Tenglar

2. júlí 2018 | Sveinn Ragnarsson

Vegur yfir Þorskafjörð

Sæl öll !

Við eigum Vegagerðinni margt gott að þakka og ekki má skorta þakklæti til þeirra Vegagerðarstjórnenda, Magnúsar Vals Jóhannssonar framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs, Guðmundar Vals Guðmundssonar forstöðumanns og Ingva Árnasonar svæðisstjóra Borgarnesi, fyrir jákvæðar undirtektir þeirra við tillögu um að leggja nýjan veg yfir Þorskafjörð, frá Reykjanesi yfir á Skálanes, sem yrði góður kostur, og mikil breyting frá því ég fór þarna fyrst um fyrir 65 árum síðan.


Ég kom í Vestfjarðaleiðarrútuna á Akranesvegamótunum (erfiður á Akranesi, á leið í sveitina) og endaði í Bjarkalundi, eftir akstur um vel grýttar fjörur Gilsfjarðar, - en þar er nú eitt glæsivirki Vegagerðarinnar, vegurinn yfir Gilsfjörð -. Var svo sóttur á báti frá Skálanesi, að Hofsstöðum í Þorskafirði og fluttur til Skálaness, 8 ára. Ógleymanlegt.


Ég hef síðan farið þó nokkrar ferðir vestur til Skálaness og reyndar líka til baka (bý í Reykjavík) og alltaf glaðst yfir hverjum nýjum vegarkafla á þessari leið, sem Vegagerðin hefur byggt upp og lagt á bundið slitlag. Enn get ég ekið um nokkuð af gamla malarveginum, það sem enn er eftir: Hjallaháls, Djúpifjörður, Ódrjúgsháls, Gufufjörður og út á Skálanes, beygjur, hæðir og holur, frá Gull-Þórisstöðum og til Skálaness, en ekki lengur ofan í lækjarsprænurnar, Krossgil, "Síkið" í Djúpadal, Brekkuána eða Krakána á Skálanesi.                                                                             Miklar breytingar.


Ég óska Vegagerðinni velfarnaðar með þennan lokaáfanga og að verkið verði Vegagerðarstjórnendum til lofs um langan aldur, og ekki ætti að skaða, að biðja Almættið um vernd yfir verkið, eins og Jón fóstri minn á Skálanesi, hefði gert.

Ingvi frá Skálanesi.

  

Athugasemdir

vestfirðingur, mnudagur 02 jl kl: 22:16

Góð grein og lýsir í hnotskurn gleði okkar yfir öllum vegabótum sem gerðar hafa verið á veginum vestur. En svo taka nátttröllin yfir það er dapurleg staðreynd að þræta um landbætur ( peningamál ) skuli verða að náttúruverndarmáli. Þarna er á ferðinni fólk sem er sama um allt og alla og hika ekki við að ljúga hreinlega að almenningi um hrísið, þetta er ekki landnámsskógur fyrir 5 aura því plönturnar verða aldrei eldri en 70 til 90 ára.
En það eru nógu margir asnar til að stökkva á vagninn og hafa hátt, grátlegt er að þetta hávaðalið er vel menntað og ætti þess vegna að vita betur. Það er líka staðreynd að þarna hafa landráðendur rutt svæði til að reisa hús og fleira. Er það í lagi í "landnámshrísi"?.
Það er eitt víst að þolinmæðin er að verða búin hvað tekur þá við? Vestfirðingum er vel trúandi til að nota kunnáttu er fyrr á öldum sendi nokkra á bálið, sú kunnátta er fyrir hendi ef í harðbakkan slær. En vestfirðingar eru seinþreittir til vandræða. Þó eru fyrstu vandræðin að byrja hjá skipulagsstofnum, náttúrufræðistofnun og náttúrufriðunarmönnum það er grafið og rótað í fortíðinni, gömul mál tekin fram o.s.f.
Við skulum öll vona að ekki þurfi meira en búið er.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31