Tenglar

21. mars 2012

Gamlar myndir

Hér eru tíndar inn gamlar myndir úr héraðinu eftir efnum og ástæðum. Reynt er að gera sem besta grein fyrir myndunum og því sem á þeim er – en jafnframt er óskað eftir frekari skýringum, athugasemdum, ábendingum og leiðréttingum eftir atvikum. Líka kunna að fylgja með nýjar eða nýlegar myndir af einhverju í tengslum við fyrri tíð.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Eindregið er mælst til þess að fólk láti gamlar myndir í té til birtingar. Þær má senda í tölvupósti (vefstjori@reykholar.is) eða koma þeim til umsjónarmanns vefjarins (s. 892 2240) til innskönnunar.

 

1 af 2

Þessi mynd er tekin snemma árs 1952 fyrir utan sundlaugarhúsið á Reykhólum, sem á þeim tíma gegndi hlutverki skólahúss. Hún er í eigu Steinunnar Erlu Magnúsdóttur á Kinnarstöðum í Reykhólasveit, eins af unglingunum sem hér getur að líta. Þarna eru nemendur og kennarar unglingaskólans á Reykhólum, sem á þessum árum starfaði í þrjá mánuði eftir áramót, ásamt Ebenezer litla, syni Jens skólastjóra.

...
Meira
31. janúar 2013

Fjöldi gamalla Reykhólamynda

Á planinu við Stöðina. Myndin er tekin ca. 1950-51. Systir mín Nína Björk er til vinstri. Sú minnsta er Edda systir mín. Mig minnir að strákurinn lengst til hægri hafi verið frá Litlu-Grund. Jeppinn var algengt farartæki á þessum árum og jafnvel síðar.
Á planinu við Stöðina. Myndin er tekin ca. 1950-51. Systir mín Nína Björk er til vinstri. Sú minnsta er Edda systir mín. Mig minnir að strákurinn lengst til hægri hafi verið frá Litlu-Grund. Jeppinn var algengt farartæki á þessum árum og jafnvel síðar.
1 af 32

Reykhólavefnum hafa borist ómetanlegar Reykhólamyndir frá fyrri tíð, teknar á árabilinu frá því laust fyrir 1950 og fram yfir 1960. Myndirnar sendi Örn Elíasson, læknir í Baltimore í Maryland-ríki í Bandaríkjunum (f. 1951). Þeim fylgdi örstuttur og mjög hógvær texti: „Ég heiti Örn Elíasson, fæddur og uppalinn á Reykhólum til 11 ára aldurs. Foreldrar mínir voru Sigurður Elíasson og Anna Ólöf Elíasson (fædd Guðnason). Ég sendi hér með nokkrar myndir sem ég átti í gömlu albúmi og svo nokkrar sem ég fann ofan í skúffu að foreldrum mínum látnum. Ykkur er velkomið að nota þetta ef þið viljið.“

...
Meira
1 af 2

Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn í Reykhólasveit – elsta sumarhótel landsins – var tekið í notkun sumarið 1947. Ekki er vitað hvaða ár myndin sem hér fylgir er tekin en vísbendingar eru einkum tvenns konar. Annars vegar virðist sem vatn og vindar hafi þegar sett mark á klæðingu hússins en hins vegar virðast bílarnir vera frá því um eða fyrir 1950. Meðan annað kemur ekki í ljós má ætla að myndin sé tekin rétt um eða eftir 1950.

...
Meira

Myndin er af ljósriti af símaskrá fyrir nokkra bæi í Gufudalssveit, sem á sínum tíma var uppi á vegg á Kleifastöðum, sem eru utarlega við Kollafjörð austanverðan. Ljósrit þetta er í fórum Katrínar á Skálanesi en frumritið er sagt vera innrammað á vegg á Kleifastöðum, sem nú eru sumardvalarstaður.

...
Meira
21. mars 2012

Grund í Reykhólasveit

1 af 3

Hér er horft frá Reykhólum upp að Grund. Myndin virðist vera tekin nálægt þeim stað þar sem Barmahlíð er núna. Væntanlega er hún tekin á sjötta áratug 20. aldar. Til þess benda ekki síst vélgrafnir skurðirnir vinstra megin. Myndin er í eigu Hjalla á Grund (Unnsteins Hjálmars Ólafssonar).

...
Meira

Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30