Tenglar

15. júní 2010 |

Endalaus trjágróður ...

Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson.

Núna eru garðyrkjustörfin á fullu á Reykhólum sem annars staðar. Þar á meðal er Jón Kjartansson flokksstjóri með vaskan hóp ungmenna að starfi hjá Vinnuskóla Reykhólahrepps. Jón Atli Játvarðarson lætur ekki sitt eftir liggja og klippir endana af runnunum í garði sínum þannig að brátt verður hann með endalausa runna. Hann kvað eftirfarandi vísur og vísar þar bæði til Jóns flokksstjóra og til nábúa síns við Hellisbrautina. Dalli er Guðjón D. Gunnarsson sem býr innar við Hellisbrautina, en í fyrravor klippti hann niður mjög stórvaxinn víðigróður á næstu lóð við Jón Atla og svipti hann því talsverðu skjóli fyrir norðaustanáttinni. Garðahlynur er trjátegund (a.m.k. meðal annars).

 

        Ekki er Jón að hengja haus

        né huga að stöðu betri.

        Öll þó trén hans endalaus

        undan komi vetri.

 

        Á næstu lóð með nokkrum sút

        er nærtækt Dalla að víta.

        Garða-Hlynur gengur út

        með gamlan hund að skíta.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30