Tenglar

19. mars 2009 |

Ágætu íbúar Norðvesturkjördæmis!

Karvel L. Karvelsson.
Karvel L. Karvelsson.

Karvel L. Karvelsson skrifar:

 

Ég þakka innilega góðar móttökur og þann lærdóm sem ég hef öðlast í heimsóknum mínum til ykkar víðsvegar um kjördæmið. Það er gott veganesti fyrir mig. Ég er jafnframt mjög ánægður með fundarformið, sem verið hefur gagnlegur vettvangur skoðanaskipta milli kjósenda og frambjóðenda.

 

Ég valdi þá leið að kynna mig með greinarskrifum í blöðum og á netinu og með heimsóknum til fólks, en náði þó að hitta færri en ég vildi. Ef þú, lesandi góður, telur að ég hafi ekki náð að skila til þín hvað ég stend fyrir, þá bið ég þig endilega um að hafa samband við mig. Það er mikilvægt að frambjóðendur nái að ræða við sem flesta, það mun skila okkur betur undirbúnum fyrir þann slag sem framundan er.

 

Ég veit að þeir frambjóðendur sem hafa átt þess kost hafa farið víða um kjördæmið og nú skora ég á þig að nýta kosningarétt þinn og velja þá frambjóðendur til forystu sem þú telur að muni fylgja, af einurð og krafti, eftir þeim málefnum sem brenna á kjördæminu og íslenskri þjóð.

 

Aðalerindi mitt núna er að biðja þig um að muna að kjósa á laugardaginn. Það er gríðarlega mikilvægt að kosningaþátttaka verði góð í prófkjörinu, þannig að frambjóðendur hafi skýrt umboð til þeirra mikilvægu verkefna sem bíða okkar.

 

Ég óska eftir þínum stuðningi í 3. sætið á lista sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Ég mun vinna af heilindum sem umbjóðandi þinn í þeim stóru málefnum sem eru framundan.

 

Með kærri kveðju,

- Karvel L. Karvelsson, sími 899 1502.

 

Nánari upplýsingar á kynningarsíðu.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30