Tenglar

3. mars 2009 |

Kraftmikill og traustur forystumaður.

Kristinn Jónasson
Kristinn Jónasson
1 af 2

Ásbjörn Óttarsson forseti bæjarstjórnar í Snæfellsbæ hefur ákveðið að sækjast eftir forystusæti listans og er það mat mitt að þar fari mjög hæfur maður til foystu.  Ásbjörn hefur setið í bæjarstjórn Snæfellsbæjar frá árinu 1994 og þar af verið forseti bæjarstjórnar frá 1998 eða í 11 ár.  Samhliða störfum sínum fyrir sveitarfélagið hefur hann stundað sjómennsku og útgerð.  Ásbjörn hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin 30 ár og nú síðast var hann formaður uppstillingarnefndar fyrir alþingiskosningarnar 2007.  Hann hefur einnig gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélög á Vesturlandi þann tíma sem hann hefur setið í sveitarstjórn.  Þar að auki hefur hann verið virkur meðlimur í Lionsklúbbi Nesþinga í áratugi.

 

Okkar kynni hófust af alvöru þegar undirritaður var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1998 og í framhaldi af því tók ég að mér starf bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Eins og liggur í augum uppi þá eru mjög mikil samskipti milli bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar og hafa samskipti mín við Ásbjörn þroskað mig mjög mikið.  Ásbjörn er afar ákveðinn, heiðarlegur, traustur og ekki síst duglegur maður sem vill að hlutirnir gangi hratt og örugglega fyrir sig.  Hann er mjög næmur á sitt samfélag og held ég að það sé engin tilviljun að Sjálfstæðisflokurinn í Snæfellsbæ hefur síðustu þrjár kosningar fengið um 60% atkvæða undir forystu Ásbjarnar.  Þeir sem þekkja Ásbjörn vita að þar fer afar vandaður maður sem hægt er að treysta og hitt sem ekki skiptir minna máli að hann er afar hreinskiptinn og lætur verkin tala.

 

Það að vera með eigið fyrirtæki og þurfa að standa skil á slíkum rekstri, vera forystumaður í sveitarstjórn og vera virkur í félagsmálum segir margt um manninn.  Það er ekki nóg að tala og lofa öllu fögru menn verða að standa við það sem þeir segja og fullyrði ég að það orðspor sem af Ásbirni fer sæmir hverjum manni sem sækist eftir forystu.

 

Ég er ákaflega ánægður með að Ásbjörn gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV- kjördæmi og engum treysti ég betur til að fylgja eftir málefnum okkar sem í kjördæminu búa.  En til þess að svo geti orðið þá hvet ég alla þá sem eiga þess kost að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 21. mars nk. að setja Ásbjörn í fyrsta sætið okkur öllum til heilla.

 

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31