afar sárt að sjá eftir góðu fólki. Um leið og við þökkum þeim samfylgdina og hafa auðgað samfélagið á meðan þau dvöldu hjá okkur óskum við þeim velfarnaðar á nýjum slóðum.

 

Lifið heil.

Þorrablótsnefndin 2020,  2021 ????!!!!!

9. mars 2016

Þorrablótsmagáll 2016

Þorrablótsnefndin 2016.
Þorrablótsnefndin 2016.

Annállinn var fluttur á þorrablóti Reykhólahrepps í íþróttahúsinu á Reykhólum 23. janúar, annan dag þorra. Höfundur og flytjandi var Sveinn Hallgrímsson á Skálanesi, en öðru hverju voru leikin atriði og myndskeið. Þorrablótsnefndina 2016 skipuðu (í stafrófsröð) Ágúst Már Gröndal, Björn Samúelsson, Einar Kr. Sveinbjörnsson, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, Jens V. Hansson, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Ólafía Sigurvinsdóttir og Rebekka Eiríksdóttir.

...
Meira
Atkvæðatalningin: Ólafur Einir, Herdís Erna og Lóa á Kambi.
Atkvæðatalningin: Ólafur Einir, Herdís Erna og Lóa á Kambi.
1 af 9

Annállinn var fluttur á blótinu á Reykhólum 24. janúar. Höfundur og flytjandi var Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli, fyrir utan leikþáttinn Atkvæðatalninguna sem Svanborg Guðbjörnsdóttir á Kambi (Lóa á Kambi) samdi og braginn um nýju sveitarstjórnina sem Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal orti. Leikendur í Atkvæðatalningunni voru Ólafur Einir Smárason og Herdís Erna Matthíasdóttir á Reykhólum og Lóa á Kambi. Bragina um gömlu sveitarstjórnina og þá nýju sungu Þráinn Hjálmarsson á Hríshóli og Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal, auk þess sem hann lék undir á gítar.

...
Meira
17. febrúar 2014

Nelson var í næsta stól

Skjáskot úr þættinum.
Skjáskot úr þættinum.

Jóni Atla Játvarðarsyni frá Miðjanesi verða oft vísur eða kviðlingar á munni í tilefni dægurmála í samfélaginu. Hann horfði á þáttinn Sunnudagsmorgun í sjónvarpinu í gær. Þar ræddi stjórnandinn við forsætisráðherra en hafði viðstaddan sér til öryggis Gunnar á Hlíðarenda, nema það hafi verið Nelson flotaforingi. Jón Atli kvað:

...
Meira
Sveinn Berg Hallgrímsson.
Sveinn Berg Hallgrímsson.

Á þorrablóti Reykhólahrepps 2014, sem haldið var í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardagskvöldið þann 25. janúar, var hinn „hefðbundni“ þorrablótsannáll með óhefðbundnu sniði. Að þessu sinni var hann ekki fluttur í einu lagi sem einn dagskrárliðanna heldur var dagskráin ofin úr honum með litlum leikþáttum og söngvum þannig að úr varð eins konar revía (orðið revía er í rauninni franska orðið revue sem merkir að litið sé til baka, rifjað upp). Aðalhöfundurinn var einn liðsmanna í blótsnefndinni þetta árið, Sveinn Berg Hallgrímsson á Skálanesi, en þar naut hann einnig framlaga frá öðrum í nefndinni. Leikur og söngur í innskotsþáttunum var í höndum nefndarfólks við undirleik Steinunnar Ólafíu Rasmus. Sveinn var kynnir og sögumaður í senn nema hvað Steinunn leysti hann af þegar hann var í öðrum hlutverkum. Handrit revíunnar fer hér á eftir.

...
Meira
Sveinn Ragnarsson flytur annálinn á þorrablótinu á Reykhólum.
Sveinn Ragnarsson flytur annálinn á þorrablótinu á Reykhólum.

Alltaf er jafngaman að sjá fullan sal af svona hressu og skemmtilegu fólki. Ég hef svo oft staðið í þessum sporum að ég er eiginlega orðinn uppiskroppa með inngangsorð. Samt er rétt að geta þess að engin rök ráða því hvað fjallað verður um í þessum pistli, aðeins geðþótti og innræti þeirra sem að komu. Þetta verður venju fremur samhengislaust og sundurslitið, það verður fléttað inn atriðum og fíflagangi - eða eins og Ingvar sagði og var ekkert að flækja málið: Nú verður fluttur annáll.

...
Meira
24. júní 2012

Las í garnir lúið tröll

Fylgið við Ólaf er ennþá að rokka og róla. / Um raunsönn afdrifin höfum við stabílan grun. / Þó styðja hann drýgst þeir sem droppuðu út úr skóla / og duttu á höfuðið mánuðinn fyrir hrun.

...
Meira
31. maí 2012

Róna-glanni

Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson.

Með frétt um styrk til endursmíði bátsins forna sem fannst í kumli í Vatnsdal við Patreksfjörð er teikning af „legu rónaglanna“. Eitthvað hefur Jóni Atla Játvarðarsyni farið svipað við lesturinn og þegar útvarpsþulur misskildi (eða skildi alls ekki) orðið ístruflanir, sagði ístru-flanir og steinþagnaði svo í miðri setningu áður en hann hélt áfram lestri fréttar um truflanir í virkjun vegna ísreks.

...
Meira
Marhnútur gapir í síðasta sinn.
Marhnútur gapir í síðasta sinn.

Jóni Atla Játvarðarsyni á Reykhólum verða ósjaldan vísur á munni í þangslættinum - eiginlega eins og þær komi sjálfkrafa og ekki alltaf samhengi á milli fyrriparts og seinniparts. Þannig er um eftirfarandi aftursetta hringhendu þar sem seinni parturinn varð til á undan fyrripartinum, líkt og algengt er. Smáfiskar á borð við marhnúta og sprettfiska leynast í þangi og bíður þeirra oft beisklegur aldurtili við störf þangveiðimanna Þörungaverksmiðjunnar.

...
Meira
29. mars 2012

Framboðsraunir forsetans

Jóni Atla Játvarðarsyni á Reykhólum ratast iðulega vísa á vör eftir því sem þjóðmálum vindur fram. Hann var við þangskurð í Kerlingarfirði þegar þing var sett á liðnu hausti og nefndi þær Jóhönnu Sigurðardóttur og Álfheiði Ingadóttur eftir gyðjum að venju.

...
Meira
Fyrri síða
1
23Næsta síða
Síða 1 af 3

Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31