Tenglar

8. mars 2009 |

Fréttatilkynning: Ólafur Sveinn Jóhannesson í 1.-2. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi

 

„Ég styð hugmyndir um byggingu og rekstur áburðarverksmiðju hér á landi. Slík framleiðsla myndi vafalaust efla íslenskan landbúnað og styrkja atvinnulífið. Staðsetning við Blönduós og Hrútafjörð hafa verið nefndar og mætti þá nýta orku frá Blönduvirkjun til rekstursins."

 

„Ég vil kanna möguleikana á færanlegum sláturmiðstöðvum og þeim kosti að bændur geti selt afurðir beint frá býli."

 

Ólafur segir m.a. í sjávarútvegsmálum að:

 

„Ég þekki það vel af eigin raun að mörg bæjarfélög stóla á útgerð smábáta. Með frjálsari veiðum króka og línubáta, undir 6 tonnum, mætti snúa þessari þróun við."

 

„Margt í fiskveiðistjórnun Færeyinga ætti vel við hinar dreifðu byggðir hér á landi. Núverandi kerfi stuðlar ekki að nýliðun í greininni og hefur frekar fært mikinn auð á fárra manna hendur, heldur en að gæta jafnræðis. Breytinga er þörf."

 

„Ég mun beita mér af fullum krafti fyrir réttlátum breytingum á kvótakerfinu".

 

Að lokum segir Ólafur; „Ég tel mikilvægt að vera jákvæður og bjartsýnn á framtíð Íslands. Við eigum að taka öll mál til umræðu og kryfja þau þar til lausn liggur fyrir. Ég styð ekki málþóf og málalengingar, ég trúi á heiðarleika, gagnsæi upplýsinga og tala tæpitungulaust."

 

Stefnumál Ólafs Sveins má finna í fullri lengd á www.olafursveinn.is

 

 

Bestu Kveðjur
Ólafur Sv1

_________________________


Ólafur Sveinn Jóhannesson
Framkvæmdastjóri
Vitinn - Verkefnastofa ehf.
Freyjugötu 39, 101 Reykjavík
Sími: +354 456-2595 / +354 824-2580

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31