Tenglar

19. janúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Er I - leiðin sáttaleiðin?

Gunnbjörn Óli Jóhannsson
Gunnbjörn Óli Jóhannsson
1 af 2

Í framhaldi af umræðu um veginn, vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum.

Hvaða leið sem verður valin, verður samt að lagfæra Reykhólaafleggjarann á núverandi vegstæði eftir Barmahlíð að byggðinni á Reykhólum enda vegurinn fallinn á prófinu nú þegar.

 

Það talar enginn um veginn sem liggur áfram út Reykjanesið með fram eða í gegnum lönd þeirra bæja sem eru þar á leiðinni samtals 8 bæir i byggð. Heldur fólk að sá vegur standist öryggiskröfur i dag? 

Þar fer um mjólkurbíll, póstur, akstur skólabarna og annarra íbúa á bæjunum, sem vinna að hluta til á Reykhólum. 

Það er nefnilega þannig að bændur og búalið vinna mikið utan heimilis almennt í dag og sækja vinnu á Reykhólum bæði af Reykjanesinu og innan úr sveit, hjá t.d Þörungaverksmjunni, í Saltinu, Dvalarheimilinu og skólanum, þannig að vegirnir þurfa að standast kröfur og vera vel þjónustaðir svo allt gangi upp.

 

Umferðin í dag vestur á núverandi vegi er fyrst og fremst umferð ferðamanna innlendra sem erlendra ásamt íbúum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, ekki flutningabíla eins og sumir sumarhúsa-jarðareigendur hafa haldið fram.

Enda eru flestir þjónustuaðilar á leiðinni  búnir að bæta aðstöðuna hjá sér undanfarin ár, eins og t.d Hótel Flókalundur að stækka um 12 herbergi, úr 15 í 27 núna í vetur/vor. Væntanlega er það gert til að hýsa ferðamenn en ekki flutningabílstjóra, því ef það hefur farið framhjá einhverjum hefur verið gríðarleg aukning á ferðamönnum á svæðinu undanfarin ár. Talið hafa bjargað þjóðinni eftir hrun með gjaldeyri, orðið stærra dæmi i þjóðarbúið en útgerðin með allan sinn kvóta fisk ef það hefur farið framhjá einhverjum.

 

En hvar á vegurinn að liggja? Fyrir 10-15 árum vildu flestir veginn Þ-H um Teigskóg en fengu ekki. Núna eru margir sem vilja veginn hjá Reykhólum og út Reykjanesið, á eða sem næst núverandi veglínu til að koma Reykhólum nær umferðinni væntanlega til að geta þjónustað ferðamenn innlenda sem erlenda, ekki bara flutningabíla enda lifir enginn á því svo fáir eru þeir hér um slóðir og hafa ekki haldið vöku fyrir neinum á þessum slóðum frekar en fólkinu á Patreksfirði þar sem vegurinn til Tálknafjarðar og Bíldudals liggur við Patreksjarðarbæ, milli Aðalstrætis og kirkjugarðsinns þar, ef fólk áttar sig ekki á því. Og þá eru farartálmar eftir þar á bæ, vegurinn um Mikladal, Hálfdán og Kleifaheiði. Af hverju hefur ekkert gerst þar, t.d sameina sveitarfélögin þar og þrýsta á betri vegi heima i héraði?

 

Og þá er ótalinn fjallvegurinn yfir Klettháls sem er erfitt er að þjónusta á veturnar enda er það tryggingin fyrir rekstri Baldurs yfir Breiðafjörðinn i Stykkishólm. En ég hef ekki heyrt að nokkur hafi kvartað  yfir umferðinni i Stykkishólmi enda einungis reynt að þjónusta ferðafólkið.

 

En varðandi veginn gegnum Reykhólasveitinna hef ég bent á og skrifað að I leiðin sem liggur sunnanmegin í Þorskafirði  með brú yfir á Hallsteinsnes framhjá Teigsskógi og áfram yfir Djúpafjörð og Gufufjörð á Þ-H leið. Með vegtengingu í Bjarkalund og fyrir Reykjanesið í Reykhóla, þá er komin hringtenging um Reykjanesið og búið er að fara með leiðina í umhverfismat, hannað og teiknað af Vegagerðinni en örlítið dýrara en Þ-H. Þá geta þeir sem ferðast valið að fá sér veitingar i Bjarkalundi eða Reykhólum sumar sem vetur ef fært er yfir Klettsháls, eða tekið Baldur áfram og fengið sér veitingar i Stykkishólmi.

 

Það þarf enginn að halda það að skipið verði lagt af á meðan Klettháls er ekki lagaður eða boraður, það vitum við sem keyrum eða þjónustum vegina.

 

En kannski eru ljón á veginum á I eins og á Þ-H og R?

Það er nefnilega þannig, það vilja allir veg en enginn vill hafa hann.

 

Með kveðju

Gunnbjörn Óli Jóhannsson

  

Athugasemdir

Helgi Haraldsson, laugardagur 19 janar kl: 22:47

Gott og rétt, hjá þér Gunni, svona á að skrifa, engir öðgvar, vel útfært alt, vonandi til umhugsunar hjá sumun,
358

Ólafur, laugardagur 19 janar kl: 23:12

Man ekki töluna um alla daglega umferð á Barmahlíðinni....en sú umferð er bara brot af því sem Vestfjarðavegur 60 mælist með daglega.
Barmahlíðarvegur er flottur eins og hann er miðað við umferðarþunga og ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum.

Ingi B Jónasson, sunnudagur 20 janar kl: 13:47

vel skrifuð grein og málefnaleg ,ef R leiðin verður ekki fyrir valinu er I leiðin besti valkosturinn sameinar í raun alla kosti annara leiða og gæti verið sú leið sem allir geta sætt sig við ,sættum sveitarfélagið og veljum sáttaleið

Ásgeir Einarsson fluttningabílstjóri, sunnudagur 20 janar kl: 15:56

Ætlar þetta bull aldrei að taka enda. Ef þið viljið ekki koma alla leið þá skal ég draga ykkur hálfa leið. Hvar hefur þú verið Gunnbjörn ekki fluttningabílar. Nú er það bara Þ H leiðin svo fer þetta bara sýna leið

Torfi, sunnudagur 20 janar kl: 17:21

Flott grein hjá þér Gunnbjörn, vel skrifuð!
Þessi Í Leið gæti verið sáttarleið fyrir marga en hugnast sennilega Vegagerðinni, vegna þess að þeir ætla ekki að brúa Þorskafjörð, heldur fara
Þ-H leiðina án brúar því það er malbikað út fjörðinn! (Sem gerir þá leið lengri)
Stenst auðvitað ekki öryggiskröfur, en það er huglægt mat vegagerðarinnar
og því má breyta eftir hentugleikum!

Helgi Haraldsson, sunnudagur 20 janar kl: 20:25

Hvað meinar þessi flutingarbílstjóri, hvern ætlar hann að draga ? Þig Gunni,? og ef ÞH leiðin verður ekki valin, hver ætlar þá sína leið, hvaða.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31