Tenglar

13. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Upp með Færeyjar og Grænland!

Grænlenskir skákkrakkar með íslenska fánann. Myndin fengin af Facebooksíðu skákfrömuðarins Hrafns Jökulssonar.
Grænlenskir skákkrakkar með íslenska fánann. Myndin fengin af Facebooksíðu skákfrömuðarins Hrafns Jökulssonar.

Fjölmennur klúbbur áhugamanna í Dýrafirði um almenn innanlands- og heimsvandamál sendir frá sér eftirfarandi ályktun. Biðjum við vinsamlegast um birtingu á henni. Klúbbur þessi, sem ekki hefur enn hlotið formlegt nafn, leitast við að kryfja almenn innanlands- og heimsvandamál til mergjar. Nánar síðar.

 

Fyrir hönd klúbbsins:

Hallgrímur Sveinsson,

Bjarni Georg Einarsson,

Edda Arnholtz.

 

 

 

Áskorun til fjölmiðla og fréttamanna á Íslandi: Upp með Færeyjar og Grænland!

 

Við förum þess eindregið á leit við fjölmiðla og fréttamenn á Íslandi, að þeir birti oftar fréttir og frásagnir frá næstu nágrönnum okkar, Færeyjum og Grænlandi. Þetta eru frændur okkar og bestu vinir. Það er ekki vansalaust að við skulum ekki vita meira um þeirra hag en raun ber vitni. Hvað eru þeir að bardúsa svona dags daglega og hvernig er mannlífið hjá þeim?

 

Það mætti gjarnan fækka stríðs- og peningafréttum sem dynja á okkur dags daglega allan ársins hring. Fræða og segja landsmönnum fleiri fréttir frá þessum vinaþjóðum okkar í staðinn. Við megum ekki hafna eða líta niður á næstu nágranna okkar. Við þurfum að hafa sem mest samskipti við þá á öllum sviðum og treysta vináttu- og bræðraböndin. Sjálfra okkar vegna þurfum við á því að halda. Viljum við benda á það skínandi fordæmi sem Taflfélagið Hrókurinn hefur sýnt í samskiptum sínum við Grænlendinga. Upp með Færeyjar og Grænland!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30