Tenglar

Báta- og hlunnindasýningin

1 af 4

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum er í gamla samkomuhúsinu við veginn niður að þorpinu, rétt áður en komið er að búðinni (Hólabúð). Upplýsingamiðstöð ferðafólks er á sama stað. Jafnframt er þar lítið kaffihús, Bátakaffi, þar sem gestirnir eru hluti af sýningunni (sjá mynd nr. 3).

 

Sími 434 7830

Netfang info@reykholar.is

 

Opið júní, júlí og ágúst.

 

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum er helguð gjöfum náttúrunnar við Breiðafjörð og nýtingu þeirra, einkum á fyrri tíð en að hluta allt fram á þennan dag. Fuglarnir gáfu egg og kjöt í matinn og æðarfuglinn gaf verðmætan dún í sængur og kodda. Selurinn gaf kjöt og spik og skinnið var notað til klæðagerðar.

 

Breiðafjörðurinn og héruðin í kring hafa þá sérstöðu, að jafnvel í mestu hallærum og harðindum hérlendis varð þar aldrei bjargarskortur. Svo er fjölbreyttum hlunnindum fyrir að þakka. Á sýningunni getur að líta ýmsa þá fugla sem gáfu björg í bú, auk andstæðunnar, hafarnarins volduga, sem var illræmdur vágestur í æðarvarpi. Jafnframt eru breiðfirsku bátunum gerð góð skil, en þeir voru ein af helstu forsendum þess að hægt var að nýta hlunnindin.

 

_____________________________________________________________________________________________________

Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31