Tenglar

8. apríl 2011 |

Icesave hangir yfir mér ...

Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson.

Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum lá í nótt fyrir tófu og var að hugsa um Icesave-kosninguna á morgun. Líka varð honum hugsað til þangsins í Breiðafirði enda gamalreyndur þangskurðarmaður á þar til gerðum sláttupramma. Enga veiddi hann tófuna en kom heim með eftirfarandi hringhendu í staðinn:

 

          Út með tanga, upp við sker,

          einatt þangið ruggar.

          Icesave hangir yfir mér,

          af því langir skuggar.

 

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31