Tenglar

18. febrúar 2022 | Sveinn Ragnarsson

Böðvar Jónsson fjallar um hitt og þetta

Gráreynir, tré ársins 2020
Gráreynir, tré ársins 2020

Kæru sveitungar
Mig langar að kynna mig til leiks hér á heimasíðunni ykkar sem farfugl,

sem kemur á vorin til Skóga en hverfur á haustin austur á bóginn til

annarra heimkynna.


Þegar sólin fer að hækka á lofti fer eitthvað innra með mér að

ókyrrast, ekki eftir því að komast til sólarlanda heldur í

Þorskafjörðinn að Skógum.
Ástæða þessarar togandi ástríðu hefur kannski gróðursett sig smátt

og smátt í eðlinu á þeim árum, sem ég hef eytt  í Skógum.

Kannski á það við mig, sem Steingrímur Thorsteinsson segir í ljóðinu um farfuglana:

“Í hjörtunum smár er hugur/sem hálfa leið þá ber”
Tilvitnunina fann ég í kaflanum um farfuglana í bókinni Úr dýraríkinu eftir
Bjarna E Guðleifsson

Það sem mig langar að gera er að senda pistla og myndir um hitt og þetta,
sem safnast hefur í sarpinn á liðnum árum með það í huga að vekja athygli
ykkar á því sem sjá má í Skógum bæði smátt og stórt, gamalt og nýtt, og þar
ber fyrir augu og eyru.
Í framhaldi af því vil ég nefna að það er okkur öllum sem erum að leggja okkur fram í
Skógum ávallt fagnaðarefni, þegar okkar kæru sveitungar, ungir og gamlir,
börn og fullorðnir, koma í heimsókn.

Að lokum langar mig að víkja að myndinni. Hún er af gráreyni sem er eitt af
fyrstu trjánum sem Jochum plantaði. Við vitum að tréð var staðsett í
norð-austur horni fyrstu girðingarinnar sem hann reisti. Það kom í ljós
þegar það sem eftir var af girðingunni var fjarlægt um eða upp úr 1980.

Ykkur kann að undra að þessi mynd fylgi, mynd af trénu nöktu. Fyrir því er
ærin ástæða. Á myndinni blasir við okkur sannleikurinn um þetta tré.
Það er staðsett eitt og óvarið fyrir norðan hrakviðrum af heiðum ofan.
Greinarnar eru nánast eins og hárgreiðslumeistari hafi greitt þær allar til
suðurs undan veðri og vindum. Það sést  líka á myndinni að jafnvel stofninn
er vægt sveigður í sömu átt. Fyrir staðfestu sína og úthald og það að halda
lífi í rúm 70 ár þá valdi Skógræktarfélag Íslands gráreyninn í Skógum "Tré
ársins" 2020.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31