Tenglar

16. nóvember 2010 |

Hugleiðingar um landsbyggðarmál

Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) skrifar:

 

Við sem erum fædd á fyrri hluta síðustu aldar höfum lifað miklar breytingar og flestar til bóta. Sumar þeirra verður maður var við, þegar þær gerast, aðrar skynjar maður síðar, þegar litið er til baka.

 

Yfirleitt gerðist þróunin þannig, að hún hófst í Reykjavík með skattpeningum allra landsmanna og breiddist síðan út, eftir efnum og ástæðum (vegir, útvarp og margt margt fleira).

 

Um þetta var einhver þegjandi sátt, þó mörgum leiddist að borga í áratugi án þess að njóta þjónustunnar.

 

Þegar fór að líða á öldina fóru að heyrast raddir, sem ekki töldu landsbyggðina eiga neinn rétt - þeir geta bara flutt suður. Þessar raddir voru hjáróma í fyrstu en fljótlega tóku fleiri og sterkari undir.

 

Nú hófst sóknin gegn landsbyggðinni með „glundroðaaðferðinni“. Hún felst í því að skapa óvissu, óöryggi og ósætti. Kvótakerfið náði að drepa niður nokkur sjávarþorp, en ekki nóg. Þrýstingur á sameiningu hreppa og byggðarlaga splundraði víða einingu íbúanna og með loforðum, sem flest voru svikin. Með þessu náðist mikil sameining sem lagði jaðarbyggðirnar í eyði.

 

Það olli erfiðleikum hve alþingismenn landsbyggðarinnar þekktu vel og studdu sína kjósendur og þá var bara að finna ráð við því; stækka kjördæmin. Nú er ekki á margra færi að kynna sér heilt dreifbýliskjördæmi.

 

Nú á að fara að rústa heilbrigðiskerfi landsins. Er ekki nóg komið? Er ekki kominn tími til stöðva þetta ofbeldi?

 

Endurreisum kjördæmin eins og þau voru fyrir síðustu breytingu. Gerum þau að þriðja stjórnsýslustiginu. Þau geta tekið við þeim verkefnum, sem stórum sveitarfélögum eru ætluð. Látum sveitarfélögin í friði. Þau geta sameinast eða skipt sér eftir því hvað hentar á hverjum stað.

 

- Guðjón D. Gunnarsson, Reykhólum.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30