Tenglar

4. júní 2016 |

Af hverju Píratar?

Þorgeir Pálsson.
Þorgeir Pálsson.

Eftir Þorgeir Pálsson, Hólmavík

 

Kosningarnar í haust munu í raun snúast um tvær lykilspurningar. Þær eru:

 

1. Af hverju ættu kjósendur að kjósa það sama og síðast? 

Mörgum kjósendum finnst þeir eigi að gera það. Þeim bara finnst það og þeir gera það, alveg sama hvað er í boði. En það kostar og hefur kostað okkur sem þjóð. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur Ísland orðið að athlægi erlendis, einræðisleg afstaða og ákvörðun fyrrverandi utanríkisráðherra í málefnum Úkraínu hafði áhrif á atvinnu landverkafólks og kostaði atvinnurekendur milljarða. Okkur var meira að segja hrósað af utanríkisráðherra Dana fyrir að fylgja þvingunaraðgerðum ESB gagnvart Rússlandi, jafnvel þó við séum ekki í ESB. Og á meðan græddu frændur okkar Færeyingar af sölu á makríl til Rússlands. Fyrrverandi forsætisráðherra sagði ekki satt, núverandi fjármálaráðherra sagði heldur ekki satt um aflandsfélög í eigu þeirra og/eða fjölskyldumeðlima þeirra. Þeir eru samt hér enn og annar þeirra er ennþá ráðherra; meira að segja fjármálaráðherra. Trúverðugleiki stjórnarflokkanna er farinn. Þegar menn verða tví- og margsaga hvað eftir annað, þá fer traustið og almenningsálitið. Það er einfaldlega bara þannig, sama hvernig menn endurskrifa söguna. Það fer.

 

Þetta er slæmt, en það versta er þó sennilega það, að Ísland er ekki lengur trúverðugt meðal þjóða. Spilling hér á landi eykst samkvæmt alþjóðlegum stofnunum sem vinna árlegar kannanir á spillingu. Sennnilega á engin þjóð fleiri nöfn í Panamaskjölunum. Við svíkjum alþjóðlega samninga um þróunaraðstoð, ár eftir ár. Sú atvinnugrein sem skapar hvað mestan gjaldeyri býr við fádæma aðgerðaleysi stjórnvalda. Aðeins eitt stöðugildi í atvinnuvegaráðuneytinu, 1, sér um málefni ferðaþjónustunnar. Reiknað er með að fjöldi ferðamanna verði í ár um ein og hálf milljón manna, hið minnsta. Vandamálin færast óleyst milli ára, meðan greinin stækkar og stækkar. Og svona mætti lengi telja. Fátt er gert í sátt og samlyndi lengur. Íslandi hefur of lengi verið stjórnað með gerræði og hroka.

 

2. Hverjir eru Píratar?

Venjulegt fólk. Fólk með ólíkan bakgrunn. Fólk sem trúir á breytingar og telur þær tímabærar, en umfram allt: Skynsamlegar. Fólk sem vill breyta ásýnd okkar erlendis. Hrista af okkur ímynd græðgi, spillingar og vangetu til úrbóta. Fólk sem hefur skoðað stjórnkerfið, samfélagið, atvinnulífið og veit að þar er hægt að gera betur. Fólk sem er ekki bundið gömlum sögulegum áherslum eða loforðum, hefur ekki tengingu við sérhagsmuni, valdaklíkur eða áhrifafólk í atvinnulífi og er því ekki ofurselt neinum. Fólk sem til dæmis vill binda eignarhald þjóðarinnar á auðlindum okkar í stjórnarskrána og tryggja með auðlindagjaldi rétt framlag sjávarútvegsins til samfélagsins. Leiðrétta áratuga skekkju. Fólk sem telur þörf á að endurskoða menntakerfið, heilbrigðiskerfið, stoðkerfi atvinnulífsins og fleiri megingreinar sem stjórnir fyrri ára hafa látið grotna niður. Okkur ber skylda til að byggja upp samfélag þar sem Íslendingar sem farið hafa erlendis að sækja sér atvinnu sjái nú atvinnutækifæri heima fyrir að nýju, og ungir námsmenn okkar erlendis vilji koma heima að loknu námi. Fólk sem vill byggja upp samfélög á landsbyggðinni. Fólk sem þorir að tilgreina vandann, móta aðgerðir og framkvæma. Það eru Píratar.

 

Og ég vil svo bæta þriðju spurningunni við: Veist þú, kæri kjósandi, hvað fyrri spurningin hefur kostað okkur sem samfélag, í milljörðum, milljörðum króna? Hugleiddu allt það sem hefði verið hægt að gera fyrir þá fjármuni! Betra Ísland.

 

– Þorgeir Pálsson, í framboði fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi til alþingiskosninga 2016.

 

Athugasemdir

Ásgeir Överby, sunnudagur 05 jn kl: 07:28

"og tryggja með auðlindagjaldi rétt framlag sjávarútvegsins til samfélagsins"

"rétt gjald" - loðið, vægast sagt. Ef þetta er stefna Pírata í fiskveiðistjórnun, þá hafa Vestfirðingar ekki mikið til þeirra að sækja.

Leggja á 30% skatt á allann landaðann afla, áður en útgerðin selur hann sjálfri sér. Krókaveiðar verði gefnar frjálsar, togarar fari út fyrir 30 mílur.

Vestfjarðamið verði eingöngu fyrir skip gerð út innan línu dreginni úr Gilsfirði í vestur og Hrútafirði í norður.

Þorgeir Pálsson, mnudagur 06 jn kl: 22:54

Sæll Ásgeir, Það sem ég á við hér og er grundvallaratriði í sjávarútvegsstefnu Pírata er að með uppboði á aflaheimildum ákvarðar markaðurinn sjálfur það gjald sem fyrirtæki eru tilbúin að greiða fyrir réttinn til að veiða. Þannig myndast það verð sem markaðurinn á hverjum tíma telur rétt. Það verð, verður varla gagnrýnt af fyrirtækjunum sjálfum.

Þorgeir Pálsson, mnudagur 06 jn kl: 23:05

p.s. Kíktu á þetta Ásgeir: http://www.piratar.is/stefnumal/sjavarutvegsmal/

Kveðja Þorgeir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31