Reykhólar allan ársins hring
Ritgerð Fanneyjar Sifjar Torfadóttur, sem hlaut 1.-2. sæti
í samkeppni Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni
um hugmyndir til góðs fyrir heimabyggðina
Vélsleða- og skíðaferðir á Þorskafjarðarheiði: Mjög margir hafa áhuga á því að þeysa um náttúruna á vélsleða. Því væri upplagt að koma upp vélsleðaleigu eins og tíðkast víða og fara með ferðamenn upp á Þorskafjarðarheiði þegar nóg er af snjó. Einnig væri hægt að bjóða upp á skíðaferðir á sama stað og hafa því skíðaleigu á svæðinu. Á Þorskafjarðarheiði er upplagt að ganga um á gönguskíðum og jafnvel fara á svigskíði. Það myndi þá kalla á uppbyggingu ferðaþjónustu sem sérhæfir sig í skíðastöðum. Gönguskíði kosta ekki eins miklar framkvæmdir.
Ofanritað er kafli úr ritgerð Fanneyjar.
Hér má lesa hana í heild á pdf-formi.