Tenglar

6. mars 2009 |

Veljum Ásbjörn!

Runólfur Guðmundsson
Runólfur Guðmundsson
Nú þegar framundan er val á þeim einstaklingum sem til forustu veljast er vert að hafa þetta í huga. Nýtt fólk sem tekur við sætum alþingis þarf að hafa góða þekkingu á íslensku samfélagi. Þarf að vera með fæturnar á jörðinni og má gjarnan búa yfir þeim persónuleika að geta hlustað, lært og framkvæmt. Það er þessvegna sem ég sting nú niður penna til að hvetja sjálfstæðisfólk í Norð-vesturkjördæmi til að velja Ásbjörn Óttarsson í 1. sæti á framboðslistan okkar í komandi prófkjöri. Með nýjan mann í forustu náum við að byggja upp sókn í stað varnar. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á því að halda framsýnt fólk leiði baráttuna fólk sem ekki þarf að verja afglöp og þann skaða sem orðin er. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og þarf að vera það áfram. Það getur aðeins gerst með fólki sem sem hefur afl og dug til að ganga til þeirra verka sem framundan eru, skuldlaust við fortíðina. Ferill Ásbjörns Óttarssonar segir okkur að hann sé allra manna líklegastur til að virkja það afl sem í flokksfólki býr og leiða það til þeirrar endurreisnar sem þarf. Veljum því Ásbjörn í 1. Sæti.

Runólfur Guðmundsson Grundarfirði

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31