Tenglar

12. nóvember 2008 |

Opið bréf til fólksins í Reykhólahreppi

Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson.

Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum skrifar:

 

Kæru sveitungar, vinir og félagar.

 

Nú er krepputal í fjölmiðlum, spáð atvinnuleysi og örbirgð. Ef þessi ódrepandi svartsýni nær tökum á þjóðinni mun þetta verða raunin.

 

Að sjálfsögðu mun verða samdráttur í sumum atvinnugreinum, en það skapar aukna möguleika fyrir aðrar. Við lækkun gengis krónunnar skapast aftur grundvöllur til að framleiða vörur hérlendis, sem fluttar hafa verið inn síðustu áratugi og jafnvel til útflutnings.

 

Flest okkar hafa ýmsar hugmyndir um ónotuð atvinnutækifæri. Flest okkar eiga vini og ættingja, sem koma til með að þurfa að skipta um vinnu.

 

Nú þurfum við að standa saman. Dusta rykið af gömlum hugmyndum og finna nýjar. Hætta að gera grín að nágrannanum fyrir vitleysuna. Allar hugmyndir þarf að skoða.

 

Við eigum hér félag, Reisn, sem ætlað var til uppbyggingar í hreppnum. Stefnum nú að baráttufundi í byrjun næsta árs með ferskar hugmyndir og styðjum hvert annað.

 

Baráttukveðjur.


- Dalli
.

 

Athugasemdir

Mæja, fimmtudagur 20 gst kl: 14:34

Dallinn okkar allra,
mæl þú manna heilastur. Og ég skal gera mitt til að styðja og drifa og vera með. En hafa ber í huga að allar bestu hugmyndir geta farið út í veður og vind ef undirbúningur er ekki nógu vandaður. Nú orðið gilda nokkuð stífar reglur um hvernig nálgast skal auðlindir og fara með úrgang til dæmis. Ef tekin eru réttu skrefin á réttum tíma gengur allt upp. Dalli best.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31