Tenglar

23. mars 2009 |

Takk fyrir stuðninginn – konur í framvarðasveit

Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.

Birna Lárusdóttir skrifar:

 

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi er að baki og fyrir liggur að sérlega sterkur listi mun bjóða fram undir bókstafnum D í kosningunum 25. apríl. Ég er mjög sátt við minn hlut og afar þakklát þeim fjölda fólks sem studdi mig vítt og breitt um kjördæmið. Þátttakan í prófkjörinu sló líka öll met en hátt í 75% flokksfélaga nýtti atkvæðisréttinn sinn. Það er kröftugur upptaktur fyrir kosningabaráttuna framundan.

 

Ljóst var strax í byrjun baráttunnar að slagurinn um efsta sætið yrði milli Einars Kristins Guðfinnssonar og Ásbjarnar Óttarsonar. Samkeppnin um næstu sæti var óljósari og gat farið á marga vegu enda margir og frambærilegir einstaklingar um hituna. Niðurstaðan varð hins vegar sú að tvær konur, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og ég, náðum þriðja og fjórða sætinu.

 

Þetta er söguleg niðurstaða. Sjálfstæðismenn í kjördæminu okkar sýndu það svo ekki verður um villst, að þeir vilja konur í framvarðasveit sína á Alþingi og þurfti hvorki kynjakvóta eða fléttulista til. Niðurstaða prófkjörsins sýnir einnig vilja sjálfstæðismanna til endurnýjunar án þess þó að kasta reynslu og þekkingu fyrir róða.

 

Um leið og ég þakka meðframbjóðendum mínum drengilega og málefnalega baráttu hvet ég sjálfstæðismenn um allt kjördæmi til að leggja alla sína krafta til þess að flokkurinn nái glæsilegri kosningu í vor. Það er til mikils að vinna.

 

- Birna Lárusdóttir.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30