Tenglar

3. febrúar 2017 | Umsjón

„Búa til enn eitt verkfræðiklúðrið“

Stefán Skafti Steinólfsson.
Stefán Skafti Steinólfsson.

Það má teljast furðulegt að eftir að hafa verið flengd í Hæstarétti skuli Vegagerðin þráast við og ætla að ryðjast út um nes og eyðileggja Teigsskóg, búa til enn eitt verkfræðiklúðrið og snjóagildru. Því miður með fulltingi einhverra heimamanna, oftar en ekki embættismanna sem koma og fara. Eins og segir í skýrslu Umhverfisstofnunar: Leið B mun eyðileggja Teigsskóg í núverandi mynd. Ég hvet forsvarsmenn Vegagerðarinnar til að snúa af villu síns vegar og velja þá leið sem mun verða landi og þjóð til heilla.

 

Þannig hefst niðurlagið í grein Stefáns Skafta Steinólfssonar (frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd) um væntanlega vegagerð í Gufudalssveit, en hún birtist í síðasta tbl. landshlutablaðsins Vestfirðir. Lokaorð hans eru þessi:

 

Vegagerðin leggur krók á leið sína. Jarðgöng eru langbesti og ódýrasti kosturinn þegar allt er reiknað. Vönduð vegagerð er jú markmiðið. Það er skammgóður vermir að spara eyrinn en kasta krónunni. Hvað skyldi kostnaðurinn vera kominn hátt í krónum talið við alla þessa endurhönnun, aðkeypta vinnu og lögfræðikostnað? Væri ekki rétt að láta náttúruna njóta vafans, og landeigendur að njóta eignaréttarins?

 

Og síðast en ekki síst, þá er ekki hægt að meta vernduð svæði eins og Teigsskóg til fjár. Með hverju árinu sem líður kemur betur og betur í ljós hve ósnortin svæði eru dýrmæt. Það er einfaldlega hlutverk þessarar kynslóðar að skila Teigsskógi betri til þeirrar næstu. Það sem eyðilagt er í umhverfinu fæst ekki bætt. Aldrei.

 

Hér má lesa grein Stefáns Skafta Steinólfssonar í heild.

 

Athugasemdir

Vestfirðingur, mnudagur 06 mars kl: 15:19

Verkfræðiklúður eða ekki!
Svipuð orð hafa oft verið höfð um framkvæmdir sem síðar hafa sannað gildi sitt.
Til eru fleiri skýrslur um tjón og annað sem úr lagi átti að ganga með Gilsfjarðarbrúnni svo dæmi sé tekið. þær rannsóknir sem þar voru unnar hafa og munu trúlega aldrei verða notaðar, þeir sem unnu að byggngu vegarins og brúarinnar hafa til þessa haft mörg gamanyrði um þessar svokölluðu rannsóknir. Hvað hefur gengið eftir af fullyrðingum í sambandi við Gilsfjarðarbrúna? það er nú því miður frekar fátt.
En í ljósi síðustu frétta virðist stjórnmála afglöp vera mun verri, því miður er gullfiskaminni ráðherrans skemmra en margir hefðu haldið.Þeim sem vildu fá miða í dýrasta leikhús landsins og komust þar inn ætti að vera það ljóst að það þarf að standa við það sem þeir lofa, á upplýsingaöld er hægt að finna heilu samtölin og blaðagreinar, þægilegt er að vitna í orð stjórnmálamanna og þar með fríska upp á gullfiskaminnið.

Nú ættu vestfirðingar að sýna hverns þeir eru megnugir og hætta að láta bjóða sér annað eins og það að slá af bráðnauðsynlegar vegabætur, taka þar með af lífshættulegan vegarkafla.
Bæði heimamenn og brottfluttir eiga að sameinast um að þessi löngu tímabæra samgöngubót verði að veruleika. Það þarf ef til vill að dusta rykið af gamalli kunnáttu sem margir og þá sérstaklega Arndirðingar og Hornstrandbúar og voru brenndir fyrir, og nota hana til að koma vitinu fyrir þessa stjórnmálamenn. Það er staðreynd að meira en 7 af hverjum 10 krónum sem vestfirðingar og aðrið landsbyggðarmenn greiða í skatta hverfur í hítina.
Skilar sér þar með .ekki að neinu leiti aftur í viðkomandi landshluta.
Þó ekki fengist nema 2 kr af þessum 7 til baka þá færi það langt með að greiða kostnaðinn
Ég mun verða fljótur að skrifa undir til stuðnings þessari framkvæmd verði slíkur listi í boði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31