Tenglar

25. október 2018 | Sveinn Ragnarsson

Vestfjarðavegur (60), R leið vs Þ-H leið

Magnús Sigurgeirsson
Magnús Sigurgeirsson

Hej-a Norge, þetta er eitt stórt samsæri! Það var þá rétt hjá Erni Árnasyni í Spaugstofunni forðum daga þegar hann varaði okkur við misvitrum ráðum Norðmanna, sem nú beinast gegn Þ-H leiðinni.

 

Ég er ekki svo einfaldur að trúa því að það sé hlutlaust mat þegar aðilar velja sér verkfræðistofu og óska eftir útkomu sem er önnur en Þ-H leiðin. Það er þannig þegar þjónusta er keypt af tilteknum aðila þá reynir sá sem hana selur að þóknast þeim sem hana kaupir. Þannig tel ég að þessi norska skýrsla hafi orðið til.


Það er stutt á milli fjalls og fjöru hvort heldur er út Barmahlíðina eða Reykjanesið og vanhugsuð hugmynd að mínu mati að leggja þar veg sem spannar 60 m. Umferð er alltaf neikvæð þar sem fólk býr. Að mati skýrsluhöfunda eru helstu rökin fyrir veginum þau að hann muni hafa góð samfélagsleg áhrif. Í mínum huga eru áhrifin þveröfug og mun ég gera grein fyrir þeim í eftirfarandi sex liðum:


 Í fyrsta lagi mun umferðin á þessu svæði verða hröð og einkennast af miklum þungaflutningum. Með aukinni umferð eykst slysahætta, ef hægt er að tala um eitthvað sem er óafturkræft þá eru það líf og limir fólks sem lendir í slysum;


 Í öðru lagi mun mikil hljóðmengun hljótast af framkvæmdinni, niður frá umferðinni kemur alltaf til með að bergmála frá fjallinu út Reykjanesið;


 Í þriðja lagi geta veður út Reykjanesið verið varasöm. Í norðanáttum myndast gjarnan mjög snarpar vindkviður á svæðinu;


 Í fjórða lagi er ljóst að umferð á svæðinu mun hafa veruleg neikvæð áhrif á fjölskrúðugt fuglalíf sem þar er fyrir;


 Í fimmta lagi er verið að skerða verulega búsetu þeirra bænda sem þarna búa og styð ég þá heilshugar í baráttu þeirra gegn vegalagningunni.


 Í sjötta og síðasta lagi vil ég benda á staði eins og Búðardal og Hólmavík. Ég get ekki séð þau jákvæðu samfélagslegu áhrif sem umferðin hefur haft á þessi bæjarfélög þó hún hafi legið í gegnum þau til margra ára. Í því samhengi er talað um að minni hagsmunir eigi að víkja fyrir meiri hagsmunum. Þessa hugsun skil ég ekki og spyr hver ætlar að meta hagsmuni hvers og eins?


Nokkur orð um Þ-H leiðina sem ég hef alltaf stutt, ekki síst vegna þess að þar er ekki búseta. Svæðið gjörþekki ég eftir að hafa stundað þar smalamennsku til fjölda ára. Í mínum huga er enginn munur á birkikjarrinu þar í samanburði við annars staðar á Vestfjörðum. Það er alls staðar jafn fallegt. Þá hef ég heldur ekki orðið var við að ferðafólk fari mikið um svæðið til að njóta þess enda er það mjög ógreiðfært yfirferðar.

 

Ég tel að vegalagning um svæðið eigi því eftir að sóma sér vel í þessu umhverfi og verði til þess að fleiri fái að njóta þess en ella, við skulum ekki gleyma þeim sem ekki komast um gangandi. Þá er nauðsynlegt að minna á að framkvæmdir við Þ-H leiðina eru algjörlega óháðar annarri umferð og ljóst að mikil óþægindi munu fylgja vinnu við Þjóðveg 60 út Barmahlíðina og Reykjanesið fyrir íbúa svæðisins. Reykhólar eru í fínu vegasambandi í dag, komst á við þverun Gilsfjarðar, þangað kemur fólk í dag til að njóta kyrrðar og öryggis.


Það er dapurlegt til þess að vita að einstaklingar sem hvorki eru fæddir eða uppaldir á þessu svæði reyni hvað þeir geta að knýja fram svokallaða R-leið óháð kostnaði og gegn vilja megin þorra íbúa á svæðinu. Allt til þess eins að Þ-H leiðin verði ekki farin. Ég ætla rétt að vona og geri þá kröfu að sveitastjórnin kalli til sín sérfræðinga á sviði umferðaröryggismála til að vega saman kosti og galla.

 

Þá finnst mér löngu tímabært að teknar verði saman upplýsingar um hvað búið er að eyða af almanna fé í sérfræðiálit og skýrslur vegna áforma um vegalagningu á umræddu svæði sem staðið hafa yfir í á annan áratug. Nú er mál að linni. Hefjumst handa við Þ-H leiðina nú þegar. Það skal tekið fram að ég er ekki á móti jarðgöngum.


Með vinsemd og virðingu
Magnús Sigurgeirsson


  

Athugasemdir

Dalli, fimmtudagur 25 oktber kl: 10:30

Algerlega sammála höfundi greinarinnar í öllum atriðum

Kristjan Finnsson, fimmtudagur 25 oktber kl: 12:23

Gott hjá þér Maddi, hjartanlega sammála þér. Það skal tekið fram tiltölulega fáir Reykhólasveit ungar nota þennan veg það gera hinsvegar þeir sem vestar búa og þurfa nú að aka lýfshættulegann 80 ára gamlan malarvegum, þessu fólki er haldið í gíslingu að hluta til af völdum vanhæfrar sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Klárum ÞH leið sem first.

Torfi Sigurjónsson, fimmtudagur 25 oktber kl: 16:22

Flott, gott að fá fjölbreittar skoðanir á þessu máli og hvet fleirri til að gera slíkt hið sama,
Og sérstaklega þá sem hafa hvorki lögheimili né fasta búsetu í sveitarfélaginu!!!

vestfirðingur, fimmtudagur 25 oktber kl: 22:11

Góð grein og lýsir vel hvernig barátta við náttröllin hefur verið.
það væri óskandi að framkvæmdir færu sem fyrst af stað því nóg er komið af allskyns töfum af völdum misvitra stofnanna og aðila sem málið varðar alls ekkert.
Það virðist vera orðið lögmál að öll uppbygging í vestfirðinga fjórðungi og þó sérstaklega á suðurfjörðunum sé tafinn og reynt með öllum ráðum að stoppa allt sem verið er að gera og sjálfsagt þykir í öðrum landshlutum, samgöngur eru þar skólabókardæmi.
Það er einfaldlega komið nóg. Vestfirðingar eru farnir að dusta ryk af gömlum skræðum til að reka þessar ofbeldisstofnanir af höndum okkar og úr fjórðungnum.

Jóhannes B. Jóhannsson, fstudagur 26 oktber kl: 07:43

Það er oft talað um að fólkn eigi að njóta landsins meira, með því að ganga meira um .Það er gott dæmi í þessu sambandi að minnasst á Vaðlareit gegnt Akureyri, á sýnum tíma jaðraði það við dauðasind hjá sumum að leggja veginn þar í gegn það þurfti að fella eitthvað af trjám. Ef ekki hefði verið farið gegnum Vaðlareytinn hefði þurft að fara með veginn suður furir flugvöll sem er 5 - 6 k. lengri leið og hefði verið töluverð mengun af þeim völdum (ca. 1 til 2 þúsund bílar á dag.) Eftir að vegurinn var lagður hefur ekki heyrst meyra í þessum "náttúruvermdarsinnum" en fólk notið þess að ganga um skóginn sem ekki þekktist áður. Vonandu verður það þannig einnig í Teigsskógi

Karl Kristjánsson, fstudagur 26 oktber kl: 17:10

Þetta er um margt ágæt skrif hjá þér frændi og að mestu málefnaleg sjónarmið og skoðanir sem eru reifuð, þó ekki sé ég sammála þeim nema að litlu leyti. Í sambandi við norskt samsæri og pantaðar niðurstöður vil ég segja að þegar talað er um óháða verkfræðistofu til að rýna vinnu Vegagerðarinnar er meiningin sú að hún sé ekki háð Vegagerðinni, ekki að vinna fyrir hana eða aðra sem tengjast vegagerð í Gufudalssveit. Á þessum tímapunkti var verið að velja á milli tveggja leiða Þ-H og D2. Vegagerðin ein hafði komið að hönnun vegarins, leiðavali, kostnaðarmati o.fl. Gagnrýni hafði komið fram á Vegagerðina um að nota hönnun og útfærslu vegarins til að hygla þeirri leið (Þ-H) sem hún vill og ætlar sér að fara en íþyngja hinum sem eru til samanburðar. Um svipað leyti kom undirskriftarlisti frá íbúum þar sem farið var fram á að skoðuð yrði betur leið A sem tengdi Reykhólaþorp við Vestfjarðaveg með brú frá Skálanesi yfir á Reykjanes, þar á meðal nöfn íbúa og/eða landeigenda á flestum jörðum á Reykjanesi. Norska verkfræðistofan Multiconsult varð fyrir valinu og skilaði niðurstöðu sem ekki var pöntuð fyrirfram en kom bæði mér og öðrum á óvart eins og sést ef lesið er það sem ég hef bókað í sveitarstjórn og skrifað um málið. Stjórnsýslulögin leggja þær skyldur á sveitarstjórn að upplýsa mál fyrir ákvarðanatöku, að ákvörðun sé byggð á traustum grunni, sérstaklega á þetta við þegar ákvarðanir eru teknar sem varða ekki bara samtímann heldur líka komandi kynslóðir með varanlegum og óafturkræfum hætti. Það er meira en lítið vafasöm stjórnsýsla í svona stóru máli að byggja ákvörðun eingöngu á gögnum framkvæmdaaðilans og því rétt ákvörðun hjá sveitarstjórn að fá óháða aðila til að fara yfir leiðaval og vinnu Vegagerðarinnar.

Sævar Ingi Reynisson, laugardagur 27 oktber kl: 10:50

Ekki veit ég hvernig hefði verið hægt að fá hlutlausara mat á þessa framkvæmd en að fá erlendan aðila og ekki borgað af sveitarfélaginu?
Multiconsult skuldaði Reykhólahrepp ekkert og vann þettað bara afar fagleg að mínu mati.
Það kom mér á óvart að þeir skildu velja A leiðina, en að athuguðu máli þá held ég að það sé bara mjög góð lausn á þessu vegarmáli. Vegagerðin er laungu búinn að sýna og sanna okkur að þeir eru ekki hlutlausir og ef litið er til hvernig þeir hanna brýrnar þá myndi ég segja að þeir væru líka algjörlega óhæfir um að hanna svona framkvæmd. Það er allavega búið að sýna frammá að Þ-H leiðin er ekki endilega besti kosturinn og kominn tími til að hætta með þessa þráhyggju að halda að það sé eina raunhæfa leiðin.
Maddi í fyrsta og öðrum lið er ég alveg sammála þér, en í þriðja lið held ég að veður geti verið varasöm á öllum þessum leiðum. Í fjórða lið talar þú um fuglalífið, er það ekki ennþá fjölskrúðugra (og friðað) í Teigskógi? Í fimmta lið, það getur verið mjög jákvætt að sumu leiti fyrir bændurnar á nesinu að fá meiri unferð um svæðið, hvað eru margir þarna útfrá með gistingu eða eitthvað annað tengt ferðamensku? Í sjötta lið veit ég ekki hvað á að segja, segi bara hefurðu ekki komið í verslanirna í Búðardal og á Hólmavík?
Að lokum vill ég nefna að ég hef verið mikill stuðningsmaður D leiðar frammað þessu en sé nú að A leið getur verið betri kostur (ef hönnun brúar verður á réttan hátt).

Jón Atli Játvarðarson, laugardagur 27 oktber kl: 11:42

Vegurinn um Reykjanesið sem hluti af leiðarvali Multiconsult er að verða eins mikil náttúruspjöll og Teigskógarvegurinn. Lausnin sem fannst á dýpra vatni í leiðarvali milli Staðar og Skálaness er bara stungið undir stól. Vegagerðin lætur eins og gamla A leiðin hennar, hvar hún teiknaði grjótþröskulda undir 1500 m. brúnni sé sambærileg við 800 m. langa brú, 15 m. háa á R leið Multiconsult, ef stöplar brúarinnar eru gerðir niður í botnset fjarðarins og grjótþröskuldinum sleppt og rennslið sem allt grjótið sem komið var fyrir í leið fallanna mælt frá sé brúin ekki nema 900 m. löng en 8 m. há. líklega til þess að undirstrika enn frekar að þetta verði að kosta í það minnsta að Grettir komist þó allavega ekki inn í fjörðinn. Þetta er mjög dýrmætt í sjálfu sér. Vegagerðin hefur nú staðfest það sem ég hef marg oft skrifað um á fb. síðu minni eða í andsvörum annarsstaðar, að með öllum þessum grjótfyllingum séu brýrnar lengdar til að hindra bátaumferð. Nú er gerð tangarsókn frá hliðarlínunni í þessum skrifum Magnúsar Sigurgeirssonar, þar sem vegstæðið um Reykjanesið sé hættulegt og skemmandi. Nálægð vegarins við Reykhólaþorpið gagnslaus ferðamönnum og þá sérstaklega ferðamenn gagnslausir Reykhólum. Þetta kallast að vera hræddur við áskoranir.

Magnús Sigurgeirsson, sunnudagur 04 nvember kl: 20:16

Torfi:
Hér eru upplýsingar. Ég átti lögheimili á Reykhólum í yfir 30 ár og síðastliðin 11 ár hef ég og fjölskylda mín rekið fyrirtæki með lögheimili að Reykhólum auk þess að gera út bát á sumrin, hef borgað til sveitafélagssins þá skatta og skyldur sem á mig hafa verið lagðar.

Kalli:
Ég held að margir þeir sem skrifuðu á þennan lista vegna A-leiðar hafi hugsað sem svo ,,jú flott að fá nýjan veg" en ekki hugsað út í það ónæði, þá mengun og þá slysahættu sem fylgja muni þjóðvegi 60 um þetta svæði, veit um fólk sem er búið að átta sig á þessu. Í dag er stofnbrautum beint frá íbúabyggð, það er gert til að auka öryggi vegfarenda og draga úr umferðaslysum. Stór hluti umferðar um Þjóðveg 60 eru vegfarendur sem eru að fara frá A – B það er mín skoðun að sú umferð skili ekki miklu til sveitafélagssins. Það hlýtur að vera markmið vegagerðarinnar að leggja vegi þar sem þeir valda sem minnstri röskun og ónæði fyrir íbúa og á sem ódýrastan og öruggastan hátt.

Sævar:
Ég vil endilega að þú kynnir þér betur þetta með fuglalífið sérstaklega mófuglana. Hvað varðar þessa norsku skýrslu þá get ég ekki ímyndað mér að það hafi verið farið djúpt ofan í hlutina hafi hún kostað 5 milljónir. Við vitum að Noregur er eitt dýrasta land í heimi að versla við og umhugsunarefni af hverju þeir urðu fyrir valinu. Einnig vil ég benda þér á að fyrir 30 árum voru tvær vegasjoppur og ein matvöruverslun í Búðardal.

Jón Atli:
Ég á erfitt með að skilja það sem þú ert að skrifa en það er ekki að marka. Þetta varðandi ferðamenn þá er ferðaþjónusta aðallega byggð upp á markaðssetningu og af afspurn. Þú selur ekki ferðamönnum Þjóðveg 60, þeir vilja vera sem lengst frá honum í kyrrð og ró. Tökum dæmi um Landmannalaugar, þangað sækja hundruðir ef ekki þúsundir ferðamanna á hverju ári, það er ekki vegna þess að samgöngur séu svo góðar þangað heldur er búið að markaðssetja þetta svæði. Ég þekki þetta ágætlega þar sem ég keyrði ferðafólk í 25 sumur og er ágætlega upplýstur um hvað þeir vilja.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31