Tenglar

19. ágúst 2008 |

Vegleysur í Barðastrandarsýslu

Úlfar B. Thoroddsen.
Úlfar B. Thoroddsen.

Úlfar B. Thoroddsen, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar (bb.is):

 

Ég las það í Morgunblaðinu, að akvegir inni á hálendinu væru nú margir hverjir nánast ófærir vegna þurrka og þess vegna ekki mönnum bjóðandi. Margir hafa lent þar í hinum verstu hremmingum sem lýsast í eyðilögðum hjólbörðum og sundurhristum bílum. Hvar eru yfirvöld samgöngu- og vegamála! Ég las það jafnframt í BB að vegurinn austan við Þorskafjörð, sem nú er í endurbyggingu, er af sumum talinn ónýtur og alls ekki mönnum bjóðandi. Ástandið lýsir sér einkum í ójöfnu, grófu og egghvössu yfirborði. Margir hafa eyðilagt hjólbarða bíla sinna á þessum vegarkafla í sumar. Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég hef fyllstu samúð með öllum þeim sem lenda í slíkum hremmingum.

Þessar hremmingar þekkjum við flest sem búum hér vestra. Þetta er það eðlilega ástand vega sem við Barðstrendingar og sérstaklega Vestur-Barðstrendingar höfum þurft að búa við alla tíð. Ekki einungis vegna þurrka sem nú gera hálendisvegina ófæra. Þetta er víst hið eðlilega og almenna ástand þessarar samgöngulífæðar okkar. Ár hvert höfum við, auk lögboðinna bifreiðagjalda og eldsneytisskatta, þurft að greiða hátt gjald í eyðilögðum bíldekkjum og öðrum alvarlegum skemmdum á bílum vegna þessara aðstæðna. Við höfum orðið að bera þetta aðstöðu- eða vegleysugjald sjálf og eiginlega kallað það yfir okkur með búsetuvalinu hér vestra. Staðfestist það í því að stjórnvöld og landsfeður í víðasta skilningi, þingmenn kjördæmisins, ráðherrar eða embættismenn viðkomandi stofnana, hafa aldrei talið þurfa að bæta skaðann eða jafna okkur þennan áþreifanlega og hrópandi ójöfnuð.

Það er ólíðandi að láta óupplýsta og óviðbúna ferðamenn greiða þetta gjald. Það ætti enginn utanaðkomandi að fá að fara inn á Vestfirði nema að hafa lesið vegleysubálk upplýsingalaganna og vera reiðubúinn að greiða vegleysugjaldið.

Patreksfirði, 19. ágúst 2008.
Úlfar B. Thoroddsen.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31