Tenglar

Auglýst er staða flokkstjóra Vinnuskóla Reykhólahrepps. Í starfinu felst skipulagning og stýring vinnuhópa á aldrinum 13-17 ára sem sinna fjölbreyttum verkefnum í sveitarfélaginu. Starfið felur í sér leiðsögn, hópefli og hvatningu.

 

Vinnuskóli Reykhólahrepps heyrir undir tómstundafulltrúa og er í samstarfi við Áhaldahús Reykhólahrepps.

 

Í starfinu felast eftirfarandi verkefni:

  • Yfirumsjón með verkefnum og fræðslu til nemenda í Vinnuskóla. 

  • Mótun og skipulagning verkefna sem miða að fegrun bæjarins.

  • Virk þátttaka í hverju því starfi sem ungmennin taka sér fyrir hendur.

  • Vera starfsfólki Vinnuskólans góð fyrirmynd, hvatning og stuðningur.

  • Vinna með uppbyggileg samskipti og skapa liðsheild í nemendahópnum.

  • Ábyrgð á verkfærum og innkaupum á vegum Vinnuskólans í samráði við tómstundafulltrúa.

  • Skil á tímaskýrslum og umsögnum um nemendur

  • Skil á lokaskýrslu um starfið.

  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni sem tengjast umhverfi bæjarins og vinnuskóla Reykhólahrepps.

  • Starfstími er áætlaður frá byrjun júní og út ágúst eða eftir samkomulagi. Starfsstöð er í Áhaldahúsi.

 

Gerð er krafa um góða samskiptafærni og góð tengsl við fólk á öllum aldri, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og þjónustulund auk frumkvæðis og hugmyndaauðgi.

Æskilegt er að umsækjandi hafi bílpróf. Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri, vera reglusamur og stundvís og með hreint sakavottorð. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl. 

 

Nánari upplýsingar veitir tómstundafulltrúi Jóhanna Ösp johanna@reykholar.is.

 

 

Hér eru auglýst til umsóknar störf í Strandabyggð   -English version below-  


Strandabyggð auglýsir eftir umsækjendum fyrir afleysingar- og sumarstörf, athugið að sum störfin gætu hafist fljótlega. Í umsóknarskráningunni er einnig að finna umsókn um vinnuskóla fyrir ungt fólk 13-17 ára. Minnum á að umsóknarfrestur rennur út á miðnætti á mánudaginn 22.3.2023

 

Íþróttamiðstöð, tjaldsvæði, vinnuskóli og sumarnámskeið
-Umsjónaraðili með Íþróttamiðstöð- og tjaldsvæði, afleysing fyrir íþrótta- og tómstundafulltrúa v. sumarleyfis
-Íþróttamiðstöð og tjaldsvæði. Sumarstarfsmenn í sundlaug og tjaldsvæði. Starfsmenn þurfa að ná kröfum sundlaugarvarða og hafa náð 18 ára aldri. Nánari upplýsingar um starfið hér
-Sumarnámskeið – Umsjón með 2-3ja vikna námskeiði í júní, nánari lýsing hér
-Vinnuskóli og umhverfisfegrun – Umsjón með vinnuskóla, stærsti hluti starfs í júní, nánari upplýsingar hér

 

Eignasvið, áhaldahús og Sorpsamlag
-Áhaldahús. Um er að ræða almenn verkamannastörf í Áhaldahúsi við slátt og viðhald eigna. Nánari upplýsingar hér
-Höfn. hafnarvigtun og skráningu afla og fl. vigtarréttinda krafist, almenn verkamannastörf
-Sorpsamlag. Um er að ræða vinnu á sorpbíl og gámabíl meiraprófs krafist ásamt lyftararéttindum (vinnuvélaréttindi)


Velferðarþjónusta
-Umsjón starfsmanna í atvinnu með stuðningi. Um er að ræða 1 stöðugildi hjá Félagsþjónustu frá byrjun júní fram í miðjan ágúst
-Liðveisla barna. Hlutastarf hjá Félagsþjónustu, nánari upplýsingar hér
-Heimaþjónusta. Hlutastarf hjá Félagsþjónustu. Nánari upplýsingar hér


Fræðslustofnanir
-Leikskóli. Um er að ræða afleysingarstörf á leikskóla frá maí og fram ágúst. Leikskóli er lokaður 27.júní-8. ágúst


Stjórnsýsla
-Skrifstofa afleysing. Um er að ræða afleysingu á skrifstofu með möguleika á framlengingu starfs, æskilegt að starf hefjist sem fyrst. Hlutastarf
-Skjalavarsla átaksverkefni. Um er að ræða skönnun skjala frá stofnunum og vistun í skjalakerfi, sveigjanlegur vinnutími. Hlutastarf
Hægt er að sameina bæði störfin í eitt fullt starf eða sækja um minna hlutfall

Umsóknarfrestur er til miðnættis 28. mars 2023 og sótt er um (apply here) hér gegnum google forms eða á eyðublöðum sem finna má hér

 

Ensk útgáfa --- English version

 

Strandabyggð Municipality, announces the following vacancies:

Sports-center, camping site, summer school and children summer courses.
• We seek a person to manage the sports-center and camping site, in the absence of the Sports- and Recreation Manager of Strandabyggð
• We seek summer assistance at the sport-center and camping site. All applicants must be 18 of age and have passed the Swimming pool guards tests
• Children summer courses. We seek a person to supervise and control the summer courses, run by the municipality during 2–3-week courses in June
• Summer school and environmental projects. This job is scheduled for June.


Municipality Property Center
- Strandabyggð is offering a position as a general worker at the Municipality Property Center
- Tasks will include, but are not limited to; general work, gardening, property repair, catch registration at the harbor (special licenses required) and garbage and waist collection, sorting and packing (extended driving licenses and others required).


Social services
- Various services required at the Strandir, Reykhólar Social Service Center


Educational Institutions
- Kindergarten: Temporary position from May – August. The kindergarten is closed from June 27th to August 8th


Municipality office
- Main office. Temporarily positon as general office clerk with possibility of extention. This position is open now
- Filing and sorting. This positon requires scanning of documents, filing in the Municipality filing system. Flexible hours. Part time position.
Both positions can, given all creitera are met, be combined for the same person.

 

 


Sumarstarfsmenn óskast á Reykhólum

Reykhólahreppur óskar eftir að ráða tvo sumarstarfsmenn í starf á Reykhólum við að sinna stuðningsþjónustu hjá 16 ára stúlku, í júní, júlí og ágúst. Vinnutími væri mánudaga til föstudaga frá 9:00-16:00.

 

Mjög skemmtilegt og krefjandi starf sem gæti hentað vel fyrir vinkonur eða par. Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.

Húsnæði á staðnum.

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2023.

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is.

 

 

Starfsfólk óskast í skammtímavistun á Reykhólum

Starfsfólk óskast í vaktavinnu í skammtímavistun hjá 16 ára stúlku á Reykhólum. Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi.

Húsnæði á staðnum.

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2023.

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

 

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu á Reykhólum

 

Þjónustan felst aðallega í aðstoð við heimilishald og félagslegum stuðningi.

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.

 

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

 

Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30