Tenglar

Dætur og synir héraðsins - úr ýmsum áttum

Hér efst eru nöfn í stafrófsröð. Smella má á nafn til að fá upp viðkomandi síðu. Að öðru leyti má rúlla niður og skoða þannig allt á þessari vefsíðu. Yfirskriftin Dætur og synir héraðsins er ekki alls kostar nákvæm. Þannig geta Grettir Ásmundarson og þeir fóstbræður Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld ekki kallast synir héraðsins þó að hér á meðal sé tekinn kaflinn úr Grettlu um fræga veturvist þeirra saman á Reykhólum. Og landnemana mætti víst fremur kalla feður og mæður héraðsins ...

Ari Arnalds frá Hjöllum í Þorskafirði
Alþingismannatal.


Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra frá Djúpadal
Alþingismannatal.


Eiríkur Ó. Kúld úr Flatey á Breiðafirði
Alþingismannatal.

 

Fólkið á Reykhólum á fyrsta áratug 20. aldar

Upplýsinga leitað um Reykhólafólk árið 1903 o.fl.


Grettir Ásmundarson og fóstbræður - veturvist á Reykhólum
Grettis saga.


Guðmundur Einarsson úr Skáleyjum á Breiðafirði
Alþingismannatal.


Halla Eyjólfsdóttir frá Gilsfjarðarmúla - Halla á Laugabóli
Æviágrip flutt á bókmenntakvöldi á Reykhólum 5. mars 2010.


Herdís Andrjesdóttir skáldkona úr Flatey á Breiðafirði
Minningargrein eftir dr. Sigurð Nordal prófessor, Morgunblaðið 3. maí 1939.


Herdís og Ólína Andrésdætur úr Flatey - „Þar sitja systur“
Grein eftir Ármann Jakobsson bókmenntafræðing, Lesbók Morgunblaðsins 17. ágúst 1996.


Játvarður Jökull Júlíusson bóndi og fræðimaður á Miðjanesi í Reykhólasveit - „Kannski glórulaus ofdirfska“
Morgunblaðið 14. júlí 1985.


Jón Thoroddsen skáld og sýslumaður frá Reykhólum
Minnisvarði afhjúpaður á Reykhólum 2006.


Landnámsfólk í héraðinu
Landnámabók (Sturlubók).


Matthías Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði
Formáli Jóhannesar úr Kötlum að Gullregni úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar árið 1966.


Ólafur Sívertsen í Flatey á Breiðafirði
Alþingismannatal.


Ólína Andrjesdóttir skáldkona úr Flatey á Breiðafirði
Minningargrein eftir sr. Jón Auðuns, Morgunblaðið 26. júlí 1935.

 

__________________________

sunnudagur 24. febrúar 2019

Útgerðarsaga feðga - framhald

Bryndís SH 271
Bryndís SH 271

Kafli 8

Ömurleg útreið


Við bræður komum um síðdegis hin 29. ágúst í Hólminn. Ekkert bólaði á Önnu SH 49 og ekkert heyrðist í stöðinni, hvorki svar við kalli eða kall. Ég var með lykil að Skólastígnum og þangað fórum við og affermdum bílinn. Síðan var heilsað uppá mömmu á no 21 og þaðan fórum við með lítinn kíkir út á Bókhlöðuhöfða að svipast um. Skelbátarnir voru að tínast inn, flestir líklega komnir. Hálfráðalaus skimaði ég út hjá Elliðaey eftir litlum bát á stórum haffletinum.

 

Bjarki bróðir var inní P 675 við stöðina og skyndilega verð ég var við að yfir honum lifnar og hann vinkar í ákafa milli þess sem hann er að munda míkrafóninn á Lafayettestöðinni. Hann hafði náð sambandi við Önnuna. Ég tók við og fékk að heyra sólarsöguna í stórum dráttum, en það sem gerst hafði var að eftir að hann fyllti á smurolíu út af Svínanesi sigldi gamli í klukkustund og rúmlega það og var á móts við Látra þegar mikill hvellur kom og vélin steindrap á sér og var föst.

Honum tókst að ná sambandi við Jón yngri í Látrum sem kom fram á lítilli trillu. Við snögga skoðun virtist vélin hafa brætt úr eða brotið sig niður á öðrum cyl. Jón í Látrum bauðst til að draga Önnu inn á kunnuglegar slóðir í Flatey, sem gamli þáði.

 

Þegar þangað kom tók hann til við að opna vélina, en sem betur fer voru sæmileg verkfæri um borð og mig minnir að Hafsteinn í Flatey hafi lánað honum ef vantaði. Við mæltum okkur aftur tíma um kvöldið og þá náði ég að heiman í CB stöðini í P 675. Þá var staðan sú að hann var búinn að opna vélina og fjarlægja allt sem var brotið og skemmt og farinn að setja hana saman, þannig að möguleiki væri að keyra hana á öðrum cyl. Bragð sem hann hafði leikið á Bryndísi SH 136 rúmum 20 árum áður þegar stimpill brotnaði í einum af fjórum cyl í Lister. Og viti menn, þetta tókst um morguninn 30. ágúst lék veðrið enn við og hann lagði af stað úr Flatey eftir stuttan svefn áleiðis suður í Hólm.

 

Eftir rúmlega 4 tíma siglingu var Anna SH 49 í heimahöfn í Stykkishómi eins og laskaður þýskur kafbátur. Auk þessa hafði spennujafnari farið í alternatornum og hann ofhlóð geymana svo sauð á þeim, til að stemma stigu við því höfðum við sett rofa á milli sem gat rofið hleðsluna. 10 mín eftir að gamli var kominn inn úr dyrunum að Skólastíg 16 birtist brosandi yfirkennarinn Gunnar Svanlaugsson og tilkynnti honum mætingu í skólan morguninn eftir, svo það var ekki seinna vænna að komast í Hólminn.

 

En hver var svo útkoman? Jú við öfluðum 370 tonna af þangi að andvirði 130.000 króna sem dugði varla fyrir víxlunum af Önnu SH 49. Ofaná þetta var vélin sennilega ónýt og við höfðum þegar eytt amk 20.000 krónum í nýja talstöð, kompás ofl. Okkur var mikil vandi á höndum.

 

Okkur tókst að greiða upp víxlana uppá 150.000 krónur, en um skuldabréfið í Búðardal varð að semja uppá nýtt. Sem betur fer mættum við fullum skilning hjá Skildi útbússtjóra þó hann yrði fyrir vonbrigðum með að við gætum ekki greitt upp bréfið eins og við ætluðum. Kannski höfðum við misreiknað okkur herfilega. Við hefðum þurft amk 600 tonn til að vera á æskilegum stað.

 

Um veturinn tók við vinna hjá okkur báðum, ég fór í hreppinn fram á vorið 1985. Um veturinn pöntuðum við þá varahluti sem vantaði en þeir kostuðu ef ég man rétt yfir 30.000 krónur. Auk þessa tottuðum við inná bréfið hjá Skildi en það gekk nú ekki vel að mig minnir.

 

Við skoðun kom í ljós að sveifarásinn í Volvo var mjög slitinn og ekki miklar líkur á að gengi að nota þá varahluti sem við höfðum fengið. Um vorið vorum við búnir að setja saman og láta gera við alternatorinn en það kostaði um 6.000 krónur að auki. Um haustið hafði Palli frá Látrum híft okkur á land og uppá Skólastíg, það sama gerði hann um vorið þegar við settum niður og hófum að prufa vélina, en það kom fljótt í ljós að þetta var ekki alveg að ganga og eftir stuttar prufur brotnaði vélin en frekar niður og var þar með ónýt.

 

Nú var hafist handa við að finna aðra vél. Kalli bekkjarbróðir benti okkur á að faðir frænda míns Harðar Karlssonar væri að skipta um vél í samskonar bát útí Ólafsvík, svo við komum okkur í samband og þar kynntumst við þeim mikla heiðursmanni Karli Magnússyni útvegsbónda í Tröð í Fróðárhreppi. Úr varð að hann seldi okkur vélina sem var samskonar Volvo Penta á 25.000 krónur og við máttum leggja upp hjá honum fisk uppí ef við vildum.

 

Hugurinn stefndi á skak sem örugglega hefði verið betri kostur árið áður. Við rendum með kerru útí Fróðárhrepp og sóttum vélina. Síðan tók við 2-3 daga vinna að skipta um vél en það rétt kláraðist fyrir Sjómannadag 1985 og í prufu á Sjómannadaginn fór eitthvað í gírnum sem var við nýju vélina en það svo sem skipti ekki máli, það var góður gír við þá gömlu og það var kostur að eiga hana í varahluti. Loksins var Anna SH 49 klár á handfæri en við auðvitað gátum ekki fjárfest í miklu svo við keyptum litlar Færeyskar stangveiðirúllur og nú var haldið útá Nes að vísu höfðum við hvergi upplegg nema hjá Kalla. Það var komið framyfir miðjan júní og veiði farin að dragast saman útfrá. Þetta gekk því ekki vel og við rétt náðum að fiska fyrir vélinni og en stóð eftir af bréfinu í Búðardal. Þetta var ekki gott.

 

Meðal afreka hjá okkur annars var að skipta um hedd út af Ólafsvík. Vélin tók uppá því að brjóta ventilgorm og ventilinn datt niður á stimpilinn. Við vorum svo heppnir að undir bekk var hedd af gömlu vélinni og við mixuðum þetta í veltingi. En um miðjan júní gáfumst við upp, við fengum lítið og þetta var bara orðið leiðinlegt og ömurlegt. Við ákváðum að selja bátinn og gefast upp í bili amk.

 

Svo merkilegt sem það var settum við bátinn á skrá hjá Brynjari í Bátum og Búnaði og honum var strax sýndur áhugi. Við vorum komnir með hann í Hólminn og í ból í Maðkavík. Um miðjan ágúst 1985 var hann seldur á 300.000 krónur en vegna enn eins óvænts vesens með vélina, urðum við að slá af verðinu um 50.000 krónur. Gamli sigldi honum útí Ólafsvík í skip og norður í Grímsey fór hann og fékk nafnið Máni EA 35, eigendur feðgarnir Haraldur Jóhannesson og Haraldur Haraldsson sem síðar varð þekktur sem Halli Grímseyingur og er nú stórútgerðarmaður í Noregi.

 

Það voru samt stórhuga menn sem kvöddu bátinn sinn og sóru þess eið að vera ekki hættir þegar þeir stóðu á bryggjuni í Ólafsvík í blíðskaparveðri síðla kvölds. Ökuferðinn heim markaði nýtt upphaf sennilega er fall fararheill.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

 

Kafli 9

Aftur nýr bátur


Mér hefur alltaf þótt mesta blómaskeiðið í trilluútgerð á Íslandi hafa verið á tímabilinu 1984 til 1994. Á þessum tíma voru að koma nýjar gerðir báta og mikil þróun í allri tækni við veiðar. Bátasmiðjur eins og Bátasmiðja Guðmundar og Trefjar, báðar í Hafnarfirði, ruddu út nýjum trillum á færibandi. Mér fannst þetta tímabil byrja 1985 þegar Sómabáturinn Mar SH 118 kom nýr í Stykkishólm. Strax um vorið hófu þeir handfæraveiðar og það var mokveiði því miður misstum við af þessu en það voru amk 5-6 bátar á skaki þetta vor meðan það voru líklega helmingi færri árið áður. Grásleppan veiddist sem aldrei fyrr og það var mikil hugur í mönnum. Árið eftir kom svo annar nýr Sómi 800, Már SH 56 og fleiri voru að kaupa báta. Þetta var blómatíð og bjart framundan og mikið líf allt árið við höfnina í Stykkishólmi.

 

Eftir að Anna SH var seld fór ég að vinna í Kaupfélaginu sem sendill á Kaupfélagsbitaboxinu litlum Suzuki sendibíl og lagði launin í púkkið fyrir nýtt plan. Miklar pælingar fóru í gang strax í vetrarbyrjun 1985 og hvert matarhlé var vel nýtt í að hringja út og suður. Við áttum nú ekki stóran sjóð eftir að hafa selt Önnu en um áramótin var þetta eitthvað um 250.000 krónur sem við höfðum nurlað saman og var nú kannski ekki til stórra verka og við vorum heldur ekki alveg samstíga frekar en áður með hvaða bát ætti að fá.

 

Það var svo sem ýmislegt til sölu en það allt kostaði það talsvert meira en það sem við áttum fyrir hendi og var það nú amk 1 og hálf LADA ný úr kassanum. Mig langði t.d. í Sóma 800 eða stóran Bátalónssúðbyrðing en hvortveggja var ekki inn hjá gamla. Hann hafði innprentað sér að Sómi væri ekki góður vegna hældrifsins sem var það eina í boði fyrir utan að vísu var kominn einn í Flatey, Hera BA 15 með jetdrifi en það var auðvitað eitthvað dýrara og æ, mér fannst það ekki spennandi því miður.

 

Súðbyrðingur var eins og að nefna snöru í hengds manns húsi. Um nýárið var því ljóst að ekki yrði mikið að gerast sumarið eftir 1986 nema vinna og leggja fyrir pening. En um vorið fórum við svo að velta þessu betur fyrir okkur við vorum sammála um að best væri að fá kannski nýsmíði og gera eitthvað að hluta til sjálfir vonandi sem mest. Um vorið þegar snjóa leysti komumst við að því að hugsanlega væri Bátalón með það sem við gátum báðir fallist á, dekkaðan 5-6 tonna plastbát af Víking gerð. Við gerðum okkur ferð í maí 1986 í Bátalón og skoðuðum nýjan bát 1737 Percy ÍS 777 sem var að öllu leiti kláraður þar. Í kjölfarið á því pöntuðum við plastkláran skrokk eins og það hét sem kom okkur á óvart að var framleiddur af Samtak hf en eigandi þess var þáverandi framkvæmdastjóri Bátalóns Haukur Sveinbjarnarson.

 

Í júlí-ágúst var svo tilbúinn fyrir okkur skrokkur og við fórum suður að taka við honum og ganga frá greiðslum. Við pöntun höfðum við greitt 100,000 krónur af 330.000 sem hann kostaði. Við höfðum notað tíman til að spá í tæki og vélbúnað og höfðum hug á að láta klára allt annað en lúkarinn. Þegar við komum suður í Bátalón fundum við hvorki bátinn né Hauk Sveinbjarnar. Í ljós kom að hann hafði hætt hjá Bátalón það bara gleymdist að láta okkur vita og eins það að Samtak, fyrirtækið hans var alfarið með þetta verkefni fyrir okkur.

 

 Við höfðum uppá honum upp við Kaplakrika þar sem hann var með húsnæði til að steypa skrokkana. Þessa dagsstund fóru fram miklar samningaviðræður. Eins og staðan var hafði hann ekki húsnæði til að klára dæmið en var að útvega sér það og svo fór að samningar tókust um að hann kláraði dæmið fyrir 1,4 milljónir með vél, dekkaður án tækja og innréttinga í lúkar. Hann útvegaði okkur 52 hestafla 4 cyl Mitsubishi JMR vél fyrir sama verð og skrokkinn, niðursetta.

 

Í ágústlok 1986 hófst svo lokaþáttur smíðinnar en við þurftum að útvega nauðsynleg siglinga- og fiskileitartæki og stýrisbúnað. Þegar báturinn var afhentur 12 janúar 1987 höfðum við greitt 700.000 krónur af 1,4 milljónum sem reikningurinn hljóðaði uppá og öll tæki sem við höfðum keypt í bátinn kominn um borð. Báturinn fékk af þessu tilefni skipaskrárnúmerið 1777 og nafnið Bryndís og einkennisstafina SH 271, heimahöfn Stykkishólmur.

 ------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Kafli 10

Á nýjum bát í nafla alheimsins, Breiðafirði

 

Ekki man ég því miður nákvæma dagsetningu á því þegar Bryndís SH 271 var sjósett, en það var að mig minnir um miðjan apríl 1987 og þá höfðum við notað tímann og innréttað lúkarinn og sett niður tvær elliðarúllur og rafmagn við þær.

 

Heildarverð bátsins var komið í 2,4 milljónir sem var mikill peningur og við skulduðum ca 1,4 af því. Sómi 800 kostaði aðeins meira eða svipað kannski. Dekkið sjálft í þessum bát var örugglega 3x dýrarara en í Sómanum mig minnir að bara efni og uppsetning á því hafið kostað 175.000 krónur plús lúga.

 

Tækjabúnaður var ein VHF talstöð man ekki tegund, Hondex 1000w litadýptarmælir, Micrologic loran C og gamla góða CBstöðin úr P 675. Fyrsta tækið sem við reyndar keyptum var forláta FM/AM útvarp með kasetttutæki.

 

Fyrsti róðurinn var farinn 2. maí frá Stykkishólmi og svo fórum við nokkra róðra en árangurinn var lítill, það hætti fljótt að gefa sig vorfiskurinn í Breiðafirði. Við vorum ekki búnir að tryggja okkur upplegg nema í Stykkishólmi, svona óbeint hjá Sæborg hf.

 

Þarna um miðjan maí kom annað í ljós, grásleppan veiddist sem aldrei fyrr. Netin voru varla orðin blaut þegar þau voru orðin full af grásleppu. Nú voru góð ráð dýr, ofaná þetta bættist að það var vöntun á hrognum í Stykkishólmi, því þetta vor hafði hrognaverksmiðjan Björg hafið starfsemi og keypti öll hrogn sem að landi komu í Stykkishólmi.

 

Á ótrúlegan og undarlegan hátt var tekin sú ákvörðun, í stað þess að fara á skak, að fara frekar á grásleppu þó í mýflugumynd væri. Við redduðum spili og búnaði fyrir það í hvelli hjá Sjóvélum og eins undarlegt og það kann að hljóma höfðum við dundað okkur við að fella slatta af netum árið áður en ekki voru þau mörg. Kjartan Guðmundsson á Tindum seldi okkur svo ein 20 stk. svo við vorum með einhver 60 stutt net en reglurnar voru svolítið frjálsar svo við hefðum mátt vera með talsvert meira.

 

 Árið 1987 þurfti ekki að sækja um sérstakt leyfi og ekki voru að mig minnir takmörk á netafjölda. Merkilegt nokk lék lánið við okkur, við tókum grásleppuna í júní fram til amk 10. júní og sá litli afli sem við fengum dugði til að fleyta okkur áfram og standa við allar okkar skuldbindingar þvílíkt lán.

 

Við skruppum svo útí Rif eftir grásleppuna, og ætluðum að taka til við það sem frá var horfið, skakið, en því miður var frekar dræm veiði og veðráttan ekki góð og áhuginn ekki mikill, og það litla sem við fengum var aldrei gert upp við okkur.

 

Við skruppum að Galtará á Bryndísini til að máta hana við Kollafjörðinn sem var nú ekki gáfulegt, en svo var siglt í Hólminn og í lok ágúst komumst við nokkra róðra á skak frá Stykkihólmi og kroppuðum rúm 3 tonn. Þetta lofaði góðu.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Kafli 11

Bryndís SH 271


Árið 1988 gekk í garð. Veturinn 1987-88 var 11. og síðasti veturinn hjá föður mínum sem kennari í Stykkishólmi og jafnframt síðasti veturinn fyrir eftirlaun, eftir farsælt starf sem kennari og skólastjóri í Flatey, Grímsey, Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, Reykhólum og loks í Stykkishólmi frá 1977. Nú átti að einbeita sér að því að gera eitthvað alvöru og áhugavert.

 

Um áramótin varð samfélagið í Stykkishólmi fyrir umtalsverðum skell sem átti eftir að hafa talsverð áhrif á lífið í plássinu og þá er ég að meina miðbænum, þegar kjörbúð Kaupfélagsins var endanlega lokað. Kaupfélag Stykkishólms hafði lagt upp laupana um mitt sumar 1986 og þá tók Kaupfélag Hvammsfjarðar í Búðardal, við rekstri búðarinar og byggingavöruverslunarinar. Í sjálfu sér var Kaupfélag Hvammsfjarðar ekki vel statt heldur og þetta var þungur rekstur í samkeppni við Hólmkjör hina matvöruverslun bæjarins. Vissulega hafði Kaupfélagið sérstöðu að vera í gamla miðbænum þar meginn þorri starfsemi og tekna var tvö frystihús og höfnin full af bátum í þá daga.

 

Persónulega fannst mér miðbær Stykkishólms aldrei bera sitt barr eftir þetta en þarna er nú Ráðhús bæjarins í dag. Kaupfélag Hvammsfjarðar rak svo byggingavörubúðina í Langaskúrnum þar til það fór á hausinn og Skipavík tók við rekstri hennar og hefur hana enn á hendi í dag, 30 árum síðar en síðustu amk. 10 árin á nýjum stað. Þennan vetur starfaði ég aftur hjá Kaupfélaginu sem bílstjóri á litla gula Suzuki bitaboxinu P 2494 og þegar kjörbúðini var lokað fór ég yfir og var fram í marslok hjá þeim Indriða og Þórði, sem þá voru orðinir einu starfmenn Kaupfélagsins í Hólminum. Sögu tæplega 70 ára verslunarveldis var að ljúka.

 

Við byrjuðum snemma að róa og náðum nokkrum tonnum af þorski áður en við byrjuðum á grásleppunni. Því miður voru blikur á lofti varðandi sölu á grásleppuafurðum og mig minnir að hrognaverksmiðjan Björg hafi átt talsverðar birgðir eftir frá góða árinu áður. Samt sem áður ætluðu þeir að taka við hrognum en á 33% lægra verði en árið áður.

 

Við höfðum bætt netakostinn um rúman helming og nú var Bjarki bróðir kallaður til úr Grundarfirði til góðra verka. Í sem stystu máli þá var vertíðin ömurleg og afraksturinn eftir því. Veiðin var eitthvað slakari, en það sem gerði illt virkilega slæmt var að tíðarfarið var skelfilegt, stanslausar vestan og suðvestan áttir með þungum sjó sem keyrði trossurnar hvað eftir annað á kaf í drulluna, svo að endingu vorum við komnir með megnið inn á sandbotninn á Eyrunum í Suðurflóanum norður úr Langeyjunum, þar var friður fyrir drulluni og hægt að athafna sig og draga í talsverðum kalda. Samt var það líka svo að það var eins og því lengur sem vestlægu áttirnar héldust þá minnkaði veiðin í samræmi við það.

 

Ofaná þetta höfðu gengi og vextir hækkað og þar með afborganir af lánum, svo þetta var orðið þungt. Í lok júní gáfumst við upp og spóluðum öllu upp í skyndi og settum rúllurnar um borð í snatri. Við vorum svo á skaki að mestu fram í október, í mjög erfiðri tíð fram í byrjun október og lítið gekk annað en kropp, þó stundum kæmu góðir dagar en þeir voru teljandi á fingrum annarar handar.

 

Haustið 1988 var líklega það hrikalegasta veðurfarslega séð sem við fengum alla okkar tíð saman í útgerð. Þetta var ekki gott en við bara unnum úr því. Við vorum ekki eins vel í stakk búnir að standa við okkar skuldbindingar og árið áður, en engu að síður gátum við lækkað skuldirnar talsvert á okkar kostnað því launin voru ekki mikil hjá okkur fyrir vikið. Það sem við réðum ekki við gátum við þökk sé góðum mönnum þeim Hauki í Samtak og Skildi Stefánssyni í Búnaðarbankanum í Búðardal.

 

Yfir línuna voru talsverð vanskil hjá Hauki skildist mér vegna þess að slæmt tíðarfar hafði að sjálfsögðu haft áhrif allstaðar, Menn eins Skjöld í Búðardal hefði þurft að klóna. Lífið væri mun léttara í dag ef við ættum slíka öðlinga. Hann reyndist okkur betur en margur, og sýndi okkur endalausan skilning og við að sjálfsögðu gerðum okkar besta á móti, þó við gengjum langt fram yfir skynsemi. Þetta var bara klikkun, hrein og klár klikkun, en hvað mig varðar þá var þetta lífið og meðan maður dró andan bjargaðist þetta.

 

Því miður hafði ég núna ekki að miklu að ganga með vinnu á dauða tímanum og það var ekki til að gera ástandið betra. Afrakstur 6 mánaða úthalds var ekki stór, 10 tonn af þorski og 20 tunnur af grásleppu!! OMG hvernig lifði maður þetta af.

Við lögðum Bryndísi SH 271 það sem eftir lifði ársins og hertum sultarólina. Það má að sjálfsögðu alls ekki kenna ótíð eingöngu um hvernig gekk, reynsluleysi var líka stór þáttur, en auðvitað varð maður reynslunni ríkari.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

 

Kafli 12

Og áfram rúllar, bjartara framundan


Árið 1989 rann upp og sól fór að hækka aftur. Hækkandi sól fylgir alltaf bjartsýni og gleði. Eftir vetur að hætti Steingríms Hermanssonar fórum við að gera Bryndísi klára í næsta úthald. Stöðugt bættist í trilluflotan í Stykkishólmi og það var gleðiefni. Vorið 1989 kom til dæmis gamli Kári SH 78 á veiðar aftur, upphafið af þeirri útgerð sem enn er til, 30 árum seinna.

 

En auðvitað fóru bátar líka, Mar SH 118 sem ég hef alltaf hugsað sem upphafspunktinn að Vorinu í Stykkishólmi 4 árum áður, fór 1987 og í staðinn kom 9,9 tonna gullfallegur súðbyrðingur smíðaður af Stjána Slipp í Stykkishólmi, síðasti báturinn sem sá heiðursmaður smíðaði á sínum ferli sem skipasmiður. Því miður lenti útgerð hans í hremmingum eins og við, sem kostaði það að mér skilst að innan við ári eftir sjósetningu þurfti að selja hann í skiptum fyrir minni bát. Það gleðilega er að þessi bátur er enþá til sem Brimir SU 158 og í gær var ég að horfa á mynd af honum eins og mublu við bryggju á Fáskrúðsfirði.

Þegar ég segi Vorið í Stykkishólmi 1985, á ég við þá breytingu sem varð í kjölfarið af vaxandi trilluútgerð þaðan og ég er stoltur að hafa átt þátt í því. Reyndar var þetta svona um allan innanverðan Breiðafjörðinn, þessa gullkistu sem hann var og er enn.

 

Við hófum róðra í mars en veiðin var dræm. Eftir duttlunga í náttúrunni árið áður var grunnslóðin steindauð þ.e. innanverður Breiðafjörðurinn. Mig minnir að það hafi ekki verið beisið hjá netabátunum heldur þessa vertíð. Við lögðum því fyrir mánaðamót apríl-maí og hófum strax að kroppa grásleppu. Verðið hafði hækkað eitthvað um 10% eða svo, og þetta var bara alls ekki svo slæmt því tíðin var betri en árið áður. Við vorum 2 og hálfan mánuð og kroppuðum 30 tunnur í 120 net.

Eftir hremmingar ársins á undan vorum við sáttir og til að bæta ofaná þetta hafði ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ákveðið að bjóða þeim trillukörlum sem voru í vandræðum með greiðslur af lánum, fyrirgreiðslu í formi láns til 6 ára frá Byggðastofnunn með veði í bátunum. Við sóttum um og fengum 700.000 krónur sem dugaði til að hreinsa upp öll lán og vanskil, sem voru reyndar í samkomulagi, og bæta við þetta einni DNG nýrri tölvurúllu, en við vorum frá upphafi bara búnir að vera með 2 Elliðarúllurnar sem voru í fínu lagi.

 

Við tókum okkur gott frí í mánuð og fórum svo nokkra prufuróðra í lok ágúst, en það var hálfdapurt svo við græjuðum okkur nokkra haukalóðarstubba og lögðum fyrir lúðu í september. Við höfðum svo sem prófað það árið áður en ekki gengið neitt. Meðan lánið lék ekki við okkur 1988 virtist það ætla að snúast okkur í hag 1989, því við fengum smávegis af lúðu í september og viti menn, eftir mjög slæma tíð í byrjun október fór að glæðast veiði á handfærin og nóvember var bara veisla á grunnslóðinni innan um hörpuskelbátana.

 

Mikið var ég með ljótan hiksta það tímabil, en við þvældumst ábyggilega mikið fyrir þeim. Samt kvörtuðu þeir ekki og ég vona bara að þeir trúi að við höfum verið með slökkt á talstöðinni. Við kvöddum því gott en kalt ár og 1990 tók við.

Við byrjuðum veiðar um mánaðamót mars-apríl og það var bara líflegt á skakinu. Tímamót urðu þegar við fórum ásamt fleirum að senda aflann suður á Faxamarkað með mun hærra verði og gert upp vikulega að fullu. Eins og árið áður fjölgaði enn í flotanum og það var mikið og iðandi fjör í höfninni.

 

Þetta vor reikna ég með að fleiri bátar hafi verið á þorskveiðum með handfærum og línu en á grásleppu. Í lok apríl fórum við að róa með línustubb og gekk vel en við hættum því um 20. maí vegna aðstöðuleysis, en handfæraveiðin lofaði góðu og við sáum fram á að vera lausir frá grásleppuni að sinni.

 

Júní og júlí voru fínir mánuðir á skakinu frá Stykkishólmi, um 9 tonn samanlagt og góð verð á Faxa. Í ágúst tókum við frí, og september og október voru frekar rýrir. Við pöntuðum okkur radar og nýtt mastur og kappa á Bryndísi, auk þess sem við létum taka gírinn upp í byrjun október. Um miðjan október var svo aftur byrjað á skaki með nýupptekinn gír, breytt stýrishúsþak með nýju mastri og nýjum radar, og vá það var meiri veisla fram í lok nóvember, en síðustu róðrana í október fórum við með línu og fengum gott. Árið endaði í 25 tonnum að verðmæti 1,6 milljón króna.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Kafli 13

Bryndís SH 271 kveður


Eftir tvö bara góð ár og ljúfa siglingu, rann upp árið 1991.

 

Ég verð að viðurkenna að stundum var maður ekki alveg að höndla hlutina. Í mars var góð veiði á fjarrslóðini, 2-3 tíma siglingu á 7 hnútunum. Því miður höndluðum við það bara ekki þó tíð væri góð. Við vorum vanari að hafa þetta nær og eyjarnar í bakgrunni. Því var mars og apríl ónýtur hjá okkur að mestu og við pirruðum okkur á því að hafa ekki betri gang.

 

Nú var gamli farinn að viðurkenna að það var svolítið mislukkað að hafa bara ekki fengið sér Sóma eins og allir hinir. Þetta var eins og að labba á járnhurð. Við veltum þessu orðið talsvert fyrir okkur en það var amk. milljón króna munur á okkar bát og góðum Sóma auk þess sem þyrfti að selja Bryndísi fyrst. Síðan var þetta bara misslæmt kropp það sem eftir var ársins og tölur ætla ég ekki að nefna þetta árið hvað þá næsta ár. Nóvember sem hafði verið góður síðustu 2 ár var alveg hörmung, því tíðarfarið var slæmt og ef það gaf fékkst ekki bein. Ofan á þetta var byrjað að þrengja verulega að smábátum og bara það eitt og sér var frekar ógnvekjandi.

 

Það er með ólíkindum hvað alþingismenn eru tilbúnir að ganga langt fyrir eina helvítis asnagulrót í boði þeirra sem yfir peningunum ráða jafnvel þó þeir eigi þá ekki. LÍÚ með Kristján Ragnarsson í farabroddi hóf skæruhernað gegn þessum geira sjómennsku og útgerðar og það jók hvorki ánægjuna eða bjartsýnina. Þeim óx mjög í augum hvað þessi floti hafði stækkað og tæknivæddist og það virtist líka fara í taugarnar á þeim hvað þetta skilaði mikilli atvinnu sem kannski gerði þeim erfitt fyrir að manna ryðkláfana sína.

 

Um haustið var Bryndís auglýst til sölu eða í skiptum fyrir Sóma 700 eða 800. Við höfðum um sumarið bætt við annari DNG rúllu og ásett verð var 4,5 milljónir. Lengi vel gekk nú ekki mikið en eftir áramót 1992 fóru óvæntir hlutir að gerast. Ungur Patreksfirðingur búsettur í Garðabæ hafði samband og bauð okkur að skipta á Sóma 700 bát sem hann átti og Bryndísi. Þetta hljómaði vel því við skulduðum um 500.000 kr en hjá Byggðastofnunn og tilboð hans hljómaði uppá að slétt skipti og hann tæki yfir Byggðastofnunarlánið en við héldum grásleppuleyfinu og spilinu. Samningar tókust og 29. janúar skrifuðum við undir og gengum frá kaupunum í Hyrnuni í Borgarnesi. Já þetta var stuð og stemming, leynifundur í Borgarnesi, manni leið bara eins og sægreifa loksins. Sóminn hét Lóa RE 328, skipaskrárnúmer 6528 og nú fékk hún nafnið Sædís SH 128.

 

Þessi bátur var búinn 165 hestafla BMW og smíðaður 1984, einn af fyrstu bátunum þessarar gerðar. Meira að segja raðnúmerið er 28 frá Bátasmiðjunni. Seinna fékk hann svo símanúmer sem endaði á 28. Honum fylgdu 3 sænskar tölvurúllur, loran, Ratheon dýptarmælir í svarthvítu og reyndar ekki nema 100W en merkilegt nok hann dugði og VHF sömu gerðar og mig minnir einhver rosalegur CB hlunkur sem virkaði illa.

 

Hann var nýdekkaður með palladekki og mjög sportlega innréttaður fram í lúkar, plussklæddur í hólf og gólf og ég verð að segja að plássið í þessum bátum fram í er alveg einstaklega rúmt og þægilegt. Fyrir nokkrum dögum fór ég og skoðaði bát, gamla Sörla ÍS 601 sem búið er að breyta mikið og er Víkingur eins og Bryndís SH 271 var, en lúkarinn hefur ekki verið hækkaður eins og stýrishúsið og þetta var eins og að skríða ofan í músarholu.

 

Það lá vel á okkur í febrúar þegar við fengum bátinn og mikil ástæða til bjartsýni.

  

  

 

 

  

 

 

fimmtudagur 21. febrúar 2019

Útgerðarsaga feðga

Kafli 1

Fyrsta útgerðin


Eins og ég segi langar mig að rekja útgerðarsögu okkar feðganna, mína og föður míns, Jakobs Gunnars Péturssonar frá Galtará í Gufuldalssveit. Eins og Laxness myndi orða það, hann fór ungur að heiman á síld, í MA, farkennslu og svo varð sjórinn hans heimaslóð meira eða minna í um 15-16 ár þar til hann fór aftur að kenna 1959 í Flatey.

 

En auðvitað byrjar maður á byrjunini og hún er nú ekki bráðljós. Árið man ég ekki alveg en það er mögulega á árabilinu 1945-47 sem hann og nokkrir ungir menn kaupa bát, þar á meðal eru hluthafar annar ef ekki báðir bræður hans. Báturinn hét Hermann TH 78. Um þennan bát finn ég ekki miklar heimildir annað en það sem segir í Íslensk skip. Gamli hló dátt þegar hann sá það sem þar er skrifað um bátinn, en þetta var einn af a.m.k. 3 sem kallaðir voru ráðherrabátar, byggðir á Eyrarbakka 1937 eða kringum það ártal. Þessi hét upphaflega Hermann ÁR 197. Í Íslensk skip er hann sagður seldur í Naustavík 1942 og þá fengið einkennisstafina TH 78. Hann hafi síðan verið afskráður 1950 búinn að liggja í fjöru í Húsavík í nokkur ár eins og sagði.

 

Það var bara ekki rétt. Þeir kaupa hann já og mig minnir að þeir hafi verið a.m.k. 8 eigendur og flestir frá Drangsnesi eða þar í kring og þangað fóru þeir með hann. Það var mikið í lagt þó báturinn væri langt í frá í góðu standi. Sá sem átti að bera skipstjóratitilinn var sendur í pungaprófið og svo var byrjað og gangurinn misgóður eða slæmur. Skipstjórinn gafst upp eftir einhvern tíma og gamli tók við þó réttindalaus væri. Báturinn var reyndar undaþeginn réttindum, eða líklega ekki gengið eftir því á þessum tíma. Eftir einhverja mánuði eða um það bil kannski ár fóru þeir út frá Drangsnesi og sögum ber ekki saman um hver tími dags þetta var. Það hafði verið rok við bryggjuna á Drangsnesi sem var reyndar í bygginu þá og þeir virðast ekki hafa tekið eftir því að byrðingurinn hafði skemmst. Rennir stoðum undir þá frásögn að þetta hafi verið að nóttu til í myrkri. Þeir eru rétt komir frá bryggju þegar þeir verða varir við að fleyið er að sökkva, sem það og gerir þegar þeir eru komnir rétt út á dýpið framan við höfnina á Drangsnesi. Þeim var öllum bjargað en báturinn ótryggður tapaðist og sást ekki meir. Mögulega eru einhverjar leyfar þarna á botninum af gamla Bolinder glóðarhaus sem skilaði þessu 7 tonna fleyi 20 hestöflum.

Þannig endar fyrsti kafli.

 ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kafli 2

Bryndís SH 136 BÚÐUM!!!


Eins og ég kem að síðar er stundum fall fararheill og næsti kafli í þessari fábreyttu útgerðarsögu má segja að það hafi verið þannig eftir að hafa misst Hermann TH 78 niður við Drangsnes.

 

Forsaga málsins er sú að gamli átti sveitunga sem var Þorbergur Ólafsson frá Hallsteinsnesi og forstjóri Bátalóns hf. Bátalón var þá að byrja að byggja dekkaða súðbyrðinga og 1953 er svo komið að Þorbergur á í vandræðum með eina nýsmíðina. Maður í Reykjavík hafði pantað bátinn og hann var að verða afhendingarklár og komin skráningarbeiðni sem Sporður RE 75 þegar það kemur babb í bátinn. Maðurinn hafði pantað fullbúinn 8 tonna bát með öllum búnaði en þegar að vélbúnaði kom, sem dæmi, hafði í stað Lister með öllum tilheyrandi búnaði komið 36 ha Lister sem var strípuð og snúið í gang!!!

Ekki fékkst þessu breytt svo maðurinn bakkaði út og Þorbergur var búinn að finna hálfblankan bónda á sunnanverðu Snæfellsnesi sem var reiðubúinn að ganga inn í kaupin en vantaði meira fjármagn og eitthvað uppá kunnáttu í sjósókn.

 

Gamli var búinn að ala manninn í Þorlákshöfn einn af frumbyggjum þar og hafði verið vélstjóri á Jóni Vídalín ÁR 205 vertíðina 1952, og vélstjóri og um tíma formaður á Brynjólfi ÁR 2 vertíðina 1953. Hann var því stöndugur og Þorbergur vildi örugglega losna við bátinn sem fyrst af höndum sér bauð honum að ganga inn í kaupin með Sigurjóni Einarssyni bónda.

Nú þekkja flestir Bryndísarnafnið hjá okkur feðgum, það er frá þessum Sigurjóni komið sem og númerið SH 136, þetta var allt klárt þegar gamli gekk í companyið. Það birtist meðal annars frétt í Morgunblaðinu í júlí þetta ár af nýjum bát sem keyptur væri til Búða á Snæfellsnesi.

 

Bíðum nú við, Búða??? Hver þekkir ekki Búðir og Hótel Búðir, jú ef grant er litið austan við hótelið kemur í ljós bryggjukantur og krani sem reyndar er seinni tíma verk. En það var sem sé hugmyndin sem lagt var upp með síðla sumars 1953 að gera þetta hafskip út frá Búðum, enda Sigurjón Einarsson búsettur í sveitini. Mér skilst að þeir hafi ætlað að verka fiskinn sjálfir á þessum tíma.


Þetta þótti mikil viðburður í sveitinni á þessum tíma, einhverjar opnar trillur voru gerðar þarna út en þetta var flaggskipið. Gamli talaði um það að 3 dætrum prestsins á Staðarstað hefði verið boðið í siglingu út að Búðarskerjum í tilefni þessa.

Það var talsverður munur á þessum og Hermanni TH 78. Mér skilst á gamla að þetta hafi gengið frekar illa um haustið. Flaggskipið þurfti oft að sæta sjávarföllum til að komast inn og út úr Búðaósnum og leiðsögumerki og ljós voru ófullkomin og léleg. Þegar Bryndís komst á sjó var oftast ágætt fiskirí en hugur þeirra beggja eða amk skipstjórans stefni í næstu höfn og þar hófst aðalkaflinn.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kafli 3

Hellissandur/Krossavík


Endir síðasta kafla var sá að hugurinn stefndi í betri hafnarskilyrði með Bryndísi SH 136 í byrjun árs 1954. Eftir haustvertíðina var staða útgerðarinar hvað skil varðaði ekki góð og í ljós kom að persónuleg staða meðeigandans sem sá um daglegan rekstur útgerðarinar var heldur ekki góð, en út í þá sálma skal ekki farið.

 

Það var þrátt fyrir allt ákveðið að færa sig í Krossavík á Hellissandi með bátinn. Fljótlega eftir komuna þangað urðu eigendaskipti á helmings hlut þ.e. hlut meðeigandans í Bryndísi SH 136. Nokkrir Sandarar með Skúla Alexanderssyni komu inní fyrirtækið á móti gamla og þar var róið stíft á línuna á vertíðini 1954 og ágætur afli kom á land.

 

Svo stíft var róið að í einni sjóferðinni var komið norðan bál þegar að landi var komið og það þverbraut fyrir víkina annað slagið. Sá sem átti að sjá um innsiglingaljós vildi ekki kveikja þau þegar vart var við Bryndísi lónandi fyrir utan í myrkrinu taldi lendingu með öllu ófæra. Skúli Alexsanders tók þá af skarið ásamt meðeigendum sínum og braut upp skúr þar sem ljósarokkur fyrir leiðarljósin var. Gamli sagði mér seinna að hann hefði frekar ætlað að lóna þarna uppí fyrir utan en reyna að berja inn að Ólafsvík. Rifshöfn var ekki komin þegar þetta var, 1954.

 

Þeir voru 3 á og annar hásetana var Ingólfur Eðvarðsson faðir séra Eðvarðs sem nú er annar sóknarpresta hér á Akranesi. Þegar ljósin svo kviknuðu fór hann að fikra sig inn víkina en fljótlega sá hann hvers kyns var og þegar þá var komið var ekki aftur snúið, það varð að halda inn. Báturinn fékk á sig a.m.k. 3 brot og það síðasta var stærst og lagði Bryndísi nánast á möstrin. Það var ekki mikið í honum af fiski og vel frá honum gengið svo hann raskaðist ekki mikið að ráði en eitthvað af línubölum þaut í heilulagi út og hvarf sem betur fer með ölduni frá bátnum því annas hefði voðinn verið vís uppá skrúfuna að gera.

 

En það sem verst var að rafgeymar í vélarrými voru illa skorðarir og slitnuðu frá tengingum og því fóru öll ljós af Bryndísini í þessu broti. Skúli og hans menn sáu því ljósin hverfa í hroðan og töldu fullvíst að slys hefði orðið. Því skildi skipstjórinn lítið í því að jeppar þutu á miklum hraða í myrkrinu austur vík að klettunum undir þar sem nú er fyrrum frystihús Skúla og félaga og Bátahöllin í dag. Þeir reiknuð með að brak myndi koma þar upp og hófu að lýsa út í víkina þar fyrir framan. En í stað þess að sjá spýtnabrak í sjónum glapaði á hvítan bátskrokkinn í skyni háuljósa jeppana þar sem Bryndís var að skríða farsællega að bólvirkinu stráheil eftir kossa Ægis í Krossavíkini.

 

Þessa vertíð réri svo líka systurskip Bryndísar, Bjargmundur RE 326 frá Krossavík. Skipstjóri hans var Ragnar nokkur Konráðsson sá eldri sem þá var einhverjum 15-20 árum eldri en gamli og þaulkunnugur öllum miðum og slóðum. Samt öttu þeir kappi og sjaldan var langt á milli til skiptis.

 

 Þegar vora tók fór að gefa sig vel í Sandabrúninni og Bjargmundur og Bryndís fóru að hafa þann háttinn á ef það spáði SV kalda að leggja næturlóðir í brúnina. Þetta villti svolítið fyrir Ólafsvíkurbátum sem treystu sér ekki lengra ef svo lét en í brúnina og því komu einhverjir dagar þar sem þeir lentu ofan á þessum tveim frá Sandi með tilheyrandi flæku og látum.

Gamli sagði að Raggi Koddi hefði ekki farið vettlingatökum um Ólsarana. Einhverju sinni sem dæmi voru Bjargmundur og sennilega Mummi lll frá Ólafsvík að draga upp flækju nánsast hlið við hlið þegar hnúturinn kom upp nær Mumma seilaður af fiski. Þegar koddinn sá þetta lét hann setja fast í snatri og setti svo á fulla ferð aftur með Mumma svo formaður hans sá sinn kost vænstan í stöðuni að skera á í snatri til að forðast að fá allt í skrúfuna.

Já það var líf og fjör í tuskunum á Sandi eins og að sjálfsögðu enn í dag.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

  

Kafli 4

Í Bolungarvíkini var björgulegt forðum.


Eigum við ekki að orða það þannig að öll óhöpp hjá þessum útgerðum okkar föður mína hafi verið farsæl. Eftir umhugsun ákvað ég að klára þennan bát í einum rikk til að hafa það ekki of langdregið og staldra svolítið við fallegan bæ vestur á fjörðum.

 

Bryndís SH 136 var gerð út frá Sandi vertíðirnar 1954 og 1955 á línu. Þetta gekk vel, til að mynda var stæðsti róðurinn samkvæmt dagbókum föður míns 9,5 tonn. Ég trúði því nú ekki fyrr en ég hitti einn meðeigandann, Kristófer frá Hellu á Sandi sem sagði nkl. sömu sögu og gamli. En því miður það er stutt í óhöppin og líklega var það um páska 1955 sem gamli tók sér frí og fór að hjálpa Sigurði bróður sínum að koma sér fyrir á Staðarfelli í Dölum sem bóndi þar, þegar gerði norðan hret og því miður skilst mér að meðeigendur í bátnum hafi ekki gert sér grein fyrir að passa þyrfti betur uppá hann því Bryndís slitnar upp og þeytist uppí einu grjóthrúguna í fjörunni ofan við bólvirkin í Krossavík og bakborðsíðan hreinlega fór að mestu úr henni. Bátnum var klambrað saman á staðnum svo flyti og slefað inn í Hólm til viðgerðar. Gamli var frekar súr en mér skilst að Skúli Alexsandersson og Jökulsmenn hafi þá ákveðið að bjóða honum að taka við Hólmkel SH 137, 50 tonna bát sem þeir höfðu nýlega keypt frá Neskaupstað og hét reyndar enn Draupnir NK 21. Því frestaðist fullnaðarviðgerð á Bryndísi og hún var ekki klár fyrr en rúmum 2 árum seinna af þessum sökum. Gamli var skipstjóri á Hólmkel í um 2 ár, vertíðirnar 1956 og 1957 og einn þeirra fyrstu að róa úr Rifi.

 

Þegar búið var að gera við Bryndísi SH 136 var ákveðið að slíta samstarfinu og gamli eignaðist Bryndísi einn. Hann stundaði handfæri úr Rifi í fyrstu að sumri og hausti en 1959 fóru hlutirnir að breytast og gerast þegar hann leigði hana til Flateyjar í stað póstbátsins Konráðs BA 152 sem var í stórviðgerð í Stykkishólmi. Eftir það voru færin stunduð grimmt, fyrst frá Flatey svo Rifi og loks um haustið í september og fram í október í Bolungarvík. Þar kynntist gamli Einari Guðfinnssyni eldri og það voru kynni sem hann mat alla tíð mikils og Vestfirðinga sem heild. Einar var reyndar hættur sem framkvæmdastjóri fyrirtækja sinna og synir hans Guðfinnur og Jónatan teknir við, en Einar gamli sá samt sjálfur um afgreiðslu og löndun hjá trillunum, sér í lagi aðkomubátum og auðvitað hafði hann puttana á púlsi fyrirtækjanna.

 

Sem dæmi síðasta haustið sem gamli réri úr Bolungarvík sem var sennilega 1962 kom Einar að máli við hann og spurði hvort hann væri til í að lána sér uppgjörið framyfir áramót og þá fengi hann gert upp með góðum vöxtum. Gamli sló til og viti menn á nákvæmlega réttum degi kom öll upphæðin með vöxtum og vaxtavöxtum, ekki það að faðir minn treysti ekki gamla manninum heldur kom það honum á óvart hvað hann var nákvæmur og nota bene þetta var munnlegt samkomulag óskjalfest með öllu.

 

Þegar ævisaga Einars kom svo út var ekki að sökum að spyrja gamli las hana spjalda á milli og ekki minkaði hrifning hans á Bolvíkingum og Einari Guðfinnssyni við þann lestur. Mikð væri nú gott ef menn væru svona í dag. Mér skilst að þess hafi verð dæmi þó Einari hafi verði meinilla við það eftir því sem fram kom í samtölum þeirra á milli í lúkarnum á Bryndísi að hann hafi lánað eða greitt fyrir vöskum sjómönnum í Bolungarvík að eignast sína eigin báta. Honum fannst ekki gott að missa frá sér mannskap en ekki vildi hann hindra menn til athafna ef það gæti komið Bolungarvík til góða.

 

Þetta árabil 1959-62 voru haustin í Bolungarvík meginuppistaðan í afla. Oftast voru þeir 3 á og vil ég sér í lagi nefna þar Aðalsteinn Valdimarsson frá Hvallátrum sem bjó í Flatey á þessum tíma og réri a.m.k. 2 haust með gamla í Bolungarvík og var svo með á færunum á vorin frá Flatey jafnvel skipstjóri á Bryndísi ef gamli var enn bundinn við kennslu í skólanum í Flatey, en hann var kennari í Flatey 1959 til mig minnir vorið ´63.

  

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

  

Kafli 4,5

Bryndís SH 136 the end


Fyrst ég er við tölvuna og búinn að taka smá pásu er best að koma með framhaldið og enda þátt þessa góða báts Bryndísar SH 136. Frá 1960 var útgerð Bryndísar stopul eða fór minnkandi vegna annara verkefna hjá gamla. Hann var á þessum árum, 1959 til 1967 að Bryndís SH 136 er endanlega seld, kennari í Flatey á Breiðafirði og í Grímsey frá 1963. Á vorin frá 1960 til a.m.k. 1965 annaðist hann selveiðar á vorin frá Staðarfelli í Dölum fyrir mágkonu sína Þuríði Ólafsdóttur bónda og ekkju Sigurðar bróður hans sem lést 1960 á besta aldri.

 

Ég er búinn að gera Bolungarvík skil en síðustu árin líklega 2 frekar en eitt var róið í Faxaflóann, eftir selinn, á handfæri og flatt og saltað um borð og síðan landað í Höfnum. Það er hálffyndið að síðar urðu Hafnir á Reykjanesi heimahöfn bátsins í mörg ár. Fyrirkomulagið á þessu fiskiríi var þannig að það var rennt á slóðirnar vestur og suður úr Jökli og legið inni á Arnarstapa þegar skyggja tók. Þegar brældi var siglt suður yfir Flóan til löndunar í Höfnum. Í Höfnum kynntist hann öðrum útgerðarmanni, Júlíusi Árnasyni sem gerði út aðeins minni Bátalónsbát, Faxa GK 129. Þeir áttu eftir að eiga svo viðskipti síðar.

 

Vorið 1965 var báturinn teki á land í Bátalóni til yfirferðar fyrir söluferli. Þá kom mjög slæmur galli í ljós sem fékk föður minn til að svitna allillilega. Báturinn var allur saumsvikinn vegna þess að þegar Bátalón byggði hann klúðruðu þeir líka vali á réttum saum og settu alltof granan og lélegan saum. Báturinn hékk í raun saman á málinguni. Bátalón bauðst til að sauma hann upp og snurfussa á eigin kostnað og sjá svo um söluferlið. Ekki gekk það nú sem skildi vel því það var erfitt að selja um þetta leiti og líklega var það ekki fyrren veturinn eftir sem mögulegir kaupendur fundust. Auðvitað voru þeir blankir en fengu einhverja fyrirgreiðslu auk þess sem það tíðkaðist að seljandi lánaði eitthvað eiginlega talsvert á móti.

Dúddarnir sem keyptu, 3 ungir menn voru nú dálítið blautir á bakvið eyrun og þetta gekk víst ekki vel og endaði á því að þeir eyðilögðu Listerinn alveg.

 

Faðir minn fékk ekki krónu útúr þessu fyrir vikið því eitthvað gekk nú fyrirgreiðslan sem þeir áttu að fá ekki vel fyrir sig þegar upp var staðið. Því sat hann upp með vélarlausan bát þangað til vorið eftir að gamall kunningi hans úr Höfnunum varð fyrir miklu óláni. Júlíus Árnason maðurinn sem átti Faxa GK 129 hafði lent í því að missa hann upp með splunkunýri 62 hestafla Perkinsvél sem slapp að mestu frá þessum hremmingum. Hann vantaði því bát fyrir sumarið 1967 og því varð úr að hann keypti Bryndísi SH 136 vélarlausa og gat því nýtt Perkinsvélina úr Faxa í hana.

 

Faxi var dæmdur ónýtur en svo merkilegt sem það var þá eignaðist hann framhaldslíf nokkrum árum seinna nýuppgerður í Stykkishólmi sem Matti SH 4 og endaði svo sem Gæfa VE 11, upphafið af farsæli útgerð í Eyjum sem reyndar er svo fyrir löngu hætt. 5 tonna Gæfa varð að lokum 60 tonna Gæfa. Bryndís fékk að halda nafninu hjá Júlla og fékk einkennisstafina af Faxa GK 129.

 

1977 flytur Júlli svo í Keflavík og þá fékk hún einkennisstafina KE 12. Júlli átti hana og gerði út til 1986 en þá síðla vetrar varð hann aftur fyrir alvarlegu óhappi og í þetta sinn varð sagan ekki lengri, en Bryndís KE 12 fauk á hliðina í roki sem gekk yfir Reykjanesið þar sem hún var í vetrarstöðu í Njarðvíkurslipp. Ekki þótti taka að gera við þetta gamlan bát og því var saga hennar öll. Hún var svo brennd á gamlársdag 1986 í Njarðvík.

 

Tekur nú við 15 ára hlé a.m.k.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------  

Kafli 5

Og þá hefst næsta tímabil


Frá 1967 til 1984 er ekki bátur í eigu föður míns og þó. Kem að því á eftir. Kallinn taldi sig alveg hættan þessu en auðvitað er það ekki hægt, þetta er ávanabindandi andskoti og á árunum 1975 til 1977 var hann mjög virkur þáttakandi í stofnun og framþróun Þörungavinslunar á Reykhólum og varamaður Steingríms Hermannssonar í fyrstu stjórn þess.

 

En þetta er nú annað mál en kemur að vísu við sögu í framhaldinu. 1975 var háð Þorskastríð á miðunum við landið en það var líka í eldhúsinu í gamla skólanum á Reykhólum. Frá þeim tíma kviknaði áhugi minn á sjómennsku og skipstjórn, auk öllu því sem tengist vélbúnaði í bátum og skipum sem er auðvitað hverjum trillukarli nauðsynlegt.

 

Ný skref í útgerð


Hver kannst ekki við máltækið "oft veltir lítil þúfa þungu hlassi" mér finnst það eiga vel við upphafið mitt með þeim gamla. Fyrsta fleytan eftir að ég kom til sögunar var ekki merkileg. Ég reyndi hvað ég gat að finna mynd af henni en það var mjög skrýtinn prammi sem gamli rak saman sumarið 1977 þegar hann og við fjölskyldan tókum til við þangskurð með handaflinu á Galtará, áður en haldið var á vit ævintýranna í Stykkishólmi.

 

Þetta var botn og grind sem haldið var uppi af fjórum bílslöngum sem lásaðar eða tessaðar voru í grindina sem var ferköntuð, 3x lengri á annan veginn eða svo. Þessu var róið sem gekk auðvitað ekki vel. Í fyrstu taldi gamli að stöðugleikin væri nógur en auðvitað var það ekki svo gott án hjálpar og því snaraði hann brettum á sitthvort borðið með áföstum tómum olíubrúsum sem gerðu þetta skrifli eins og klett í hafi. Hann haggaðist ekki nema mikið kæmi til í hvort borðið sem var. Þetta fagra fley var samt ekki notað nema í ca 2 mán og fór ekki á flot eftir það. Örlög þess voru að brenna sennilega 2 árum seinna, þegar oddvitinn í Gufudalssveit ætlaði að gera okkur þann greiða að sinubrenna túnið á Galtará og það fór illa úr böndunum svo tjón hlaust af.

 

1982 var svo næsta skref tekið sem er líklega upphafið af því sem síðar varð. Því miður á ég ekki mynd af því fleyi en þá keyptum við slöngubát með 25 hestafla Johnson utanborðsmótor sem gekk alveg heilan helling. Reyndar vorum við þar í félagi við 2 aðra úr Galtarárfjölskylduni. Við notuðum hann svollítið í fyrstu í Hólminum um sumarið en vorið 1983 fórum við með hann að Galtará og þar var rúntað um Kollafjörð yfir á Bæjarnes og Svínanes.

 

Í júlí datt svo þeim gamla í hug að afla þangs með handaflinu að Galtará til að drýgja tekjurnar og þá kom báturinn í góðar þarfir. Við notuðum hann til að fleyta okkur útí ystu skerin á útfalli og draga nótina uppí fjöru með slegna þanginu til að moka því í netapoka. Síðan voru 25 hestöflin nýtt til að draga netin á ból. Þetta var mikið mix og þurfti lægni til en þetta gekk áfallalaust. Við handöfluðum hátt í 100 tonna minnir mig, frá júlíbyrjun fram til 26 ágúst en þá skiluðum við af okkur og fórum suður í Hólm með bátinn enda tók við skóli hjá gamla og hreppurinn hjá mér. En við höfðum háleit markmið fyrir næsta ár og sumar. Um veturinn hækkaði símreikningurinn illilega en var mikið hringt spáð og spökulerað.

 

Þess ber samt að geta að þetta gekk ekki alveg áfallalaust, mótorhælinn varð fyrir skemmdum sem og botn bátsins fór ekki vel í nuddi við klappir og grjót.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------  

 

Kafli 6

Bátarnir stækka, Anna SH 49 kemur til sögunnar


Áður en við fórum í þangið 1983 og reynar held ég sumarið áður vorum við feðgar farnir að leita okkur að alvöru skipi. Ég held að Bolungarvíkurnostralgía hafi svolítið verið að plaga gamla og hann langað aftur vestur þó hann hafið ekki orðað það þannig.

 

Svo merkilegt sem það var þá vorum við sjaldnast sammála í upphafi, og reyndar alla okkar útgerðarsögu og alls ekki með sömu prinship. Við heimsóttum nokkrum sinnum Brynjar Ívarsson í Bátum og búnaði og einhvern lögmann sem var að selja punga, líklega á vegum LÍÚ. Þá erum við að tala um þetta 15 til 20 tonna báta. Ég man eftir nöfnum eins og 1158 Bakkavík ÁR 100, Svan RE 475 og Húnavík HU 38 sem var dýrust og nánast nýr bátur. Ég nefndi við gamla að mig langaði helst í Bátalónsbát en hann var ekki spenntur fyrir stórum súðbyrðing eftir lokaraunirnar með Bryndísi SH 136. Við vorum þar að auki blankir og þar sem foreldrar mínir voru að skilja stóð yfir uppgjör sem setti talsvert strik í reikninginn, en ekki vantaði bjartsýnina.

 

Eftir þangöflunina sumarið 1983 fórum við að pæla í því hvort við gætum nýtt auðlindina í fjörunni hjá okkur og kannski meira til að fjármagna þó ekki væri nema opna trillu sem kostaði ekki mikið. Því fór af stað mikil vinna um veturinn 1983 til 84. Í fyrstu var langt upp með nýjan bát en það var alltaf spurning um fjámögnun. Við áttum reyndar hauk í horni, Skjöld Stefánsson útibústjóra Búnaðarbankans í Búðardal viðskiptabanka föður míns. Skjöldur reyndist föður mínum alla tíð vel og var lykilmaður í því sem fljótlega kom. Hann var reiðubúinn að leggja okkur lið að einhverju leiti og um vorið 1984 höfðum við loksins fundið Færeying á þokkalegu verði og að við héldum í sæmilegu standi. Seljandinn var endurskoðandi eða eitthvað slíkt og hafði átt hann í nokkur ár sem hobbý bát í Reykjavík en ekki notað hann mikið enda kannski kunnáttan ekki mikil að okkur fannst í meðferð báta. Báturinn hét Þórey RE 3 skipaskrárnúmer B-854 (5854). Hann var bátur númer 3 frá Mótun smíðaður 1977 í Hafnarfirði og hét þá Dagný NK 7 og seinna Þórey NK 13.

 

Hann hefur sennilega verið notaður talsvert á Norðfirði þegar hann var þar. Kaupverðið var 250.000 kr og með honum fylgdi dýptarmælir, bjargbátur í tösku, kompás og í honum var 23 hestafla Volvo Penta vél. Það vantaði VHF talstöð sem reyndar var ekki orðin skylda fyrr en um þetta leiti.

 

 Kaupin voru fjármögnuð þannig að Skjöldur í Búðardal lánaði okkur 100.000 krónur til útborgunar og svo gaf eigandin út tvo víxla uppá 75.000 krónur hvorn með gjalddaga 1 september 1984. Skuldabréfið í Búnaðarbankanum var með gjalddaga 1 október sama ár. Við urðum svo að kaupa okkur nýja talstöð frá Benco sem kostaði 12.000 krónur og það kostaði eitthvað um 6.000 krónur að flytja bátinn með Baldri úr Reykjavík og vestur.

 

Við urðum fyrir því óláni aftur á móti að í millitíðinni var kompásnum stolið úr honum þar sem hann stóð fyrir utan Trefjar í Hafnarfirði. Þegar báturinn kom lentum við í því að við gangsetningu brotnaði gormur í olíuverkinu og það tók drjúgan tíma að finna það út því gormurinn hélt opnum loka fyrir brennsluolíu inná verkið og því var ekki nema vona að ekki færi í gang.

Kalli Einars bekkjarbróðir minn dró okkur úr Skipavík þar sem Baldur kom með áburð þegar hann kom með Þórey, og inní gömlu höfnina í Stykkishólmi þar sem við settum hana efst uppí krók við steinbryggjuna neðan við Bókabúðina hjá Kidda og Stellu.

 

Þetta byrjaði ekki vel.

 

  -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Kafli 7

Þangskurður á Galtará og Bæjarnesi 1984


Um veturinn höfðum við átt í samskiptum við þáverandi forstjóra Þörungarverksmiðjunar og höfðum óskað eftir að fá leigðan skurðarpramma frá byrjun júní og þangað til við myndum ná skammtinum í þessum löndum eða fram í seinnihluta ágúst. Forstjórinn sýndi þessu fullan áhuga og frá byrjun var það aldrei neinn misskilningur að við ætluðum að nýta tíman vel.

 

Hann sendi okkur upplýsingar um úthaldsdaga allra 9 prammana sem þá voru í notkun, en ástand a.m.k. 2 þeirra var frekar slappt, sér í lagi þess elsta, pramma no 1 sem var líka einum cyl aflminni en allir hinir. Sem dæmi; prammi 6 hafði verið leigður árið áður í Hergilsey í um það bil mánuð og aflað um 350 tonna eða um 10-12 tonn á dag sem gerir 5-6 net að meðaltali á dag. Okkur skildist að þetta væri ekki svo slæmt enda góður prammi.

 

Við hefðum aldrei skipulagt kaupin á Þórey RE 3 sem nú hafði fengið nafnið ANNA SH 49 í höfuðið á föðurömmu minni fyrrum húsfreyju á Galtará. Eiginlega hefði báturinn átt að fá BA númer. 250.000 krónur í skuld voru talsverðir peningar 1984 en eins og við settum þetta upp hefði þetta átt að vera klárt dæmi. Við gerðum ráð fyrir að afla að lágmarki 500 tonna af þangi en æskilegast væri að ná 600 á þessum kannski 40-50 dögum sem við ætluðum okkur úthaldið eða rúm 10 tonn á dag 5 net af slegnu þangi.

 

Við sigldum svo norður yfir Breiðafjörð í blíðskaparveðri en það dró upp þokubakka þegar fór að nálgast Flatey þann 7. júní 1984. Við höfðum fengið þau skilaboð að við myndum fá pramma um eða upp úr 10. júní.

Einn hængur var á, við vorum kompáslausir í þessari ferð með slöngubátinn í slefi. Á Flateyjarsundi var siglt inní mjög dimman þokubakka sem var nú frekar óþægileg tilfinning án alls nema dýptarmælis. Gamli var við stjórn og áður en bakkinn byrgði sýn til Flateyjar setti hann trýnið beint á Flateyjarkirkju og tók svo stefnuna eftir golu sem fylgdi bakkanum og gáraði sjóinn. Eins tók hann mið af stefnubreytingum út frá tuðrunni aftaní.

 

Mér fannst það heil eilífð en sennilega hefur þetta gengið í ca 20 mín þegar létti til og það fyrsta sem birtist framundan var fallega hvíta kirkjan í Flatey, bara komin talsvert nær. Þá var gerð stefnubreyting inn Flateyjarsund með stefnu laust af Látralöndum á Miðleiðarsker, þar mjögulega hvílir á hafsbotni vélbáturinn Oddur BA 12 síðan 30 árum fyrr nærri því uppá dag og með öllum sínum farþegum og áhöfn. Þar fórst meðal annara Óskar Arinbjarnarson bóndi á Eyri, næsta bæ við okkur í Kollafirði, sem best ég veit er afi Jóns Gnarr fyrrum borgarstjóra.

 

Siglingin gekk smurt inn flóann framhjá Látrum og Miðleiðarskeri og þegar við skriðum inn Kollafjörðinn blast við rauður sláttuprammi í Kleifarstaðalöndum en þar voru á ferð Jón Atli Játvarðarson og Sveinn Hallgrímsson frá Skálanesi og voru búnir að vera að með góðan pramma síðan í byrjun maí og gengið vel. Þeir voru að verða komnir inn að merkjum hjá okkur og því að verða búnir.

 

Nú tók við bið hjá okkur, 10. júní kom og ekki bólaði á prammanum.

 

Við fengum gesti, Kristín systir gamla og Elías sonur hennar komu og í farteskinu hafði Elías nýjan góðan kompás í Önnu. Það var svo ekki fyrr en 19 júní sem við okkur blasti m/s Karlsey með pramma 1 í togi okkur að óvörum. Við rukum til og náðum í prammann en okkur rak í rogastans þegar við sáum netabirgðir í prammanum voru aðeins 20 net, 5-6 daga birgðir??? Við fengum þær fréttir að meira væri ekki til og því miður væri að berast of mikið að, auk þess sem það voru einhverjar bilanir í verksmiðjuni. Við byrjuðum strax daginn eftir, 20. júní og 4 dögum seinna voru netin búin. Ástand prammans var mjög slappt, kraftleysi og vöntun á hlífum framan á greiðuna gerði okkur mjög erfitt fyrir. Þetta var ekki alveg eins og við höfðum ætlað 3-4 mánuðum áður!!!!!

  

Stundum hef ég velt því fyrir mér hvað fólk á Reykhólum hugsar eiginlega, sér í lagi í seinni tíð. Það er eins og allt þurfi að vera á móti öllu.

 

Mér er það enn hulin ráðgáta, hvar í ferlinu veturinn 1983 til 4 það skilaði sér ekki að okkur vantaði góðan pramma til að ná því sem við áætluðum, en það var eins og hugsuninn væri sú að við þyrftum pramma til að poka handskorið þang. Samt fylgdu engar nætur fyrir þangið þegar pramminn kom enda báðum við ekki um það. Eitthvað rámar mig svo í að okkur hafi verið sendar ein eða tvær nætur. Í mínum huga átti bara einn maður hugmyndina af því að við fengjum þetta drasl og hann verður ekki nefndur hér á nafn.

 

Við fengum aðeins 20 af 60-70 netum sem við vildum fá með prammanum 19. júní 1984. Sú skýring var reyndar að það var skortur á netum og bilun í verksmiðjunni á Reykhólum. Það tók okkur 3-4 daga að slá með hræinu í þessi net, ca 40 tonn. En mikið var þetta samt erfitt, pramminn var alls ekki góður, kraftlaus með öllu og svo vantaði hlífar framan á greiðuna til að hindra að slegið þang flyti framhjá þegar bakkað var frá skerjatoppum, því ef greiðuni var lyft í snatri og bakkað frá kæfði 2 cyl 25 hestafla Deutz nærri því á sér. Við biðum svo í viku eftir að það væri sótt til okkar og sama var uppi á teningnum á Kleifarstöðum hjá nágrönnum okkar þar, en þeir voru að klára hjá sér.

 

30. júní fengum við fréttir að það yrði sótt til okkar og að Kleifarstöðum. Þá um kvöldið vorum við ræstir út af Halla bónda á Skálanesi til að sækja syni hans og systurson út í sker utan við Skálanes, en þar höfðu þeir fjarað uppi á hörðu útfalli um kvöldið án þess að við yrðum þess varir. Anna SH 49 var á þurru í fjöruni en við drösluðum slöngubátnum fram með aðstoð Halla og þutum svo á 30 hnútum út að skerinu og kipptum strákunum um borð. Gamli skrapp að vísu upp til að athuga með trilluna sem var opinn járnhaugur frá verksmiðjuni og fjöruð hátt uppí klettum í skerinu og vel skorðuð þar. Þetta voru ólánsfleytur og við vildum ekki vera með svona drasl, drógum frekar á Önnu með sín 23 hestöfl, enda var hún keypt til góðra verka.

 

Þegar Karlsey kom svo að sækja í blíðuveðri 1. júlí, kom dráttarbáturinn Flatey með til að slefa útí skipið. Það vantaði þang, verksmiðjan komin í lag og það lá á að því er virtist. Við sameinuðum tvær trossur hjá okkur og Flatey dró þær að síðu Karlseyjar svo sótti hún 30 net a.m.k. í Kleifarstaðalandið og hengdi í trossuna okkar. Það voru því kominn um 50 net, 100 tonn í eina kippu utan í Karlsey og til að halda þessu réttu var járntrillan látin toga í endan á fullu afli. Auðvitað endaði þetta ekki vel.

 

Þegar búið var að hífa okkar 20 net um borð og 3-4 frá Kleifarstöðum gaf sig snúningstjakkur á kranunum á þann hátt sem ég hef ekki séð fyrr eða síðar. Við að krafla í þessi 100 tonn sem stundum héngu í honum varð álagið það mikið að hann sprakk frá í heilu lagið með tilheyrandi skemmdum og hávaða auk þess sem það gekk glussagusa frameftir skipinu.

 

Pramminn okkar var utaná við hlið kranans og Anna utaná honum, en það var verið að tanka hvortveggja af brensluolíu. Hvellurinn var það hár að ég man enn hvernig Gylfi Helga stýrimaður hvarf niður fyrir gluggana í kranabúrinu hann hrökk svo við. Með skemmtilegri atriðum sumarsins þegar upp var staðið. En þar með var skipið út leik og það var pakkað saman í skyndi og haldið til Reykhóla að gera við. Við fengum yfir 60 net og nú var hægt að fara að gera eitthvað af viti.

 

En það hékk margt saman eftir þennan dag, saman fór slæm tíð og ástand prammans var ömurlegt. Ýmislegt fór að bila að vísu máttu þeir hjá Þörungavinnslunni eiga það að menn voru fljótir að koma til viðgerða og með varahluti ef á þurfti að halda. Til að auka ánægjuna var pramminn talstöðvarlaus og við því sambandslausir með öllu. Til að kóróna það var nýja VHF talstöðin í Önnu SH 49 ekki með rás 14 sem var aðalrásin við innanverðan Breiðafjörð. Stöðin sem var af gerðini Benco og frá Benco hf hafði aðeins 8 valdar rásir eins og t.d. 16 sem var auðvitað skylda en svo valdi söluaðilinn restina sem voru að mig minnir 8, 10, 12, 15, og 24. Stöðin sem við fengum svo seinna í prammann var líka svona, með nokkrar valdar rásir og mig minnir að 8 hafi verið sú eina sem passaði við stöðina okkar. Það var ómögulegt að hafa ekki rás 14 og virkilega einmannalegt. Við heyrðum að vísu oft einhvern kjaftagang á áttunni en ekki var ég viss hvaðan hann kom eða hverjir það voru, hugsa samt að það hafi verið mögulega einhverjir skakarar frá Patró.

 

Sumurin 1983 og 1984 voru mjög blaut og erfið sumur sér í lagi seinni hlutinn. Í minningunni var þetta eintóm vosbúð, sér í lagi handsláttusumarið 1983. Berjasprettan hreinlega drukknaði og smá sprænur urðu að beljandi jökulám dag eftir dag.

Eftir að við komumst á skrið í slætti, þrátt fyrir ruslið sem okkur var boðið uppá, gekk þetta sæmilega en alls ekki nógu vel til að standast markmið okkar en við létum það ekki trufla. Það komu í júlí nokkrir dagar sem vindur var of stífur til að hægt væri að slá með góðu móti, en aflinn var þetta 4 til 8 pokar (net) á dag og einn daginn í blíðviðri náðum við 9 og hefðum náð einum enn ef ekki hefði farið í sundur glussaslanga útí hjólarótor.

 

Um 20. júlí vorum við komnir á enda í Galtarárlandi og tókum einn dag í að kanna Bæjarlandið frá innstu merkjum út að Bæ. Um kvöldið dömluðum við svo með Ásinn og bólið yfir að Spillirum innst á Bæjarhlíðini á móts við Eyri. Þar höfðum við skjól og gekk vel en það gekk hratt á þangið og því miður var minna á miðri hlíðinni af sláttuþangi en við bjuggumst við.

 

Í byrjun ágúst vorum við komnir langleiðina út á móts við Bæ. Þá var smá frí, þ.e. gamli skrapp suður í Hólm að sækja bílinn minn og ég varð einn eftir að Galtará með þær ordrur að fara ekki yfir þó ég sæi eitthvað að hinumegin. Um 10. ág. fórum við svo rúnt að Reykhólum og lásum yfir hausamótunum á mönnum þar varðandi prammamálin. Það var búið að senda okkur ótal varahluti og koma með og gera við, en allt kom fyrir ekki, þetta var bara merkilegt að geta notað þetta helvítis flak og þeir voru hálf undrandi hvað komið var þarna komið framí ágúst eða um 270 tonn af þangi. Þessi prammi hafði verið mánuð í úthaldi árið áður með tæp 100 tonn 3 tonn á dag en við héngum í 6 til 7 tonnum per dag. Markmið okkar voru samt 10 tonn að meðaltali á dag í 50 daga, við vorum þarna búnir að vera ca 40 daga.

 

Ferð okkar út að Reykhólum skilaði því -að vísu með fýlu hjá ákveðnum aðila sem sjaldan hefur þolað að vera sagt til syndana- að forstjórinn ákvað að við fengjum pramma no. 3, ex no. 8 sem var aðgerðarlaus á Auðshaugi. Eitt kvöld upp úr miðjum ágúst urðum við allt í einu varir við að Karlsey var að læðast upp að, okkur að óvörum með þennan pramma í togi. Svo leynileg var förin að við bróðir minn urðum að bregðast hart við og fara á móti og sækja gripinn.

 

Gamli varð all undrandi þegar við birtumst á grænum húslausum pramma við hliðina á flakinu sem hann var að busla á. Svo lá á að þeir nenntu ekki að taka hann til baka svo nú vorum við allt í einu með tvo pramma í bóli en við notuðum ásinn ekkert eftir að við fengum þristinn. Hann var húslaus af því honum hafði hvolft við bryggju að Reykhólum árið áður og því var skipt um flotholt undir honum en ekki vanst tími til að skipta um húsið sem hafði eyðilagst við það óhapp. Þvílíkur munur í þessum pramma var 3 cyl 36 hestafla Deutz og það voru hlífar framan á greiðuni. Nú þurfti ekki að elta þanghrannir um alla voga eins og á hinum. Næst þegar þeir sóttu þang var ásinn og bólið hans tekið og söknuðurinn var lítill.

 

Síðasti sláttudagur var að mig minnir 26-7. ágúst. Þá skiluðum við öllu og fórum að huga að brottför í Stykkishólm á sitt hvoru farartækinu ég á Datsun P 675 og gamli á Önnu SH 49. Því miður hafði vél Önnu 23 hestafla Volvo Penta ekki þolað þessa notkun vel og farið að bera á óhljóði/aukahljóði í henni sem ekki boðaði gott samt var ákveðið að reyna að komast suður úr með bátinn. Að morgni að mig minnir 29. ágúst lögðum við af stað í sitthvora áttina, við bræður á P 675 austur yfir Hálsa og gamli út Kollafjörð á Önnu og eina sambandið okkar á milli var CB stöð í P 675 og lítil handCB í Önnu. Upp á Hjallahálsi náðum við sambandi við Önnu og þá var útlitið ekki gott. Gamli var stopp undan Svínanesi við mælingu hafði lækkað smurolíu forðinn og hann var að bæta á og hafði á orði að aukahávaðinn hefði aukist þessar kannski 8 mílur sem siglt hafði verið. Eftir samtalið héldum við áfram og tók Bjarki bróðir að sér hlutverk loftskeytamann P 675 við að reyna að ná sambandi við Önnu það sem eftir var leiðarinnar heim í Hólm en ekkert gekk, enda fjarlægðin mikil á milli.

 

Okkur bræðrum var órótt þegar við komum síðdegis í Hólminn á P 675 og höfðum ekkert heyrt frá Önnu síðan á Hjallahálsi og þá var útlitið ekki bjart en það besta var að veður var sæmilegt.

 

 Alla leiðina hljómaði vinsælasti sumarsmellurinn í útvarpinu meira eða minna.

 --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 


Reykhólafólk 1903.
Reykhólafólk 1903.
1 af 3

Garðyrkjufræðingurinn landskunni Hafsteinn Hafliðason á ættir að rekja að Reykhólum. Hann sendi vefnum til birtingar ljósmynd sem tekin var af Reykhólafólki árið 1903 og óskar eftir liðsinni við að bera kennsl á ýmsa í hópnum. Sumt af því fólki sem helst kynni að geta lagt þessu lið er væntanlega nokkuð við aldur og e.t.v. ekki mikið í tölvum. Þess vegna er mælst til þess að þeir sem sterkari eru á því svelli láti vita af þessari fyrirspurn og aðstoði við að skoða myndirnar sem hér fylgja. Hafsteinn sendi líka ljósmynd af Reykhólafjölskyldunni árið 1908, sem hér fylgir (nánar hér neðar).

...
Meira
fimmtudagur 7. apríl 2011

Kannski glórulaus ofdirfska

Játvarður Jökull Júlíusson á Miðjanesi og kona hans Rósa Hjörleifsdóttir.
Játvarður Jökull Júlíusson á Miðjanesi og kona hans Rósa Hjörleifsdóttir.
1 af 4

Játvarður Jökull Júlíusson á Miðjanesi í Reykhólasveit er búinn að fá sér tölvu - og er að skrifa á hana. Þætti ekki tíðindum sæta við venjulegar aðstæður, en Játvarður Jökull situr í hjólastól, lamaður upp að hnjám og öxlum og hefur hvorki not af höndum né fótum. Í staðinn notar hann tréstaut með gúmmíi á endanum og stjórnar honum með munninum einum. Stórkostlegt að horfa á hann, ekki aðeins skrifa á tölvuna heldur líka við að fletta með þessum hætti blöðum og jafnvel taka þau úr og setja þau götuð í bréfamöppu. Hann var nýkominn heim að Miðjanesi í Reykhólasveit frá Reykjalundi, þar sem hann hafði m.a. verið að fá þessa rittölvu og þjálfast í að nota hana, þegar blaðamaður Mbl. var þar á ferð.

...
Meira
sunnudagur 3. apríl 2011

Ólafur Sívertsen í Flatey

F. á Núpi í Haukadal í Dalasýslu 24. maí 1790, d. 27. maí 1860. For.: Sigurður Sigurðsson (f. 1763, d. 11. maí 1826) síðar bóndi á Fjarðarhorni í Hrútafirði og k. h. Katrín Þorvaldsdóttir (f. 1766, d. 26. jan. 1819) húsmóðir. Bróðir Þorvalds Sívertsens alþm., faðir Eiríks Kúlds alþm. og Katrínar konu Guðmundar Einarssonar alþm. K. (6. okt. 1821) Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir (f. 31. maí 1798, d. 23. ágúst 1865) húsmóðir. For.: Eyjólfur Kolbeinsson og k. h. Anna María Pétursdóttir Kúld. Börn: Eiríkur Kúld (1822), Katrín (1823), Eggert Theodór (1829).

...
Meira
sunnudagur 3. apríl 2011

Eiríkur Ó. Kúld úr Flatey

F. í Flatey á Breiðafirði 12. júní 1822, d. 19. júlí 1893. For.: Ólafur Sívertsen (f. 24. maí 1790, d. 27. maí 1860) alþm. og k. h. Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir (f. 31. maí 1798, d. 23. ágúst 1865) húsmóðir. K. (17. júní 1844) Þuríður Kúld (f. 2. nóv. 1823, d. 26. des. 1899) húsmóðir. For.: Sveinbjörn Egilsson og k. h. Helga Benediktsdóttir Gröndal. Systir Egils Egilsonar alþm. Börn: Jóhanna Friðrika (1845), Sveinbjörn Egilsson (1846), Helga Ragnhildur (1847), Ólafur (1849), Ólavía Helga (1852), Árni (1855), María Katrín (1856), Sveinbjörn Ólafur Árni (1857), Brynjólfur Þorvaldur (1864).

...
Meira
sunnudagur 3. apríl 2011

Guðmundur Einarsson úr Skáleyjum

F. í Skáleyjum 25. (kb. 27.) mars 1816, d. 31. okt. 1882. For.: Einar Ólafsson (f. um 1760, d. 17. júlí 1843) bóndi þar og k. h. Ástríður Guðmundsdóttir (f. um 1771, d. 3. des. 1865) húsmóðir. Tengdafaðir Skúla Thoroddsens alþm. K. (3. nóv. 1843) Katrín Ólafsdóttir Sívertsen (f. 3. júní 1823, d. 9. júní 1903) húsmóðir. For.: Ólafur Sívertsen alþm. og k. h. Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir. Systir Eiríks Ó. Kúlds alþm. Börn: Ólafur (1844), Þórhildur (1845), Ástríður (1846), Ástríður (1847), Ólafur (1849), Jóhanna Friðrika (1850), Rögnvaldur (1851), Hildiþór (1852), Einar (1854), Daníel (1855), Ásthildur Jóhanna (1857), Theodora (1860), Ólafur Sívertsen (1861), Theodora Friðrika (1863), Eiríkur Kúld (1866).

...
Meira
sunnudagur 3. apríl 2011

Landnámsfólk í héraðinu

Úlfur hinn skjálgi (rangeygi) son Högna hins hvíta nam Reykjanes allt milli Þorskafjarðar og Hafrafells (og bjó á Miðjanesi); hann átti Björgu dóttur Eyvindar austmanns, systur Helga hins magra. Þeirra son var Atli (hinn) rauði, er átti Þorbjörgu systur Steinólfs (hins) lága. Þeirra son var Már á Hólum (Reykhólum); hann átti Þorkötlu dóttur Hergils hnapprass; þeirra son var Ari.

...
Meira

Þeir fóstbræður gengu til húss því að hvorigir vildu veita öðrum að sínu hlutverki. Þorgils spyr að Gretti en þeir sögðu hvar þeir höfðu skilið. Hann sendi þá menn á móti honum og er þeir komu ofan undir Hellishóla sáu þeir hvar maður fór í móti þeim og hafði naut á baki og var þar kominn Grettir og bar þá uxann. Undruðust þá allir hversu mikið hann gat orkað. Lék Þorgeiri næsta öfund á um afl Grettis.

...
Meira
Minnismerki Jóns Thoroddsens. Reykhólakirkja í baksýn.
Minnismerki Jóns Thoroddsens. Reykhólakirkja í baksýn.
1 af 6

Flestir Íslendingar kunna eða þekkja ýmis af kvæðum Jóns Thoroddsens, svo sem Barmahlíð (Hlíðin mín fríða), Vorvísu (Vorið er komið og grundirnar gróa) og Ísland (Ó, fögur er vor fósturjörð). Heiðurssessinn í íslenskri bókmenntasögu skipar Jón Thoroddsen þó vegna skáldsagna sinna, en á því sviði var hann brautryðjandi hérlendis. Skáldsagan Piltur og stúlka sem út kom árið 1850 telst fyrsta nútímaskáldsagan á íslensku en Jóni entist hins vegar ekki aldur til að ljúka við skáldsöguna Mann og konu, sem kom út nokkru eftir andlát hans. Sögupersónurnar Gróa á Leiti og séra Sigvaldi lifa enn góðu lífi í vitund íslensku þjóðarinnar og sálareinkenni þeirra búa enn í dag í mörgu fólki.

...
Meira
Fyrri síða
1
2Næsta síða
Síða 1 af 2

Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30