Tenglar

29. mars 2022 | Sveinn Ragnarsson

Að lesa og lækna landið

Kæru sveitungar

 

Landið í Skógum er illa farið eftir mikið álag af ýmsu tagi gegnum aldirnar. Markmið okkar er að bæta þetta land og höfum á þeirri vegferð notið aðstoðar og leiðsagnar bæði Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Við höfum einnig lagt mat á það sem áunnist hefur gegnum árin, lært af reynslunni og aflað okkur þekkingar með lestri efnis sem landgræðslan hefur gefið út. Þar er af ýmsu að taka og langar mig sérstaklega að nefna ritið “Að lesa og lækna landið” eftir þau Ólaf Arnalds frá Hjöllum í Þorskafirði og Ásu L. Aradóttur.

 

Ólafur Arnalds, annar höfunda ritsins kynnir það með eftirfarandi orðum:

 

Ýmsar leiðir eru til  bæta raskað land; viðfangsefnin eru spennandi og gefandi í senn. Þetta rit er fyrir þá sem vilja læra  skynja ástand lands og lækna ...


Fyrir þau ykkar sem hafa áhuga á að skoða þetta rit, þar sem stuttir hnitmiðaðir textar útskýra það sem við blasir á þeim fjölda skýringamynda sem textanum fylgja, þá opnar slóðin hér að neðan ritið. Þar má fletta gegnum það frá upphafi til enda.

 

https://drive.google.com/file/d/1Z4AgA9uDWNSZv1L5CDPyw62rpct4WIQA/view

 

Kær kveðja, Böðvar

 

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31