Tenglar

26. september 2011 |

Athugasemdir varðandi Vestfjarðaveg 60, Eiði – Þverá

Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.

Athugasemdir þessar sendi Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal,

Görðum á Reykhólum, til Skipulagsstofnunar.

 

Vegagerðin leggur til (veglína A) að í mynni Mjóafjarðar sé vegurinn á 14 m dýpi en í Kjálkafirði á 6 m dýpi. Byggja þarf viðlegukanta fyrir pramma sem flytja efni í fyllingu svo að hægt sé að byggja og brúa. Í Kjálkafirði er Tvíhólmi um 600-700 m innan veglínu Vegagerðarinnar. Þar er dýpi 0 m á fastri fjöru og hægt að keyra út efni og byggja brú á hefðbundinn hátt.

 

Þangsláttur stendur yfir á svæðinu innan veglínu í Kjálkafirði. Tveir sláttuprammar lönduðu 500 tonnum á fimm dögum fyrir skemmstu og ekki hálfnað. Sennilega myndi enginn slá þarna væri komin brú og sækja þyrfti þangið inn fyrir á trillubát.

 

Kostnaður við þessar framkvæmdir áætlar Vegagerðin að sé eftirfarandi:

 

            A-leið 3 milljarðar 273 milljónir króna.

            B-leið 2 milljarðar 651 milljónir króna.

 

Að fara B-leið á þurrum leirum innst í Mjóafirði og efri leið fyrir Litlanes myndi spara 622 milljónir króna. Yrði vegur gerður við Tvíhólma gæti sparnaður nálgast einn milljarð króna. Snjóalög yrðu ekki til vandræða á vegi sem kæmi við Tvíhólma og á leirum í botni Mjóafjarðar.

 

Tölur frá Vegagerðinni:

 

            A-leið: 160 m brú á Mjóafjörð - efnismagn 1.461 þúsund rúmmetrar.

            B-leið: 116 m brú á Kjálkafjörð - efnismagn 1.150 þúsund rúmmetrar.

            Mismunur á A-leið og B-leið: 311 þúsund rúmmetrar.

 

            Brú innst í Mjóafirði skv. B-leið yrði 16 m.

 

Mætti ætla að brú við Tvíhólma yrði um 50 metrar?

 

Tölurnar staðfesta að A-leið yrði ævintýralega stórt dæmi. Í Bjarkalundi fyrir skömmu ræddi ráðherra um takmarkaða fjármuni.

 

Krafan er að B-leið yfir Mjóafjörð verði valin og A-leið færð innar í Kjálkafjörð á fjöru við Tvíhólma.

 

Heimild:

Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Kynning á frummatsskýrslu. Vegagerðin, ágúst 2011.

 

Reykhólum, 25. september 2011.

Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30