Dæmi um sparnað í skólaakstri hjá Reykhólahreppi
Undirritaður lagði fram tillögu um að fela sveitarstjórn að þrýsta á að hafist verði handa að brúa Þorskafjörð milli Kinnarstaða og Þórisstaða, samkvæmt áfanga I og svæðisskipulagi. Tillagan var felld með 9 atkvæðum gegn 5.
Nefni hér lítið dæmi um sparnað í skólaakstri hreppsins - og reikni svo hver fyrir sig sem þarna fer um.
Skólabíllinn fer tvær ferðir á dag í Gufudalsssveit, eða fjórum sinnum fram og til baka. Með þeirri leið sem ég lagði til styttist vegalengdin um tíu kílómetra hvora leið eða um 40 km á dag, um 200 km á viku og um 8.000 km á heilu skólaári. Miðað við að aksturstaxtinn sé kr. 120 á km eru það 960.000 krónur á ári.
- Kristinn Bergsveinsson.
Björn Kristjánsson, mivikudagur 02 mars kl: 13:11
Sæll
Þá vil ég nefna ef leið A er valinn hvað styttist leiðin inn í Gufsu þá ?
Björn Kristjánsson