20. júní 2010 |
Opið bréf til fyrrverandi tilvonandi aðal- og varamanna í sveitarstjórn Reykhólahrepps
Kæru fyrrverandi tilvonandi sveitarstjórnarmenn og varasveitarstjórnarmenn. Þið voruð löglega kosin - mistök við undirbúning kosninganna breyta því ekki - til að stjórna sveitinni okkar af ábyrgð og umhyggju næstu árin.
Nú er búið að spilla kosningunum fyrir okkur (álit mitt á því er ekki prenthæft) en við vitum vilja kjósenda og að kjósa aftur er rándýrt og að öllu leyti vondur kostur.
Ég bið ykkur nú að sýna í verki að við höfum valið hæft fólk og leggja fram lista fyrir tilvonandi kosningar, þar sem þið eruð öll og í þeirri röð sem þið voruð kosin í. Hann ætti að verða sjálfkjörinn og spara okkur fé sem betur væri varið í annað.
Hvernig væri til dæmis að nota féð í umhverfi skólans og íþróttavellina?
Ég treysti á ykkur.
- Dalli.