Tenglar

19. maí 2008 |

Gleymum okkur ekki í formlegheitum

Jóhanna Fríða Dalkvist skrifar:


Ég verð að segja að ég móðgaðist hálfpartinn við þessa fyrirsögn, „Aldraður maður í heimsókn á heimaslóð", við fréttina um hann Halla okkar í Nesi, sem og fannst mér fréttin frekar ópersónuleg. Eftir að hafa viðrað þessa skoðun mína við nokkrar manneskjur hef ég ástæðu til að ætla að fleiri séu sammála mér.

 

Þegar ég hugsa um aldraðan mann sé ég fyrir mér gamlan og hruman mann. Það er of mikið að segja að mér finnist aldraður vera neikvætt orð en mér finnst það alls ekki eiga við Halla í Nesi sem er hress og léttur bæði andlega og líkamlega. Fyrir tveimur árum labbaði hann meðal annarra Barðstrendinga milli Húsadals og Langadals (í Þórsmörk), þá níræður að aldri. Á heimleiðinni orti hann svo vísur til að lífga upp á mannskapinn.

 

Annað er að í fréttinni er alltaf talað um Halldór. Halli í Nesi (eða Halli í Garpsdal eins og sumir myndu segja) er einn af bestu mönnum sem ég hef kynnst um ævina og hann er hluti af bestu minningum mínum frá barnsaldri. Hann er eini jólasveinninn sem ég man eftir úr Vogalandi og ég get ekki ímyndað mér betri jólasvein en hann. Einnig var alltaf rosalega gaman fyrir okkur krakkana að hitta hann í Kaupfélaginu, en hann leyfði okkur oft að fara með sér fram á lager að sækja eitthvað og gaf sér alltaf tíma til að tala við okkur. Ég ímynda mér og trúi því að allir sem þekki Halla þyki vænt um hann og því finnst mér að þegar við birtum frétt um hann á sveitavefnum okkar, þá sé við hæfi að vera persónulegri og kalla hann Halla, Halla í Nesi eða Halla í Garpsdal, ekki Halldór Jónsson frá Króksfjarðarnesi, það hentar þegar við setjum frétt á mbl.is.

 

Við skulum ekki gleyma okkur í formlegheitunum, sýnum fólkinu okkar að okkur þyki vænt um það, sérstaklega fólki eins og Halla sem hefur gefið svo mörgum okkar ómetanlegar minningar.

 

Athugasemdir

Jónas Ragnarsson, mivikudagur 25 jn kl: 23:52

Ég er alls ekki sammála Jóhönnu. Framsetning Hlyns Þórs er til mikillar fyrirmyndar, enda verður að hafa í huga að Reykhólavefurinn er lesinn af fleirum en hreppsbúum, núverandi og fyrrverandi. Það er ekkert athugavert við það að nefna mann réttu nafni þó að þeir sem næstir honum standa þekki hann betur undir gælunafni. Og ef maður er ekki orðin aldraður þegar hann er kominn á tíræðisaldur, hvenær þá? Öldungur er virðingarheiti.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31