28. janúar 2011 |
Grunnur að góðum hugmyndum
Í framhaldi af umræðu hér á vefnum fyrir stuttu sendi Guðbjartur Ágústsson rekstrarstjóri eftirfarandi hugleiðingar ásamt skýringarmyndum: Mig langar að senda ykkur litla teikningu, sem ég vinn mikið með í fyrirtækinu sem ég rek. Þetta er grunnur að öllum góðum hugmyndum. Síðan er gott að skrifa hjá sér hvernig ætlast er til að fá innkomuna. Ég sendi líka litla formúlu sem ég nota.
Síðan er spurningin um að haldast svolítið í hendur og hugsa af hverjum varan er keypt. Ef svipuð vara er annað hvort frá Reykhólum eða fæst á Reykhólum, að kaupa þá frekar í heimabyggð vegna þess að þá helst peningurinn þar.
Mig langar til að sjá þetta litla samfélag vaxa og komast vel af.
- Guðbjartur Ágústsson.
Skýringarmynd 1 - pdf
Skýringarmynd 2 - pdf
Skýringarmynd 3 - pdf